Skráningarfærsla handrits

AM 615 b 4to

Áns rímur bogsveigis ; Ísland, 1650-1700

Tungumál textans
íslenska

Innihald

(1r-24r)
Áns rímur bogsveigis
Titill í handriti

Hér byrjast Rímur af Án bogsveigir

Upphaf

Frædid hef Eg Folke veitt ...

Niðurlag

...hier skal frædid falla I strä, Fare þeir med sem lykar.

Athugasemd

Átta rímur.

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír með vatnsmerkjum.
  • Vatnsmerki 1: Aðalmerki: Dárahöfuð með sjö bjöllum á kraga (bl. 3, 6, 13, 14?, 19, 20 ).
  • Vatnsmerki 2: Aðalmerki: Fangamark (bl. 4, 5 ).
Blaðfjöldi
24 blöð (188 mm x 160 mm). Bl. 24v autt.
Tölusetning blaða

Blaðsíðumerking á rektósíðum, með blýanti og svörtu bleki, 1-24.

Kveraskipan

Fjögur kver:

  • Kver I: bl. 1-8 (1+8, 2+7, 3+6, 4+5), 4 tvinn.
  • Kver II: bl. 9-12 (9+12, 10+11), 2 tvinn.
  • Kver III: bl. 13-20 (13+20 14+19, 15+18, 16+17), 4 tvinn.
  • Kver VI: bl. 21-24 (21+24, 22+23), 2 tvinn.

Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er 165 mm x 125 mm.
  • Línufjöldi er 23-25.
  • Griporð, pennaflúruð.

Ástand

  • Blettótt. Samskonar blett má finna á öllum blöðum. ATH. álíka bletti má einnig finna í AM 610 a 4to og aðeins minna í AM 615 a 4to.
  • Griporð skert vegna afskurðar.
  • Bleksmitun.

Skrifarar og skrift

Óþekktur skrifari, kansellískrift.

Sami skrifari og í AM 615 a 4to osfrv.

Skreytingar

Fyrsti upphafsstafurinn, er blekdreginn skrautstafur (ca. 5 línur) með blómaskreytingu. Minni upphafstafir (2 línur) eru minna skreyttir.

Fyrirsagnir og fyrsta lína eru dregin hærri og eru smá skreytt.

Skreyting við eða umhverfis griporð. Þau eru skrifuð með fljótaskrift.

Jaðar blaða sýna leifar af rauðum lit.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

  • Á eftir rímunum er krotuð vísa (4 vo), sem seinna er strikað yfirm bl. 24r.
  • Nálægt miðri bl. 24v hefur síðari tíma hönd skrifað: magn.
  • Árni Magnússon skrifar efnisyfirlit fyrir AM 615 a-c 4to á fastan seðil fremst í AM 615 a 4to.

Band

Band frá c1772-1780. Pappaspjöld og kjölur klædd handunnum pappír, með prentað mál á spjaldblöðum. Titill og safnmark skrifað framan á kápu með bleki. Tveir límmiðar eru á kili.

Fylgigögn

Laus seðill um forvörslu í Kaupmannahöfn, 1991.

Uppruni og ferill

Uppruni

Skrifað á Íslandi.

Handritið er tímasett til síðari helmings 17. aldar í  Katalog II, bls. 24. Það hefur upprunalega verið hluti af stærri bók, sem innihélt AM 615 a-c 4to og Árni Magnússon tók í sundur.

Í handritinu voru áður Geiplur með sömu hendi, og Egils rímur Skallagrímssonar með annarri hendi. Sjá einnig AM 615 a og c 4to.

Ferill

Árni Magnússon fékk úr bók frá Gísla Jónssyni í Mávahlíð 1709, en hana hafði Magnús Björnsson á Bassastöðum í Steingrímsfirði átt.

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 10. júní 1991.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill
  • MJG uppfærði með gögnum frá BS, 29. febrúar 2024.
  • ÞS skráði 10. september 2001.
  • Tekið eftir Katalog II, bls. 24 (nr. 1587). Kålund gekk frá handritinu til skráningar í október 188?.
Viðgerðarsaga

Yfirfarið í Kaupmannahöfn í maí 1991.

Myndir af handritinu

  • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.
  • Filma á handritadeild Landsbókasafns Íslands-Háskólabókasafns.

Notaskrá

Höfundur: Jón Þorkelsson
Titill: Arkiv för nordisk filologi, Íslenzk kappakvæði I
Umfang: 3
Titill: Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling
Ritstjóri / Útgefandi: Kålund, Kristian
Titill: Áns rímur bogsveigis, Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi : Rit
Ritstjóri / Útgefandi: Ólafur Halldórsson
Umfang: s. 197 p.
Lýsigögn
×

Lýsigögn