Handrit.is
 

Skráningarfærsla handrits

AM 603 4to

Skoða myndir

Rímnabók; Ísland, 1500-1600

Nafn
Jón Ólafsson ; Grunnavíkur-Jón 
Fæddur
16. ágúst 1705 
Dáinn
17. júlí 1779 
Starf
Fræðimaður; Skrifari Árna Magnússonar 
Hlutverk
Skrifari; Höfundur 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Jón Sigurðsson 
Fæddur
17. júní 1811 
Dáinn
7. desember 1879 
Starf
Fræðimaður; Skjalavörður 
Hlutverk
Fræðimaður; Skrifari; Höfundur; Nafn í handriti ; Eigandi; Gefandi; Bréfritari; Viðtakandi 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Kålund, Kristian Peter Erasmus 
Fæddur
19. ágúst 1844 
Dáinn
4. júlí 1919 
Starf
Bókavörður 
Hlutverk
Fræðimaður 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Drífa Kristín Þrastardóttir 
Fædd
2. júní 1976 
Starf
 
Hlutverk
Skrásetjari 
Ítarlegri upplýsingar
Tungumál textans
Íslenska

Innihald

1(1-9)
Klerkarímur
Aths.

Fimm rímur.

Efnisorð
2(9-25)
Áns rímur
Aths.

Átta rímur.

Efnisorð
3(25-26)
Reinaldsrímur (gömlu)
Aths.

Vantar aftan af, enda í 3. vísu 2. rímu.

Efnisorð
4(27-29)
Sigurðar rímur þögla
Aths.

Tvö brot, annað frá 10. vísu 9. rímu til 34. vísu 10. rímu, hitt frá 19. vísu 14. rímu til enda þeirrar rímu.

Efnisorð
5(29-32)
Geiplur
Aths.

Vantar aftan af, enda í 22. vísu 3. rímu.

Efnisorð
6(33-34)
Hjálmþérsrímur
Aths.

Brot, byrjar í 48. vísu fyrstu rímu frá endinum talið, endar með 33. vísu 2. rímu.

Efnisorð
7(35-37)
Skáldhelgarímur
Aths.

Brot, byrjar í 2. vísu 3. rímu.

Vera má að fjögurra línu vísa á neðri spássíu bls. 37 tilheyri einnig þessum rímum: „Engin hef ég orðin snjöll“.

Efnisorð
8(37-58)
Sálus rímur og Nikanórs
Aths.

Ellefu rímur.

Eyða aftan við bls. 38, frá 44. vísu fyrstu rímu til 11. vísu 2. rímu.

Efnisorð
9(59)
Ölvis rímur sterka
Aths.

Brot af 6. og síðustu rímu, frá 23. vísu til enda.

Efnisorð
10(59-60)
Blávus rímur og Viktors
Aths.

Frá upphafi fram í 30. vísu fyrstu rímu.

Efnisorð
11(61-71)
Rímur af Sturlaugi starfsama
Aths.

Sjö rímur.

Eyða aftan við bls. 68, frá 47. vísu 4. rímu til næstsíðustu vísu 6. rímu.

Efnisorð
12(71-72)
Filipórímur
Aths.

Frá upphafi til og með 33. vísu fyrstu rímu, auk tveggja lína til viðbótar.

Efnisorð
13(73)
Mábilarrímur
Aths.

Einungis lokin, sex síðustu vísurnar.

Efnisorð
14(73-80)
Ólafs rímur Tryggvasonar
Aths.

Eyða aftan við bls. 78, frá 16. vísu 5. rímu til 32. vísu 7. rímu frá endinum talið.

Endar í 14. vísu 8. rímu.

Efnisorð
15(81)
Heimsósómi
Upphaf

dreckz at balí

Aths.

Byrjar í 7. vísu frá endinum talið.

16(81-82)
Skaufhalabálkur
Aths.

Vantar aftan af, endar í 37. vísu.

Efnisorð
17(83)
Deilur karls og kerlingar
Upphaf

rofit þittreikar fion

Niðurlag

„uíkr at heílla fargí“

Aths.

Vantar framan af.

Vantar aftan af, endar á miðri síðu.

Efnisorð
18(84-110)
Andrarímur
Aths.

Ellefu rímur.

Eyða aftan við bls. 88, frá 45. vísu 2. rímu til 19. vísu 3. rímu frá endinum talið.

Eyða aftan við bls. 96, frá 14. vísu 6. rímu til 8. vísu frá endinum talið.

Efnisorð
19(110-112)
Dínusrímur
Aths.

Eyða frá 12. vísu fyrstu rímu til 21. vísu síðustu rímunnar (4. eða 5. rímu) frá endinum talið.

Efnisorð
20(112)
Þorsteins rímur á Stokkseyri
Aths.

Upphafið, fyrstu 26 vísurnar.

Viðbót með yngri hendi.

Efnisorð
Enginn titill
Aths.

Samkvæmt skrá Jóns Ólafssonar úr Grunnavík, í AM 477 fol., voru í hans tíð margar fleiri rímur í handritinu, sem nú eru glataðar, og mun færri eyður en nú. Af rímum sem nú eru glataðar nefnir hann Geðraunir eða — Hringsrímur og Tryggva aftan við nr. 6, — Rímur af Geirarð og — Skikkjurímur aftan við nr. 12, — Landrésrímur og — Virgilesrímur eða — Glettudiktar aftan við nr. 14 og — Rímur af Hrómundi Greipssyni (óheilar) aftan við nr. 20. Titlar í skrá Jóns gefa frekari upplýsingar um nokkrar rímur sem virðast hafa verið heillegri í hans tíð: „Mabels Rïmur 9“, „Kvædes Uphaf um Deilu Karls og Kerlingar“, „Skaufhala Bälkar Tveir“ (taldir upp á eftir Deilu Karls og Kerlingar), „Rimur Tvær af Þorsteine nockrum a Stockseyre“. Aðrar upplýsingar eru ekki um eyður eða það sem vantar í handritið.

