Skráningarfærsla handrits

AM 615 a 4to

Sigurðar rímur fóts ; Ísland, 1650-1700

Tungumál textans
íslenska

Innihald

(1r-10v)
Sigurðar rímur fóts
Titill í handriti

Rímur af Sigruði fót

Upphaf

Keysar miøg hin Grimma þrä ...

Niðurlag

... Lä þegnar grype huor sem mä. FINIS

Athugasemd

Sex rímur.

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír með vatnsmerkjum.
  • Aðalmerki: Hringlaga útgáfa af dárahöfði með sjö bjöllum á kraga (bl. 2, 4 ).
Blaðfjöldi
10 blöð (190 mm x 160 mm).
Tölusetning blaða

Blaðsíðumerking með blýanti og svörtu bleki 1-19, síðari tíma viðbót.

Kveraskipan

Eitt kver:

  • Kver I: bl. 1-10 (1, 2, 3+10, 4+9, 5+8, 6+7), 2 stök blöð, 4 tvinn.

Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er 170 mm x 120 mm.
  • Línufjöldi er 24-25.
  • Griporð, pennaflúruð.

Ástand

  • Vegna afskurðar er efri hluti fyrirsagnar skertur.
  • Blettótt og dökkt.
  • Bleksmitun.

Skrifarar og skrift

Óþekktur skrifari, kansellískrift.

Sami skrifari og í AM 615 b 4to osfrv.

Skreytingar

Fyrsti upphafsstafurinn, er blekdreginn skrautstafur (ca. 4 línur). Minni upphafstafir (1-2 línur) eru minna skreyttir.

Fyrirsagnir og fyrsta lína eru dregin hærri og eru smá skreytt.

Skreyting við eða umhverfis griporð. Þau eru skrifuð með fljótaskrift.

Jaðar blaða sýna leifar af rauðum lit.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur
  • Árni Magnússon skrifar efnisyfirlit fyrir AM 615 a-c 4to á fastan seðil fremst.
  • Undirstrikanir með blýanti (t.d. á bl. 3r).
Band

Band frá c1772-1780 ( mm x mm x mm). Pappaspjöld og kjölur klædd handunnum pappír, með prentað mál á spjaldblöðum. Titill og safnmark skrifað framan á kápu með bleki. Tveir límmiðar eru á kili.

Fylgigögn

Eitt blað (192 mm x 158 mm) fremst með hendi Árna Magnússonar: Rímur af Sigurði fót, 6. Rímur af Án bogsveigir, 8. Rímur af sjö vísu meisturum kveðnar af Birni Sturlusyni, 3 og vantar aftan við. Úr bók er ég fékk 1709 frá Gísla Jónssyni í Mávahlíð, en fyrrum hafði átt Magnús Björnsson á Bessastöðum í Steingrímsfirði. Hér voru og saman við griplur med sömu hendi. Item Egils rímur Skallagrímssonar með annarri hendi.

Tveir lausir miðar frá forverði.

Uppruni og ferill

Uppruni

Skrifað á Íslandi.

Handritið er tímasett til síðari helmings 17. aldar í  Katalog II, bls. 24. Það hefur upprunalega verið hluti af stærri bók, sem innihélt AM 615 a-c 4to og Árni Magnússon tók í sundur.

Framanvið voru áður Geiplur með sömu hendi og Egils rímur Skallagrímssonar með annarri hendi. Sjá einnig AM 615 b-c 4to.

Ferill

Árni Magnússon fékk úr bók frá Gísla Jónssyni í Mávahlíð 1709, en hana hafði Magnús Björnsson á Bassastöðum í Steingrímsfirði átt.

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 26. nóvember 1993.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill
  • MJG uppfærði með gögnum frá BS, 29. febrúar 2024.
  • ÞS skráði 10. september 2001.
  • Tekið eftir Katalog II, bls. 24 (nr. 1586). Kålund gekk frá handritinu til skráningar í október 188?.
Viðgerðarsaga

Viðgert af Birgitte Dall í janúar og febrúar 1983.

Viðgert af Anja Scocozza árið 1993.

Myndir af handritinu

  • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.
  • Filma á handritadeild Landsbókasafns Íslands-Háskólabókasafns.

Notaskrá

Titill: Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling
Ritstjóri / Útgefandi: Kålund, Kristian
Titill: Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi : Rit, Áns rímur bogsveigis
Ritstjóri / Útgefandi: Ólafur Halldórsson
Umfang: s. 197 p.
Lýsigögn
×

Lýsigögn