Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM 593 b 4to

Sögubók ; Ísland, 1450-1499

Tungumál textans
íslenska

Innihald

1 (1v-26v)
Viktors saga og Blávus
Upphaf

Marga merkiliga hluti heyrðum vær sagða …

Niðurlag

… hins volduga Viktors og hins ágæta Blávus.

Efnisorð
2 (27r-31v)
Sneglu-Halla þáttur
Upphaf

Það er upphaf sögu þessi …

Notaskrá

ÍFIX.

Athugasemd

Vantar aftan af. Texti illllæsilegur á aftasta blaðinu.

Lýsing á handriti

Blaðefni
Skinn.
Blaðfjöldi
31 blað (144-147 mm x 111-117 mm). Bl. 1r upprunalega autt.
Tölusetning blaða

Handritið hefur verið blaðmerkt síðar með rauðu bleki 1-31, en merkingin er orðin nokkuð máð.

Kveraskipan

Átta kver.

  • Kver I: bl. 1-8, 4 tvinn.
  • Kver II: bl. 9-16, 4 tvinn.
  • Kver III: bl. 17-24, 4 tvinn.
  • Kver IV: bl. 25-31, stakt blað og 3 tvinn.

Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er ca 108-112 mm x 80-82 mm.
  • Línufjöldi er 22-24.

Ástand

  • Bókfellið er víða ójafnt og dökkt og sums staðar skemmt. Fúablettir á bl. 11r-15v skemma texta lítillega.
  • Stórt gat vegna fúa á bl. 12 og samskonar minni göt á næstu blöðum á eftir, sem og á bl. 6 og 11.
  • Rifa á bl. 22.
  • Bl. 31 mjög dökkt og slitið og rifið neðan af því.

Skrifarar og skrift

Óþekktur skrifari, textaskrift.

Skreytingar

Leifar af upphafsstöfum og fyrirsögnum sjást ekki.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Athugagrein frá 17. öld á bl. 1r, um það að bókin hafi verið notuð til lestraræfinga.

Band

Band frá febrúar 1967 (155 null x 142 null x 13 null). Pappaspjöld klædd fínofnum líndúk. Leður á kili og hornum. Saumað á móttök. Saurblöð tilheyra bandi. Handritið liggur í öskju.

Fylgigögn

  • Laus seðill frá Kaupmannahöfn með upplýsingum um forvörslu
  • Laus seðill frá Kaupmannahöfn með kveraskiptingu.

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið var líklega skrifað á Vestfjörðum (sbr. Jónas Kristjánsson 1964:xlvii). Það er tímasett til síðari hluta 15. aldar (sbr. ONPRegistre , bls. 456), en til 15. aldar í  Katalog I , bls. 762.

Handritið var áður hluti af stærri bók sem innihélt einnig AM 593 a 4to (sbr. AM 435 a 4to, bl. 104v (bls. 36 í prentaðri útgáfu)) og hefur þessi hluti staðið framar.

Ferill

Bókina sem handritið tilheyrði fékk Árni Magnússon frá Jóni Þorkelssyni Vídalín Skálholtsbiskupi árið 1702 (sbr. AM 435 a 4to, bl. 104v). Sjá enn fremur um feril AM 593 a 4to.

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 9. apríl 1992.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

  • ÞS skráði samkvæmt reglum TEI P511.-12. ágúst 2009 og síðar.
  • DKÞ færði inn grunnupplýsingar 26. ágúst 2003.
  • Kålund gekk frá handritinu til skráningar 1. febrúar 1888(sjá Katalog I 1889:762 (nr. 1504) .

Viðgerðarsaga

Viðgert og bundið í Kaupmannahöfn í febrúar 1967.

Myndir af handritinu

  • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.
  • Svart-hvítar ljósmyndir á Landsbókasafni Íslands-Háskólabókasafni.

Notaskrá

Titill: , Mírmanns saga
Ritstjóri / Útgefandi: Slay, Desmond
Umfang: 17
Höfundur: Guðvarður Már Gunnlaugsson
Titill: Sýnisbók íslenskrar skriftar
Titill: , Eyfirðinga sǫgur
Ritstjóri / Útgefandi: Jónas Kristjánsson
Umfang: IX
Titill: , Eyfirðinga sögur
Ritstjóri / Útgefandi: Jónas Kristjánsson
Umfang: 9
Titill: Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling
Ritstjóri / Útgefandi: Kålund, Kristian
Titill: Poetry from the Kings' sagas 2
Ritstjóri / Útgefandi: Gade, Kari Ellen
Titill: Ordbog over det norrøne prosasprog: Registre
Ritstjóri / Útgefandi: Den arnamagnæanske kommision
Höfundur: Springborg, Peter
Titill: Von einem Bauernsohn am Königshofe,
Umfang: s. 67-79
Titill: Viktors saga ok Blávus, Riddarasögur
Ritstjóri / Útgefandi: Jónas Kristjánsson
Umfang: II
Titill: Viktors saga ok Blávus, Riddarasögur
Ritstjóri / Útgefandi: Jónas Kristjánsson
Umfang: II
Lýsigögn
×

Lýsigögn