Skráningarfærsla handrits

AM 615 g 4to

Rímur ; Ísland, 1600-1700

Athugasemd
Rímur af Heródes ættum, Vefjarvísur Jóns í Nesi og Lausavísur
Tungumál textans
íslenska

Innihald

1 (1r-12r)
Rímur af Heródes ættum
Titill í handriti

Rymur aff Herodes ættum

Upphaf

Sónarlög úr sagnardal ...

Niðurlag

... elske ydur ejnn Gud alla

Athugasemd

5 rímur.

Efnisorð
2 (12r-12v)
Vefjarvísur
Höfundur
Titill í handriti

Vefiar vÿsur Jons i Nesi

Upphaf

Um varpta þráðinn vera á rétt ...

Niðurlag

... einginn sa mig vinna par

3 (12v)
Lausavísur
Efnisorð
3.1
Um skriftina
Titill í handriti

Vmm skrifftina

Upphaf

Einn sem ekki skrifa kann ...

3.2
Um iðnina
Titill í handriti

Vmm ydnina

Upphaf

Dropinn holar harðan stein ...

3.3
Um ótrúa eiginkonu
Titill í handriti

Vm otrüa eiginkonu

Upphaf

Eignarmanni ótrútt sprund gaf eiturs fæði ...

3.4
Um Hóratíum nokkurn
Titill í handriti

Vmm Horatjum nockurn

Upphaf

Einsamall skemmtun á að öllum parti ...

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír með vatnsmerkjum.
  • Aðalmerki: Tvöfaldur hringur sem inniheldur tölustafi eða bókstafi. Í miðjunni, er sennilega turn, tréstofn eða greinar trés (bl. 2, 3, 6, 7, 10, 11 ).

Blaðfjöldi
i + 12 + i blað (200 +/- 1 mm x 165 +/- 1 mm).
Tölusetning blaða

  • Gömul blaðmerking fyrir miðri neðri spássíu, 96-107.
  • Síðari tíma blýantsmerking, 1-12.

Kveraskipan

Eitt kver: 12 blöð, 6 tvinn.

Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er 170 +/- 1 mm x 135 +/- 1 mm.
  • Línufjöldi er 33-38.

Skrifarar og skrift

Ein hönd, óþekktur skrifari, sprettskrift.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Höfundarnafni séra Guðmundar Erlendssonar bætt við á 1r: Sr G ES.

Band

Band frá c1772-1780 (210 mm x 173 mm x 4 mm). Pappaspjöld og kjölur klædd handunnum pappír. Saurbl. úr bandi.

Uppruni og ferill

Uppruni

Skrifað á Íslandi og tímasett til 17. aldar (sjá Katalog (II) 1894:26).

Handritið var áður hluti af stærri bók, nú AM 615 f-m 4to.

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 30. mars 1983.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

  • MJG uppfærði vatnsmerki með gögnum frá BS, 1. mars 2024.
  • ÞS skráði 17. janúar 2003
  • Kålund gekk frá handritinu til skráningar 9. mars 1888 ( Katalog (II) 1894:26 (nr. 1592)).

Viðgerðarsaga

Viðgert í Kaupmannahöfn af Birgitte Dall 1964.

Myndir af handritinu

  • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.
  • Filma á handritadeild Landsbókasafns Íslands - Háskólabókasafns.

Notaskrá

Titill: Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling
Ritstjóri / Útgefandi: Kålund, Kristian
Lýsigögn
×

Lýsigögn