Handrit.is
 

Skráningarfærsla handrits

AM 563 b 4to

Skoða myndir

Um Gissur Einarsson Skálholtsbiskup og íslenska presta við siðaskiptin; Ísland, 1650-1699

Nafn
Árni Magnússon 
Fæddur
13. nóvember 1663 
Dáinn
7. janúar 1730 
Starf
Prófessor 
Hlutverk
Fræðimaður; Höfundur; Skrifari; Ljóðskáld 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Vigfús Guðbrandsson 
Fæddur
1673 
Dáinn
1707 
Starf
Prestur 
Hlutverk
Eigandi; Skrifari; Bréfritari; Skrifari 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Guðmundur Jónsson 
Fæddur
1667 
Dáinn
8. mars 1716 
Starf
Prestur 
Hlutverk
Eigandi 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Þórunn Sigurðardóttir 
Fædd
14. janúar 1954 
Starf
 
Hlutverk
Skrásetjari 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Drífa Kristín Þrastardóttir 
Fædd
2. júní 1976 
Starf
 
Hlutverk
Skrásetjari 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Kålund, Kristian Peter Erasmus 
Fæddur
19. ágúst 1844 
Dáinn
4. júlí 1919 
Starf
Bókavörður 
Hlutverk
Fræðimaður 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Giovanni Verri 
Fæddur
20. desember 1979 
Starf
Stúdent 
Hlutverk
student 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Már Jónsson 
Fæddur
19. janúar 1959 
Starf
 
Hlutverk
Fræðimaður 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Dall, Birgitte 
Fædd
1912 
Dáin
1989 
Starf
Forvörður 
Hlutverk
Bókbindari 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Jóhanna Ólafsdóttir 
Fædd
13. janúar 1949 
Starf
 
Hlutverk
Ljósmyndari 
Ítarlegri upplýsingar
Tungumál textans
Íslenska

Innihald

1(1r)
Um Gissur Einarsson Skálholtsbiskup og íslenska presta við siðaskiptin
Upphaf

… hann til prestskapar og giftist vestra …

Niðurlag

„… var 7 eður 8 ár biskup. Barnlaus.“

Aths.

Einungis niðurlag, á efri helmingi síðunnar.

Efnisorð
2(1v-10v)
Eiríks saga rauða
Titill í handriti

„Sagan af Eiríki rauða“

Upphaf

Ólafur hét kóngur er kallaður var Ólafur hvíti …

Niðurlag

„… móður Brands biskups hins fyrra. Og lýkur hér þessari sögu.“

3(10v-25(bis)r)
Vopnfirðinga saga
Titill í handriti

„Þáttur af Brodd-Helga“

Upphaf

Þar hefjum vér þennan þátt …

Niðurlag

„… og Jóns prests Arnþórssonar.“

Aths.

Niðurlag sögunnar hefur verið skrifað á innskotsblað 23r fyrir Árna Magnússon en það er upprunalegt á 25(bis)r (sjá ástand og viðbætur).

4(25(bis)v-35r)
Þorsteins þáttur uxafóts
Titill í handriti

„Sagan af Þorsteini uxafót“

Upphaf

Þorkell hét maður og bjó í Krossavík …

Niðurlag

„… og fellur á Orminum langa“

Baktitill

„og endar hér frá Þorsteini uxafót.“

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír.
Blaðfjöldi
i + 36 + i blöð (212 mm x 165 mm), þ.m.t. blað merkt 25bis. Auð blöð: 18r, 23v-25v og 35v, einnig neðri helmingur 1r og 35r.
Tölusetning blaða

 • Handritið hefur nýlega verið blaðmerkt með blýanti 1-35.
 • Eldri blaðsíðumerking 37-62 (bl. 1-13).

Kveraskipan
Fimm kver.

 • Kver I: bl. 1-8, 4 tvinn.
 • Kver II: bl. 9-20, 6 tvinn.
 • Kver III: bl. 21-25(bis), 3 tvinn.
 • Kver IV: bl. 26-31, 3 tvinn.
 • Kver V: bl. 32-35, 2 tvinn.

Ástand

 • Autt blað (bl. 25), sem var áður límt yfir bl. 25(bis)r, hefur nú verið losað frá. Það hefur verið fest við blað 22 og þannig búið til tvinn.
 • Leturflötur hefur víða dökknað.

