Skráningarfærsla handrits

AM 613 c 4to

Rímur ; Ísland, 1675-1700

Tungumál textans
íslenska

Innihald

1 (1r-12v (s. 1-24))
Persíus rímur
Höfundur

Guðmundur Andrésson

Titill í handriti

Hier skrifast rymur aff þeim vyd|fræga Pertioz kvednar aff Gudmundi H. | And[res]syni

Upphaf

Ollumm sie þeim os[ka]d godz ...

Niðurlag

... æffe hæverkst gaman

Athugasemd

6 rímur.

Efnisorð
2 (12v-21r (s. 24-41))
Bellerofontis rímur
Höfundur

Guðmundur Andrésson

Titill í handriti

Epter fylgia rymur af frægdar kappanumm | Bellerofontiz er reyd hestinumm Pegasuz wmm | huörn talad er j fyrer farandi rijmumm

Upphaf

Skialad dreg eg Fialarz fley ...

Niðurlag

... ant og vant er læsa

Athugasemd

Um höfund sjá Jakob Benediktsson 1949 .

5 rímur, 6. var ekki skrifuð hér.

Neðan við lok rímnanna (21r) stendur: Vantar hier eina vera eiga sex.

Efnisorð
3 (21v-21v (s. 42))
Áns rímur bogsveigis
Höfundur

Sigurður blindur

Titill í handriti

Hier byriast Ans rymur kued|nar af Sugurdi (!) blinda

Upphaf

Sueirn er nefndur j sögumm Án ...

Niðurlag

... fanst þar einginn betri

Athugasemd

Einungis upphaf.

Miðað við útgáfuna í  Íslenzkar miðaldarímur (II) 1973 , hefjast rímurnar hér á 24. vísu 1. rímu og enda á 40. vísu sömu rímu.

Árni Magnússon segir rímurnar ónýtar og hefur líklega fargað þeim (sjá seðil).

Bl. 22 autt, var áður límt yfir 21v.

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír með vatnsmerkjum.
  • Aðalmerki: Lítið dárahöfuð með sjö bjöllum á kraga (bl. 18, 20, 21 ).

Á innskotsblaði er stórt skjaldarmerki Amsterdam með fangamerki MI fyrir neðan.

Blaðfjöldi
22 blöð (213 mm x 164 mm).
Tölusetning blaða

Síðari tíma blaðsíðumerking með blýanti og penna, 1-41, að mestu einungis oddasíður.

Kveraskipan

Þrjú kver:

  • Kver I: 8 blöð, 4 tvinn.
  • Kver II: 8 blöð, 4 tvinn.
  • Kver III: 6 blöð, 3 stök blöð, tvinn og stakt blað.

Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er 176-182 mm x 135-140 mm.
  • Línufjöldi er 30-32.
  • Griporð, pennaflúruð.

Ástand

Bl. 1r skítugt.

Skrifarar og skrift

Ein hönd að mestu, 10 1/2 lína efst á 11v með annarri hendi, fljótaskrift.

Óþekktur skrifari, fljótaskrift.

Skreytingar

Upphafsstafur hverrar rímu skreyttur.

Fyrsti stafur á blaðsíðu oft dreginn stærra.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

  • Leiðréttingar skrifara á ytri spássíu 2v.
  • Lesbrigði með annarri hendi á 8v, 13v.
  • Handritið er merkt No 613c efst á ytri spássíu 1r.

Band

Band frá c1772-1780 (217 mm x 170 mm x 8 mm). Pappaspjöld og kjölur klædd handunnum pappír. Efnisyfirlit framan á kápu. Á spjaldblöðum sést spegilmynd af prentuðu máli.

Fylgigögn

Fastur seðill (198 mm x 155 mm) fremst með hendi Árna Magnússonar með upplýsingum um feril og innihald: Frá monsieur Guðmundi Þorleifssyni: Perseus rímur 6, Bellerofontis rímur 5, vantar þá 6tu. Hér aftan við voru Áns rímur Sigurðar blinda, 8 voru ónýtar. Grímalds rímur síra Jóns Arasonar 3. Nokkrar vísur síra Jóns Arasonar.

Uppruni og ferill

Uppruni

Tímasett til loka 17. aldar (sjá  Jakob Benediktsson 1949:xxiv-xxv ). Kålund tímasetti til 17. aldar ( Katalog (II) 1894:20).

Var áður hluti af stærra handriti sem í voru Grímalds rímur séra Jóns Arasonar og nokkrar vísur sama, nú í AM 611 e 4to.

Ferill

Árni Magnússon fékk frá Guðmundi Þorleifssyni í Brokey, líklega fyrir 1703 (sjá seðil).

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 18. mars 1983.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

  • MJG uppfærði vatnsmerki með gögnum frá BS, 27. febrúar 2024.
  • ÞS tölvuskráði 9. janúar 2003.
  • Kålund gekk frá handritinu til skráningar 5. mars 1888 ( Katalog (II) 1894:20 (nr. 1573).

Viðgerðarsaga

Viðgert í Kaupmannahöfn 1964.

Matthias Larsen Bloch batt á árunum 1772-1780.

Myndir af handritinu

  • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.
  • Filma á handritadeild Landsbókasafns Íslands - Háskólabókasafns.

Notaskrá

Höfundur: Björn Karel Þórólfsson
Titill: Rímur fyrir 1600
Höfundur: Guðmundur Andrésson, Jakob Benediktsson
Titill: Persíus rímur og Bellerofontis rímur, Rit Rímnafélagsins
Umfang: 2
Titill: Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling
Ritstjóri / Útgefandi: Kålund, Kristian
Titill: , Íslenzkar miðaldarímur II: Áns rímur bogsveigis
Ritstjóri / Útgefandi: Ólafur Halldórsson
Umfang: IV
Lýsigögn
×

Lýsigögn