Skráningarfærsla handrits

AM 585 a 4to

Ectors saga ; Ísland, 1675-1700

Tungumál textans
íslenska

Innihald

(1r-27v)
Ectors saga
Titill í handriti

Hier Byriar Hectors søgu og Hanns Kappa ...

Athugasemd

Á bls. 30-31 er 1 1/2 síða auð, sem táknar eyðu í sögunni.

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír með vatnsmerkjum.
  • Aðalmerki 1: Skjaldarmerki Amsterdam með stórri kórónu efst (með krossi og blómaskreytingu) (bl. 3, 9, 11, 17, 18, 22, 26 ). Neðri hluti blaðsins: tvö ljón og fangamark MLD (bl. 2, 8, 10, 16, 19, 23, 24 ).
Blaðfjöldi
27 blöð (200 mm x 160 mm).
Tölusetning blaða

Blaðmerking með blýanti 1-27, síðari tíma viðbót.

Kveraskipan

Þrjú kver:

  • Kver I: bl. 1-9 (1, 2+9, 3+8, 4+7, 5+6), 1 stakt blað, 4 tvinn.
  • Kver II: bl. 10-17 (10+17, 11+16, 12+15, 13+14), 4 tvinn.
  • Kver III: bl. 18-27 (18+27, 19+26, 20+25, 21+24, 22+23), 5 tvinn.

Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er 180 mm x 140 mm.
  • Línufjöldi er 32-34.
  • Kaflatal á spássíum.
  • Sagan endar í totu.
  • Griporð, pennaflúruð.

Ástand

  • Blöð eru óhrein og blettótt.
  • Blek farið að fölna.
  • Spássíur og kaflanúmer er skert vegna afskurðar.

Skrifarar og skrift

Með hendi Jóns Þórðarsonar, fljótaskrift, en kansellískrift í fyrirsögnum og einstaka orðum. Sama hönd og í AM 345 4to.

Skreytingar

Blekdregnir skrautstafir (2-5 línur).

Fyrirsagnir og fyrsta lína skrifuð í kansellískrift.

Skreyting við eða umhverfis griporð.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

  • Á neðri spássíu á bl. 24r er orðið Raster skrifað með svörtu bleki.
  • Spássíugreinar með hendi skrifara.

Band

Band frá árunum 1772-1780 ( mm x mm x mm). Pappaspjöld og kjölur klædd handunnum pappír. Titlar og safnmark skrifað framan á kápu, leifar af límmiða á kili.

Fylgigögn

Fastur seðill (193 mm x 146 mm) með hendi Árna Magnússonar: Hectors saga pag. 1. Úlfars saga sterka 55. Gibbeons saga 87. Nikulás saga leikara 124. Sigurðar saga fóts 145. Sigurðar saga turnara 150. Valdemars saga 160. Konráðs saga 175. Þjalar-Jóns saga 204. Úr bók er ég fékk af Markúsi Bergssyni og tók í sundur.

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið er skrifað á Íslandi og er tímasett til loka 17. aldar í Katalog I, bls. 746.

Var áður hluti af stærra handriti.

Ferill

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar tók við handritinu 30. nóvember 1982.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill
  • MJG uppfærði með gögnum frá BS, 26. febrúar 2024.
  • ÞS skráði 16. ágúst 2001.
  • Tekið eftir Katalog I, bls. 746 (nr. 1455). Kålund gekk frá handritinu til skráningar í október 188?.
Viðgerðarsaga

Jens Jacob Webber batt á árunum 1772-1780.

Myndir af handritinu

  • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.
  • Svart-hvítar ljósmyndir á Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi, sem keypti þær af Arne Mann Nielsen í nóvember 1979.

Notaskrá

Höfundur: Loth, Agnete
Titill: , Småstykker 6-8
Umfang: s. 363-366
Titill: Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling
Ritstjóri / Útgefandi: Kålund, Kristian
Lýsigögn
×
Efni skjals
×
  1. Ectors saga

Lýsigögn