Umbrot

 • Eindálka.
 • Leturflötur er ca 160-170 mm x 130-135 mm.
 • Línufjöldi er 25-36.
 • Griporð á bl. 1-33.
 • Lok sögu á bl. 25(bis)r enda í totu.

Skrifarar og skrift

Þrjár hendur að mestu.

 • I. Bl. 1r-22v, 25(bis)r, 26r-28r með óþekktri hendi, fljótaskrift.

 • II. Bl. 25(bis)v-26r og 28r-33r með óþekktri hendi, fljótaskrift.

 • III. Bl. 33v-35r með óþekktri hendi, fljótaskrift.

Skreytingar

 • Ýmiss konar flúr og teikningar, einkum andlitsmyndir, í kringum griporð á spássíum (sjá einkum bl. 1v, 2r, 5r, 6r, 7r, 9r, 11r, 12v, 17r, 27r). Einnig teikningar af fólki í samtímabúningum (bl. 9v og 10r).

 • Pennaflúraðir og/eða laufskreyttir upphafsstafir í upphafi sagnanna þriggja (bl. 1v, 10v, 25v), sá mest skreytti, á bl. 25v, einnig með myndum (mannamyndum og andliti) og nær frá efri spássíu niður blaðið.

 • Fyrirsagnir eru lítillega flúraðar.

 • Bókahnútar á bl. 23r og 25r.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Band

 • Band frá 1978 (220 mm x 193 mm x 16 mm). Pappaspjöld klædd fínofnum líndúk. Grófari dúkur á kili og hornum. Saumað á móttök. Saurblöð tilheyra bandi. Handritið liggur í öskju.
 • Eldra band fylgir. Það er pappaband frá 1772-1780 (spjöld klædd handunnum pappír. Safnmark og titill skrifað framan á kápu. Blár safnmarksmiði á kili).

Fylgigögn

 • Tveir seðlar með hendi Árna Magnússonar:
  • Fastur seðill (118 mm x 88 mm) fremst um samanburð við annað handrit („þesse Eireks saga er conererud vid Exemplar i 4to med hendi Sr Vigfuss Gudbrandzsonar.“. Versóhlið er auð.
  • Fastur seðill (72 mm x 100 mm) fremst með athugasemd sem varðar eiganda og aðföng á rektóhlið („[yfirstrikad: eg feck] Sr Gdmundur skeytir ei um þessa bok aptur“) en á versóhlið er brot úr ættartölu.
 • Tveir lausir seðlar frá Kaupmannahöfn með upplýsingum um forvörslu.

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið var skrifað á Íslandi. Það er tímasett til síðari hluta 17. aldar (Katalog I 1889:716).

Ferill

Árni Magnússon hefur líklega fengið bókina að láni hjá séra Guðmundi nokkrum, e.t.v. Guðmundi Jónssyni presti á Helgafelli, og ekki þurft að skila henni aftur (sbr. seðil).

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 24. nóvember 1978.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

 • ÞS skráði samkvæmt TEI P5 16. - 20. júlí 2009 og síðar.
 • DKÞ færði inn grunnupplýsingar 7. janúar 2004.
 • Kålund gekk frá handritinu til skráningar 10. október 1887 (sjá Katalog I 1889:716-717 (nr. 1404).).

  GV sló inn texta af seðlum Árna Magnússonar undir umsjón ÞS og með hliðsjón af gögnum frá MJ.

Viðgerðarsaga

Viðgert og bundið af Birgitte Dall í júlí 1978.

Bl. 25 og 25bis losuð í sundur af Birgitte Dall, 31. október 1977.

Myndir af handritinu

 • Stafrænar myndir á www.sagnanet.is.
 • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.
 • Svart-hvítar ljósmyndir á Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi, teknar af Jóhönnu Ólafsdóttur í október 1996.

Notaskrá

HöfundurTitillRitstjóri / ÚtgefandiUmfang
Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamlinged. Kristian Kålund
Austfirðinga sögur, ed. Jakob Jakobsen1902-1903; 29
Jón Helgason„Syv sagablade (AM 162 C fol, bl. 1-7)“, s. 1-97
Austfirðinga sögur, ed. Jón Jóhannesson1950; 9
« »