Handrit.is
 

Skráningarfærsla handrits

AM 564 b 4to

Skoða myndir

Þórðar saga hreðu; Ísland, 1650-1675

Nafn
Ólafur Gíslason 
Fæddur
1646 
Dáinn
1714 
Starf
Prestur 
Hlutverk
Skrifari; Eigandi 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Árni Magnússon 
Fæddur
13. nóvember 1663 
Dáinn
7. janúar 1730 
Starf
Prófessor 
Hlutverk
Fræðimaður; Höfundur; Skrifari; Ljóðskáld 
Ítarlegri upplýsingar
LATIN SMALL LETTER O WITH CURLLATIN SMALL LETTER O WITH CURL

[Special character shown similar to its original form.]

Nafn
Jón Torfason 
Fæddur
1640 
Dáinn
12. mars 1719 
Starf
Prestur 
Hlutverk
Eigandi 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Þórunn Sigurðardóttir 
Fædd
14. janúar 1954 
Starf
 
Hlutverk
Skrásetjari 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Drífa Kristín Þrastardóttir 
Fædd
2. júní 1976 
Starf
 
Hlutverk
Skrásetjari 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Kålund, Kristian Peter Erasmus 
Fæddur
19. ágúst 1844 
Dáinn
4. júlí 1919 
Starf
Bókavörður 
Hlutverk
Fræðimaður 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Giovanni Verri 
Fæddur
20. desember 1979 
Starf
Stúdent 
Hlutverk
student 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Már Jónsson 
Fæddur
19. janúar 1959 
Starf
 
Hlutverk
Fræðimaður 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Dall, Birgitte 
Fædd
1912 
Dáin
1989 
Starf
Forvörður 
Hlutverk
Bókbindari 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Larsen Bloch, Matthias 
Starf
Conservator 
Hlutverk
Bókbindari 
Ítarlegri upplýsingar
Tungumál textans
Íslenska

Innihald

(1r-18r)
Þórðar saga hreðu
Titill í handriti

„Sagan af Þórði hreðu“

Upphaf

Í Bergi hét Hrólfur Upplendingakóngur …

Niðurlag

„… Þórður hreða varð sóttdauður.“

Baktitill

„Höfum vér ekki fleira heyrt með sannleik af honum sagt. Og lýkur hér nú sögu Þórðar hreðu.“

Aths.

Brot úr annarri sögu á bl. 18v.

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír.
Blaðfjöldi
i + 18 + ii blöð (207 mm x 163 mm).
Tölusetning blaða

 • Handritið hefur nýlega verið blaðmerkt með blýanti, 1-18.
 • Upprunaleg blaðmerking er á stöku stað, hiii-mij.

Kveraskipan

Þrjú kver.

 • Kver I: bl. 1-2, tvinn.
 • Kver II: bl. 3-10, 4 tvinn.
 • Kver III: bl. 11-18, 4 tvinn.

Ástand

 • Neðri hluti bl. 18 (neðan við lok sögunnar) hefur verið skorinn burt.
 • Áður var blað límt yfir bl. 18v, en það hefur nú verið losað frá. Síðan er skítug eftir límið en texti er þó auðlesinn.
 • Víða hefur blekið í skreytingum upphafsstafa smitast í gegn

Umbrot

 • Tvídálka (nema bl. 1r).
 • Leturflötur er ca 150-152 mm x 120-122 mm. Sums staðar eru dálkar misbreiðir.
 • Línufjöldi er 29-31.
 • Griporð.
 • Sögulok enda í totu.
 • Skreyttir upphafsstafir á bl. 9r, 9v og 17r ná niður fyrir leturflöt, niður á neðri spássíu.

Skrifarar og skrift

Ef til vill skrifað af séra Ólafi Gíslasyni á Hofi í Vopnafirði, fljótaskrift (Loth 1960:125-126).

Skreytingar

Mjög skrautlegir upphafsstafir kafla eru á flestum síðum handritsins. Stafirnir eru með laufteinungum, blómamynstri og flestir á dökkum skreyttum fleti. Á bl. 9v er dýramynd inni í stafnum, mannsandlit á bl. 11r, fólk og dýr á bl. 14v.

Titill sögunnar er flúraður (bl. 1r).

Band

 • Band frá 1975 (216 mm x 185 mm x 15 mm). Pappaspjöld klædd fínofnum líndúk. Grófari dúkur á kili og hornum. Saumað á móttök. Fremsta og aftasta saurbl. tilheyra bandi en fremra saurblað aftast var áður límt á bl. 18v. Handritið liggur í öskju.

 • Gamalt pappaband frá 1772-1780 fylgir. Spjöld klædd handunnum pappír. Safnmark og titill skrifað framan á kápu. Blár safnmarksmiði á kili.

Fylgigögn

 • Fastur seðill (199 mm x 160 mm) fremst með hendi Árna Magnússonar og skrifara hans, með upplýsingum um efni handritsins og aðföng („Þordar saga hredu. mutatis initium Capitulumþ [yfirstrikad: nockrar linur framan af Bardar sogu 00 00000lz 0000] ur bokinni sem eg feck af Sr Olafi Gislasyne ä Hofi i Vopnafirde.“). Versóhlið er auð.
 • Laus seðill frá Kaupmannahöfn með upplýsingum um forvörslu.

Uppruni og ferill

Uppruni

Ferill

Bókina sem handritið tilheyrði fékk Árni Magnússon frá séra Ólafi Gíslasyni á Hofi í Vopnafirði (sbr. seðil).

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 23. mars 1976.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

 • ÞS skráði samkvæmt TEI P5 20. júlí 2009 og síðar.
 • DKÞ færði inn grunnupplýsingar 13. janúar 2004.
 • Kålund gekk frá handritinu til skráningar 11. október 1887 (sjá Katalog I 1889:718-719 (nr. 1407).).

  GV sló inn texta af seðlum Árna Magnússonar undir umsjón ÞS og með hliðsjón af gögnum frá MJ.

Viðgerðarsaga

Lagfært og bundið af Birgitte Dall í nóvember 1975.

Matthias Larsen Bloch batt á árunum 1772-1780.

Myndir af handritinu

 • Stafrænar myndir á www.sagnanet.is.
 • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

HöfundurTitillRitstjóri / ÚtgefandiUmfang
Íslenzk fornrit14
Loth 1960:125-126
Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamlinged. Kristian Kålund
1960:125
Loth 1960:129-134
Kjalnesinga saga. Jökuls þáttr Búasonar. Víglundar saga. Króka-Refs saga. Þórðar saga hreðu. Finnboga saga. Gunnars saga Keldugnúpsfífls, ed. Jóhannes Halldórsson1959; 14
Agnete Loth„Sønderdelte arnamagnæanske papirhåndskrifter“, s. 113-142
Stefán Karlsson„Um Vatnshyrnu“, s. 279-303
Stefán Karlsson„Um Vatnshyrnu“, Stafkrókar : ritgerðir eftir Stefán Karlsson gefnar út í tilefni sjötugsafmælis hans 2. desember 1998, 2000; 79: s. 336-359
« »