Lýsing á handriti

Blaðefni
Skinn
Blaðfjöldi
56 blöð ().
Tölusetning blaða

Blaðsíðumerkt.

Ástand

  • Handritið er óheilt og vantar mjög víða í það (sjá að ofan).
  • Síðutitlar sums staðar skertir vegna afskurðar.
  • Bls. 89 þakin ryðblettum.

Umbrot

Eyður fyrir upphafsstafi og fyrirsagnir.

Skrifarar og skrift
Spássíugreinar og aðrar viðbætur

  • Viðbót á bls. 12 með nokkuð yngri hendi.
  • Spássíukrot á bls. 1, 31, 37, 43 (leyniletur), 53, 58, 73, 95 og 112.
  • Vísa á neðri spássíu bls. 37 (sjá að ofan).
  • Spássíugrein á bls. 73: „Olafs rim[ur] Trygua son[ar] s[e]m e[c] true ad flest[ar] lister | hafe haftt til ad bera med gudz krapte þad madurenn atte ad sier hafa“.
  • Hver ríma númeruð af Jóni Sigurðssyni með rómverskri tölu.
  • Fyrirsagnir með hendi Jóns Sigurðssonar við suma af bálkunum.
  • Síðutitlum bætt við með yngri hendi.

Fylgigögn

Engir seðlar með hendi Árna Magnússonar.

Uppruni og ferill

Uppruni

Tímasett til 16. aldar í Katalog II, bls. 3.

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 3. mars 1978.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

Tekið eftir Katalog II, bls. 3-5 (nr. 1526). Kålund gekk frá handritinu til skráningar í október 188?. DKÞ skráði handritið 27. ágúst 2003.

Myndir af handritinu

Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

HöfundurTitillRitstjóri / ÚtgefandiUmfang
Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamlinged. Kristian Kålund
Úlfhams saga, ed. Aðalheiður Guðmundsdóttir2001; 53
Bjarni EinarssonMunnmælasögur 17. aldar, Íslenzk rit síðari alda1955; 6
Björn Karel ÞórólfssonRímur fyrir 1600
Matthew James DriscollWords, words, words, Skáldskaparmál1997; 4: s. 227-237
Einar G. PéturssonEddurit Jóns Guðmundssonar lærða Samantektir um skilning á Eddu og Að fornu í Þeirri gömlu norrænu kölluðust rúnir bæði ristingar og skrifelsi : Þættir úr fræðasögu 17. aldar, 1998; 46: s. 2
Rímnasafn. Samling af de ældste islandske rimered. Finnur Jónsson
Guðrún Ása GrímsdóttirJóðmæli, Són. Tímarit um óðfræði2005; 3: s. 31-57
S. F. D. Huges[Ritdómur] Ólafur Halldórsson, ed. Áns rímur bogsveigis, Mediaeval Scandinavia1975; 8: s. 205-213
Peter A. Jorgensen„The neglected genre of rímur-derived prose and post-reformation Jónatas saga“, Gripla1990; 7: s. 187-201
Jón Helgason„Noter til þrymlur“, s. 241-249
Jón Samsonarson„Kvæði Svarts Vestfirðings og Um brullaupsreið Hornfirðinga. Blað í Rostgårdssafni“, Sjötíu ritgerðir helgaðar Jakobi Benediktssyni, 1977; 12: s. 429-448
Jón Þorkelsson„Íslenzk kappakvæði I“, Arkiv för nordisk filologi1886; 3: s. 366-384
Jón Þorkelsson„Íslensk kappakvæði II.“, Arkiv för nordisk filologi1888; 4: s. 251-283
Jón þorkelsson„Svartur á Hofstöðum“, Arkiv för nordisk filologi1899; 15: s. 240-246
Gamlar vísur, ed. Jón Þorkelsson1918-1920; 1: s. 249-250
Ólafur Halldórsson„Rímur“, Kulturhistorisk leksikon for nordisk middelalder1969; XIV: s. 319-324
Áns rímur bogsveigis, Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi : Rited. Ólafur Halldórsson1973; s. 197 p.
Ólafur Halldórsson„Rímur af Finnboga ramma“, Gripla1975; 1: s. 182-187
Ólafur HalldórssonGrænland í miðaldaritum
Didrik Arup Seip„Palæografi. B. Norge og Island“, Nordisk kultur1954; 28:B
Stefán Karlsson„Bókagerð Ara lögmanns Jónssonar“, Gripla2008; 19: s. 7-29
Sverrir Tómasson„"Strákligr líz mér Skíði" : Skíðaríma, íslenskur föstuleikur?“, Skírnir2000; 174: s. 305-320
Sverrir Tómasson„"Strákligr líz mér Skíði" : Skíðaríma as Icelandic carnival play?“, Gudar på jorden : festskrift till Lars Lönnroth2000; s. 195-212
Sverrir Tómasson„"Strákligr líz mér Skíði" : Skíðaríma, íslenskur föstuleikur?“, Tækileg vitni : greinar um bókmenntir gefnar út í tilefni sjötugsafmælis hans 5. apríl 20112011; s. 381-396
Teresa Dröfn NjarðvíkÖlvis rímur sterka, Són2017; 15: s. 109-142
Valgerður Kr. BrynjólfsdóttirMeyjar og völd : rímurnar af Mábil sterku
Riddararímur, ed. Theodor Wisén1881; 4
Rómverja sagaed. Þorbjörg Helgadóttir
« »