Skráningarfærsla handrits

AM 601 a 4to

Rímur ; Ísland, 1690-1710

Tungumál textans
íslenska

Innihald

1 (1r-4r)
Rímur af Ormari Framarssyni
Titill í handriti

Efnid ur Ormars Rimum

Upphaf

Fyrir Gautlandi réð sá kóngur er Hringur hét …

Niðurlag

effter hanns dag feck sverdid Framar sonur hanns.

Athugasemd

Einungis endursögn.

Efnisorð
2 (4v-6r)
Gríms rímur og Hjálmars
Titill í handriti

Efned ur Rïmum Grïms og Hjälmars

Upphaf

Fyrir Svíþjóð hefur sá kóngur ráðið er Karl hét

Niðurlag

Grïmur tök vid rïkenu og stïrde þvi til daudadags

Athugasemd

Einungis endursögn.

Efnisorð
3 (6v-11v)
Úlfhams rímur
Titill í handriti

Efned ur Vlfhams Rïmum

Upphaf

Fyrir Gautlandi réði kóngur sá er Hálfdan hét

Niðurlag

og stïrdu þeir so Jarlsrïkinu effter fǫdur sinn.

Notaskrá

Úlfhams saga 2001.

Athugasemd

Einungis endursögn.

Efnisorð
4 (12r-17r)
Rímur af Sigurði Fornasyni
Titill í handriti

Inntak Rimna af Sigurdi Fornasyni

Upphaf

Hákon Hlaðajarl réð fyrir Noregi

Niðurlag

og settest (eg eda Silfrun) sidan þar ad arfi.

Athugasemd

Einungis endursögn.

Bl. 18-19 auð.

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðfjöldi
19 blöð (208 mm x 165 mm).
Tölusetning blaða

Síðari tíma blaðmerking 1-17 með rauðu bleki.

Kveraskipan

Fimm kver:

  • Kver I: 4 blöð, 2 tvinn.
  • Kver II: 4 blöð, 2 tvinn.
  • Kver III: 3 blöð, 1 stakt og tvinn.
  • Kver IV: 4 blöð, 2 tvinn.
  • Kver V: 4 blöð, 2 tvinn.

Umbrot

  • Leturflötur er 145-165 mm x 120-127 mm.
  • Línufjöldi er 18-20.

Ástand

Skriftin sést í gegn víða.

Skrifarar og skrift

Þrjár hendur.

I. 1r-4r: Óþekktur skrifari.

II. 4v-11v: Óþekktur skrifari.

III. 12r-17r: Óþekktur skrifari.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

  • Á spássíu bl. 1-4 eru leiðréttingar og athugasemdir með hendi Árna Magnússonar.
  • Leiðréttingar (skrifara?) á spássíu 4v og 5v. Ennfremur leiðréttingar ofan línu á stöku stað, t.d. á 8r.
  • Kaflatölum (rómverskum) hefur verið bætt við á spássíu, e.t.v. með hendi Árna.

Band

Band frá c1772-1780 (210 mm x 168 mm x 7 mm). Pappaspjöld og kjölur klædd handunnum pappír. Efnisyfirlit framan á kápu. Undir spjaldblöðum má greina prentað mál.

Uppruni og ferill

Uppruni

Tímasett til c1700 (sjá  Katalog (I) 1889:769 ).

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 12. desember 1975.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

Viðgerðarsaga

Matthias Larsen Bloch batt á árunum 1772-1780.

Myndir af handritinu

  • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.
  • Svart-hvítar ljósmyndir á Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi, keyptar af Arne Mann Nielsen í maí 1974.

Notaskrá

Titill: , Úlfhams saga
Ritstjóri / Útgefandi: Aðalheiður Guðmundsdóttir
Umfang: 53
Höfundur: Aðalheiður Guðmundsdóttir, Glauser, Jürg, Svanhildur Óskarsdóttir
Titill: Gripla, Málstofa Andmælaræður við doktorsvörn Aðalheiðar Guðmundsdóttur 21.6.2002
Umfang: 13
Höfundur: Jón Þorkelsson
Titill: Arkiv för nordisk filologi, Íslenzk kappakvæði I
Umfang: 3
Titill: Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling
Ritstjóri / Útgefandi: Kålund, Kristian
Höfundur: Kapitan, Katarzyna Anna, Stegmann, Beeke
Titill: Writing, correcting and annotating AM 604 b 4to. Material and multispectral analysis, Opuscula XVII
Umfang: s. 129-149
Lýsigögn
×

Lýsigögn