Skráningarfærsla handrits

AM 615 e 4to

Rímur af Sigurði þögla ; Ísland, 1600-1700

Tungumál textans
íslenska

Innihald

(1r-39v)
Rímur af Sigurði þögla
Titill í handriti

Hér byrjast Rímur af Sigurði þögla

Athugasemd

15 rímur. Hluta af 12. rímu vantar, alla 13. og upphaf 14. rímu.

Á eftir bl. 32 eru stórar eyður.

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír með vatnsmerkjum.
  • Aðalmerki: Skjaldarmerki Amsterdam (bl. 10, 12, 13, 15, 17, 18, 23, 24, 25, 26, 31, 32, 35, 36 ).

Vatnsmerki á aftara saurblaði er Maid of Dort IT ProPatria.

Blaðfjöldi
39 + i blað (182-187 mm x 147 mm).
Tölusetning blaða

Blaðsíðumerking með svörtu bleki á fimmtu hverri rektósíðu 1-75, síðari tíma viðbót.

Bætt hefur verið við blaðsíðumerkingu með blýanti, þar sem áður vantaði, síðari tíma viðbót.

Kveraskipan

Fimm kver:

  • Kver I: bl. 1-8 (1, 2+7, 3+6, 4+5, 8), 3 tvinn, 2 stök blöð.
  • Kver II: bl. 9-16 (9+16, 10+15, 11+14, 12+13), 4 tvinn.
  • Kver III: bl. 17-24 (17+24, 18+23, 19+22, 20+21), 4 tvinn.
  • Kver IV: bl. 25-32 (25+32, 26+31, 27+30, 28+29), 4 tvinn.
  • Kver V: bl. 33-aftara saurblaðs (33+aftara saurblað, 34+39, 35+38, 36+37), 4 tvinn.

Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er 145-165 mm x 120 mm.
  • Línufjöldi er 22-24.
  • Leturflötur afmarkaður með þurroddi á innskotsblöðum.
  • Griporð, pennaflúruð.

Ástand

  • Blettótt og dökkt.
  • Bleksmitun.
  • Griporð skert vegna afskurðar.
  • Vantar blað eftir bl. 32.
  • Vantar neðra horn á bl. 13, skerðir ekki texta.
  • Saumgöt á innri spássíu.
  • Leifar af lími við kjöl.

Skrifarar og skrift
Tvær hendur:

Ókunnur skrifari, innskotsblöð (1-3 og 6-7) einföld kansellískrift.

Ókunnur skrifari, kansellískrift.

Skreytingar

Blekdregnir upphafsstafir (1-2 línur).

Á innskotsblaði 1r er stór skrautstafur, 10 línur, með plöntuformum. Minni upphafsstafir (1-2 línur) einnig skreyttir.

Titill og fyrsta lína texta eru aðgreind með kansellískrift.

Fyrirsagnir eru dregnar hærri en texti.

Línufylling við lok málsgreina.

Skreyting við eða umhverfis griporð.

Jaðar blaða sýna leifar af rauðum lit.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Bl. 1-3 og 6-7 innskotsblöð.

Band

Band frá c1772-1780. Pappaspjöld og kjölur klædd handunnum pappír, með prentað mál á spjaldblöðum. Titill og safnmark skrifað framan á kápu með bleki. Tveir límmiðar eru á kili.

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið er skrifað á Íslandi og tímasett til 17. aldar í  Katalog II, bls. 25.

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 30. mars 1983.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill
  • MJG uppfærði með gögnum frá BS, 1. mars 2024.
  • ÞS skráði 10. september 2001.
  • Tekið eftir Katalog II, bls. 25 (nr. 1590). Kålund gekk frá handritinu til skráningar í október 188?.
Viðgerðarsaga

Viðgert í Kaupmannahöfn 1964.

Myndir af handritinu

  • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.
  • Filma á handritadeild Landsbókasafns Íslands-Háskólabókasafns.

Notaskrá

Titill: Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling
Ritstjóri / Útgefandi: Kålund, Kristian
Lýsigögn
×

Lýsigögn