Skráningarfærsla handrits

AM 612 c 4to

Hrólfs rímur Gautrekssonar ; Ísland, 16. mars 1694

Tungumál textans
íslenska

Innihald

(1r-73r)
Hrólfs rímur Gautrekssonar
Titill í handriti

Hier Byriar Rymur af Hrölfe GautRekz ſyne Ottar | Af Þorde Jonſsyne Anno 1653

Skrifaraklausa

Endad ad Fremre Lang Ey d. 16. Martij Anno 1694 | Eyolffur Þorbiỏrnſson | med eigen hende.

Athugasemd

24 rímur.

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír með vatnsmerkjum.
  • Aðalmerki: Stórt dárahöfuð með sjö bjöllum á kraga (bl. 1, 2, 3, 5, 8, 10, 11, 12, 17, 18, 19, 20, 25, 26, 28, 30, 31, 33, 35, 36, 41, 42, 45, 46, 47, 48, 53, 54, 55, 56, 59, 61, 64, 66, 67, 68, 73, 74 ).

Vatnsmerki á seðli er Maid of Dort (girðing?). Keðjulínur eru lóðréttar.

Blaðfjöldi
73 blöð (210 mm x 164 mm). Blað 73v er autt.
Tölusetning blaða

Óregluleg blaðsíðumerking með svörtu bleki á rektósíðum 1-145. Síðar hefur verið bætt í með blýanti á rektósíðum.

Kveraskipan

Níu kver:

  • Kver I: bl. 1-10 (1, 2, 3+10, 4+9, 5+8, 6+7), 2 stök blöð, 4 tvinn. Tvö stöku blöðin bl. 1 og 2 voru hluti af síðasta kveri í AM 615 o 4to.
  • Kver II: bl. 11-18 (11+18, 12+17, 13+16, 14+15), 4 tvinn)
  • Kver III: bl. 19-26 (19+26, 20+25, 21+24, 22+23), 4 tvinn)
  • Kver IV: bl. 27-34 (27+34, 28+33, 29+32, 30+31), 4 tvinn)
  • Kver V: bl. 35-42 (35+42, 36+41, 37+40, 38+39), 4 tvinn)
  • Kver VI: bl. 43-50 (43+50, 44+49, 45+48, 46+47), 4 tvinn)
  • Kver VII: bl. 51-58 (51+58, 52+57, 53+56, 54+55), 4 tvinn)
  • Kver VIII: bl. 59-66 (59+66, 60+65, 61+64, 62+63), 4 tvinn.
  • Kver IX: bl. 67-74 (67+74, 68+73, 69+72, 70+71), 4 tvinn.

Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er 165-180 mm x 135-140 mm.
  • Línufjöldi er 32-35.
  • Griporð, pennaflúruð.

Ástand

  • Blöð eru óskorin.
  • Blettótt.
  • Jaðar er óhreinn og bylgjaður.

Skrifarar og skrift

Með hendi Eyjólfs Þorbjarnarsonar, blendingsskrift.

Skreytingar

Upphafstafir blekdregnir skrautstafir, 3-9 línur. Á bl. 63r er andlit í Þ.

Titill og fyrsta lína texta eru aðgreind með kansellískrift.

Línufylling við lok erinda og við lok hverja rímu eru þrjár línufyllingar.

Skreyting við eða umhverfis griporð.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Spássíugreinar og leiðréttingar skrifara.

Band

Band frá árunum 1772-1780 ( mm x mm x mm). Pappaspjöld og kjölur klædd handunnum pappír. Titill og safnmark skrifað framan á kápu. Tveir límmiðar eru á kili.

Fylgigögn

Fastur seðill (163 mm x 109 mm) með hendi Árna Magnússonar: Þessar rímur eru komnar frá Eyjólfi í Langey til Jóns Magnússonar, en frá honum til mín 1707.

Uppruni og ferill

Uppruni

Með hendi Eyjólfs Þorbjörnssonar í Efri-Langey og endað 16. mars 1694 (sjá við lok textans).

Í AM 477 fol. eru að auki nefndar undir númerinu AM 612 4to Rímur af Illuga kerlingarfífli, ortar af Þormóði Eiríkssyni í Gvendareyjum, sem nú vantar (tvö eintök, annað með fljótaskrift en hitt með settafskriftarhendi Jóns Sigurðssonar).

Ferill

Árni Magnússon fékk frá Jóni Magnússyni 1707, en hann hafði fengið frá skrifara Eyjólfi Þorbjörnssyni í Langey.

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 6. febrúar 1984.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill
  • MJG uppfærði með gögnum frá BS, 28. febrúar 2024.
  • ÞS skráði 4. september 2001.
  • Tekið eftir Katalog II, bls. 18 (nr. 1565). Kålund gekk frá handritinu til skráningar í október 188?.
Viðgerðarsaga

Jens Jacob Webber batt á árunum 1772-1780.

Myndir af handritinu

  • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.
  • Filma á handritadeild Landsbókasafns Íslands-Háskólabókasafns.

Notaskrá

Höfundur: Björn Karel Þórólfsson
Titill: Rímur fyrir 1600
Höfundur: Jón Þorkelsson
Titill: Arkiv för nordisk filologi, Íslenzk kappakvæði I
Umfang: 3
Titill: Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling
Ritstjóri / Útgefandi: Kålund, Kristian
Titill: , Jóns saga Hólabyskups ens helga
Ritstjóri / Útgefandi: Foote, Peter
Umfang: 14
Lýsigögn
×

Lýsigögn