Skráningarfærsla handrits

AM 615 c 4to

Rímur af sjö vísu meisturum ; Ísland, 1650-1700

Tungumál textans
íslenska

Innihald

(1r-7r)
Rímur af sjö vísu meisturum
Titill í handriti

Rymur Af Siø Vyſu Meiſturum Kued|nar af Byrne Sturla syne

Upphaf

Ofrödumm vid orda skortt optt ...

Niðurlag

... A Huijta ſunnu hliö|dar brief

Athugasemd

Ófullgerð, endar í 3. rímu.

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír með vatnsmerkjum.
  • Aðalmerki: Stórt dárahöfuð með fimm bjöllum á kraga (bl. 1, 2, 7 )

    Mótmerki: Fangamark DI í ramma (bl. 3, 4, 5, 6 ).

Blaðfjöldi
7 blöð (188 mm x 158 mm). Bl. 7v autt.
Tölusetning blaða

Blaðsíðumerking á rektósíðum, síðari tíma viðbót.

Kveraskipan

Eitt kver:

  • Kver I: bl. 1-7 (1, 2+7, 3+6, 4+5), 1 stakt blað, 3 tvinn.

Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er 160 mm x 120 mm.
  • Línufjöldi er 25-27.
  • Griporð, pennaflúruð.

Ástand

  • Blettótt og dökkt.
  • Einkennandi blett má finna á neðri jaðar blaða. ATH. álíkan blett má finna fremst í AM 610 a 4to og síðan í AM 615 b 4to og aðeins minna í AM 615 a 4to.

Skrifarar og skrift

Óþekktur skrifari, kansellískrift.

Sami skrifari og í AM 615 a 4to osfrv.

Skreytingar

Fyrsti upphafsstafurinn, er blekdreginn skrautstafur (ca. 5 línur) með blómaskreytingu. Minni upphafstafir (2-3 línur) eru minna skreyttir.

Fyrirsagnir og fyrsta lína eru dregin hærri og eru smá skreytt.

Skreyting við eða umhverfis griporð. Þau eru skrifuð með fljótaskrift.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur
  • Árni Magnússon skrifar efnisyfirlit fyrir AM 615 a-c 4to á fastan seðil fremst í AM 615 a 4to.
  • Á bl. 1r seðill (10 x 20 mm) hefur verið límdur á ytri spássíu, sennilega til að fela spássíugreinar.
Band

Band frá c1772-1780. Pappaspjöld og kjölur klædd handunnum pappír, með prentað mál á spjaldblöðum. Titill og safnmark skrifað framan á kápu með bleki. Tveir límmiðar eru á kili.

Fylgigögn

Laus seðill frá forvörslu í Kaupmannahöfn, 1991.

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið er skrifað á Íslandi og tímasett til síðari helmings 17. aldar í  Katalog II, bls. 24. Það hefur upprunalega verið hluti af stærri bók, sem innihélt AM 615 a-c 4to og Árni Magnússon tók í sundur.

Í handritinu voru áður Geiplur með sömu hendi, og Egils rímur Skallagrímssonar með annarri hendi. Sjá einnig AM 615 a-b 4to.

Ferill

Árni Magnússon fékk úr bók frá Gísla Jónssyni í Mávahlíð 1709, en hana hafði Magnús Björnsson á Bassastöðum í Steingrímsfirði átt, (sjá seðil í AM 615 a fol.)

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 10. júní 1991.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill
  • MJG uppfærði með gögnum frá BS, 29. febrúar 2024.
  • ÞS skráði 10. september 2001.
  • Tekið eftir Katalog II, bls. 24 (nr. 1588). Kålund gekk frá handritinu til skráningar í október 188?.
Viðgerðarsaga

Yfirfarið í Kaupmannahöfn í maí 1991.

Myndir af handritinu

  • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.
  • Filma á handritadeild Landsbókasafns Íslands-Háskólabókasafns.

Notaskrá

Lýsigögn
×

Lýsigögn