Skráningarfærsla handrits

AM 578 c 4to

Lykla-Péturs saga og Magelónu fögru ; Ísland, 1650-1700

Tungumál textans
íslenska

Innihald

(1r-9v)
Lykla-Péturs saga og Magelónu fögru
Athugasemd

Vantar aftan af uppskriftinni sem endar á miðri síðu 9v.

Bl. 10 upprunalega auður seðill.

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír
Blaðfjöldi
10 blöð ().
Umbrot

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Á bl. 10 er ferskeytt vísa með sérstakri hendi. Vigfús Jónsson, Flatey á Breiðafirði, 1701, stendur undir henni.

Band

Band frá desember 1988.

Fylgigögn

Fastur seðill (163 mm x 109 mm) með hendi Árna Magnússonar: Af Pétri (eins greifasyni af Provincia) og einni konungsdóttur af Neapel sem hét Mgl [Magelóna]: hin fagra: útlögð úr fransisku máli á þýsku. Byrjast: Þá datum skrifaðist 1453. Er á íslensku hjá Lofti Jónssyni í Flatey, hjá nokkrum öðrum ævintýrum á bók í 4to.

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið er tímasett til síðari hluta 17. aldar í  Katalog I , bls. 740.

Ferill

Árni Magnússon hefur fengið frá Lofti Jónssyni í Flatey (sjá seðil).

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 17. desember 1991.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

Tekið eftir Katalog I , bls. 740 (nr. 1438). Kålund gekk frá handritinu til skráningar í október 188?. ÞS skráði 14. ágúst 2001.

Viðgerðarsaga

Viðgert og bundið í Kaupmannahöfn í desember 1988. Eldra band fylgir.

Myndir af handritinu

  • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.
  • Svart-hvítar ljósmyndir á Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi, sem keypti þær af Arne Mann Nielsen í október 1979.

Notaskrá

Lýsigögn
×

Lýsigögn