Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM 569 d 4to

Gríms saga Vestfirðings ; Ísland

Tungumál textans
íslenska

Innihald

1 (1r-10r)
Gríms saga Vestfirðings
Titill í handriti

Sagan af Vestfjarða-Grími

Upphaf

Sigurður hét maður er bjó á Skriðu …

Niðurlag

… bjuggu ættmenn Gríms þar eftir hans dag

Skrifaraklausa

og lýkur svo þessari frásögn.

Athugasemd
Efnisorð
1.1 (10r-13v)
Um söguna og sögumenn
Upphaf

Þessi fyrirfarandi frásögn er anno 1708 öndverðliga í februario uppskrifuð eftir Atla Sigurðssyni …

Niðurlag

… en mér virðist það muni næsta óvíst vera.

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír. Vatnsmerki á bl. 14.
Blaðfjöldi
i + 14 + i blöð (195 mm x 160 mm). Bl. 14 autt.
Tölusetning blaða

Handritið hefur verið blaðmerkt með rauðu bleki.

Kveraskipan

Þrjú kver

  • Kver I: Bl. 1-4, 2 tvinn.
  • Kver II: Bl. 5-10, 3 tvinn.
  • Kver III: Bl. 11-14, 2 tvinn.

Umbrot

Eindálka.

Leturflötur ca 160 mm x 110-115 mm.

Línufjöldi 14-16.

Ástand

Krotað yfir 6 línur á bl. 9r og nokkur orð á bl. 10r og 10v.

Gert hefur verið við aftasta blaðið við kjöl (14v).

Skrifarar og skrift

Óþekktur skrifari, fljótaskrift.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

  • Titillinn er skrifaður með sérstakri hendi.
  • Viðbætur á spássíu bl. 6r.
  • Athugasemdir um söguna frá Árna Magnússyni í fjórum liðum með hendi skrifara hans á bl. 12-13. Vísað er í þá staði í sögunni sem athugasemdir eiga við á spássíu (bl. 1v, 3v, 7r og 7v).

Band

Band frá 19. öld (207 mm x 171 mm x 7 mm). Bókaspjöld klædd dökkbrúnum marmarapappír, fínofinn líndúkur á kili og hornum. Límmiðar á kili. Saurblöð tilheyra bandi.

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið var skrifað á Íslandi í febrúar 1708 eftir frásögn Atla Sigurðssonar fæddum á Meðallandi og uppfæddum á vergangi þar og á Síðu undir Fjalli.

Á bl. 12r stendur: Rannveig Oddsdóttir frá Holti undir Eyjafjöllum sagði mér (Árna Magnússyni) fyrst um þessa sögu.

Ferill

Skrifað fyrir Árna Magnússon.

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 3. júní 1976.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

ÞS grunnskráði 2. nóvember 2001 og fullskráði 31. mars 2017.

Kålund gekk frá handritinu til skráningar 29. október 1887 ( Katalog I , bls. 732 (nr. 1420).

Myndir af handritinu

Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

Titill: Hrafns saga Sveinbjarnarsonar. B-redaktionen,
Ritstjóri / Útgefandi: Hasle, Annette
Umfang: 25
Titill: Munnmælasögur 17. aldar, Íslenzk rit síðari alda
Ritstjóri / Útgefandi: Bjarni Einarsson
Titill: Íslenzkar þjóðsögur og ævintýri: Safnað hefur Jón Árnason
Ritstjóri / Útgefandi: Árni Böðvarsson, Bjarni Vilhjálmsson
Titill: Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri
Ritstjóri / Útgefandi: Jón Árnason
Titill: Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling
Ritstjóri / Útgefandi: Kålund, Kristian
Lýsigögn
×

Lýsigögn