Handrit.is
 

Skráningarfærsla handrits

AM 602 a 4to

Handrit hefur ekki verið myndað stafrænt

Mærþallar saga — Kvæði af Salaría; 1690-1710

Nafn
Kålund, Kristian Peter Erasmus 
Fæddur
19. ágúst 1844 
Dáinn
4. júlí 1919 
Starf
Bókavörður 
Hlutverk
Fræðimaður 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Þórunn Sigurðardóttir 
Fædd
14. janúar 1954 
Starf
 
Hlutverk
Skrásetjari 
Ítarlegri upplýsingar
Tungumál textans
Íslenska

Innihald

1(1r-6r)
Mærþallar saga
Titill í handriti

„Mærþallar Saga“

Upphaf

Einn hertugi var sá sem átti eina unga frú …

Niðurlag

„… og endar hér Mærþallar sögu.“

Vensl

Sagan er skrifuð upp eftir þessu handriti í Lbs 533 4to.

Notaskrá

Sagan er prentuð eftir þessu handriti í Íslenzkum þjóðsögum II, s. 424-427.

Jón Þorkelsson Om Digtningen på Island, s. 209.

Efnisorð
2(6v-7v)
Kvæði af Salaría
Titill í handriti

„Kvæði af Salaría“

Upphaf

Heim í kóngs eins herra borg / haldin var með prýði …

Viðlag

Salaría var sæmdar frú, / sú var ein eg segi, / hreina trú við herrann brá hún eigi.

Niðurlag

„… við herrann brá hún eigi.“

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír.
Blaðfjöldi
8 blöð (157 mm x 105 mm). Bl. 8 autt.
Tölusetning blaða

Blaðmerkt 1-7 með rauðu bleki, líklega af Kålund.

Kveraskipan

Eitt kver (bl. 1–8, 4 tvinn).

Ástand

Víða strikað undir orð og setningar með blýanti.

Blekklessur víða.

Umbrot

Eindálka.

Leturflötur er 130-135 mm x 90 mm.

Línufjöldi er 23-25.

Skrifarar og skrift

Óþekktur skrifari, fljótaskrift.

Band

Band frá árunum 1772-1780 (160 mm x 110 mm x 4 mm). Pappaspjöld og kjölur klædd handunnum pappír. Efnisyfirlit og safnmark framan á kápu. Blár safnmarksmiði á kili. Á spjaldblöðum sést spegilmynd af prentuðu máli.

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið er tímasett til um 1700 í Katalog I, bls. 770.

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 20. desember 1983.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

Tekið eftir Katalog I, bls. 770 (nr. 1522). Kålund gekk frá handritinu til skráningar 14. febrúar 1888. ÞS skráði 28. ágúst 2001; endurskráði samkvæmt reglum TEIP5 25.-26. september 2017.

Myndir af handritinu

Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

HöfundurTitillRitstjóri / ÚtgefandiUmfang
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýried. Jón Árnason
Jón ÞorkelssonOm digtningen på Island i det 15. og 16. Århundrede
Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamlinged. Kristian Kålund
Bjarni EinarssonMunnmælasögur 17. aldar, Íslenzk rit síðari alda1955; 6
« »