Handrit.is
 

Skráningarfærsla handrits

AM 562 e 4to

Skoða myndir

Þorsteins þáttur forvitna; Kaupmannahöfn, 1690-1710

Nafn
Árni Magnússon 
Fæddur
13. nóvember 1663 
Dáinn
7. janúar 1730 
Starf
Prófessor 
Hlutverk
Fræðimaður; Höfundur; Skrifari; Ljóðskáld 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Jón Erlendsson 
Dáinn
1. ágúst 1672 
Starf
Prestur 
Hlutverk
Skrifari 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Jón Þorláksson 
Fæddur
1643 
Dáinn
1712 
Starf
Sýslumaður 
Hlutverk
Skrifari; Höfundur; Ljóðskáld; Nafn í handriti  
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Þórunn Sigurðardóttir 
Fædd
14. janúar 1954 
Starf
 
Hlutverk
Skrásetjari 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Drífa Kristín Þrastardóttir 
Fædd
2. júní 1976 
Starf
 
Hlutverk
Skrásetjari 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Kålund, Kristian Peter Erasmus 
Fæddur
19. ágúst 1844 
Dáinn
4. júlí 1919 
Starf
Bókavörður 
Hlutverk
Fræðimaður 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Giovanni Verri 
Fæddur
20. desember 1979 
Starf
Stúdent 
Hlutverk
student 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Már Jónsson 
Fæddur
19. janúar 1959 
Starf
 
Hlutverk
Fræðimaður 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Larsen Bloch, Matthias 
Starf
Conservator 
Hlutverk
Bókbindari 
Ítarlegri upplýsingar
Tungumál textans
Íslenska

Innihald

(1r-4v)
Þorsteins þáttur forvitna
Titill í handriti

„Söguþáttur af Þorsteini forvitna“

Upphaf

Þorsteinn hét maður íslenskur …

Niðurlag

„… og skildust þeir konungur með hinni mestu vináttu.“

Baktitill

„Og lýkur þar frá Þorsteini hinum forvitna.“

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír.
Blaðfjöldi
4 blöð (208 mm x 163 mm). Neðri helmingur blaðs 4v er auður.
Tölusetning blaða

Handritið hefur verið blaðmerkt síðar með rauðu bleki 1-4.

Kveraskipan

Tvö tvinn.

Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er ca 140-150 mm x 120 mm.
  • Línufjöldi er 15-17.

Skrifarar og skrift

Með hendi Árna Magnússonar, árfljótaskrift.

Band

Band frá árunum 1772-1780 (214 mm x 168 mm x 2 mm). Pappaspjöld klædd handunnum pappír. Safnmark og titill skrifað framan á kápu. Blár safnmarksmiði á kili. Spjaldblöð úr prentaðri bók.

Fylgigögn

Fastur seðill (152 mm x 105 mm), sem límdur er við blað 2r, með hendi Árna Magnússonar, með upplýsingum um forrit þessa handrits og annars handrits sama efnis, sem einnig er glatað: „Þessi þáttur er ritaður eftir hendi síra Jóns í Vilingaholti, og var hann í bók í folio, er ég fékk af sýslumanninum Jóni Þorlákssyni. Þátturinn með hendi síra Jóns er nú fortærður, eftir að þetta mitt er, qvad ad verba, accuratissimè þar við confererað. Literaturam hefi ég alls staðar forbetrað. Verte. Þessi þáttur var og í bók með hendi Sigurðar á Ferju, eldri en 1683 er ég keypti af nefndum Sigurði 1711 og tók í sundur. Var hann þar auðsýnilega ritaður eftir eins exemplari, sem þetta er, en sums staðar misskrifaður. Hirti ég því eigi um hann, og reif hann i sundur.“

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið var skrifað í Kaupmannahöfn. Það er uppskrift Árna Magnússonar eftir handriti séra Jóns Erlendssonar í Villingaholti, sem var í bók sem Árni fékk frá Jóni Þorlákssyni sýslumanni (sbr. seðil, sjá einnig AM 562 f og i 4to). Þetta handrit Jóns er nú glatað. Kålund tímasetti uppskrift Árna til um 1700 (Katalog I 1889:715).

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 3. mars 1978.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

  • ÞS skráði samkvæmt TEI P5 10. júní 2009 og síðar.
  • DKÞ færði inn grunnupplýsingar 2. janúar 2004.
  • Kålund gekk frá handritinu til skráningar 5. október 1887 (sjá Katalog I 1889:715 (nr. 1397).).

    GV sló inn texta af seðlum Árna Magnússonar undir umsjón ÞS og með hliðsjón af gögnum frá MJ.

Viðgerðarsaga

Matthias Larsen Bloch batt á árunum 1772-1780.

Myndir af handritinu

  • Stafrænar myndir á www.sagnanet.is.
  • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

HöfundurTitillRitstjóri / ÚtgefandiUmfang
Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamlinged. Kristian Kålund
« »