Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM 562 c 4to

Þorsteins þáttur uxafóts ; Ísland, 1650-1699

Tungumál textans
íslenska

Innihald

1 (1r-11r)
Þorsteins þáttur uxafóts
Titill í handriti

Sagan af Þorsteini uxafót Íslending

Upphaf

Þorkell hét maður sem bjó í Krossavík …

Niðurlag

… og féll á Orminum langa.

Baktitill

Og endar hér frásögu um Þorst(ein) uxafót.

2 (11r-v)
Tímatal í Þorsteins þætti uxafóts
Titill í handriti

Áratal og aldur Þorsteins uxafóts eftir sögu hans reiknað og annálum

Upphaf

Anno 978 fæddur Þorsteinn, borinn út, fundinn og uppfæddur …

Athugasemd

Undirritað  B.J.S. .

3 (11v)
Vísa um Þorstein uxafót
Titill í handriti

Vísa um Þorstein uxafót

Upphaf

Útborinn uxafótur / athvarf Þorsteinn ratar …

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír.
Blaðfjöldi
11 blöð (185 mm x 156 mm).
Tölusetning blaða

Blaðsíðumerking 1-22.

Kveraskipan

  • Kver I: bl. 1-8, 4 tvinn.
  • Kver II: bl. 9-11, 3 stök blöð.

Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er ca 160 mm x 130 mm.
  • Línufjöldi er 26-28.

Ástand

Blettur á blaði 4 sem skerðir texta.

Skrifarar og skrift

Óþekktur skrifari, fljótaskrift.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Vísa á bl. 11v viðbót með hendi Árna Magnússonar.

Band

Band frá árunum 1772-1780 (190 mm x 159 mm x 5 mm). Pappaspjöld klædd handunnum pappír. Safnmark og titill skrifað framan á kápu. Blár safnmarksmiði á kili. Spjaldblöð úr prentaðri bók.

Fylgigögn

Fastur seðill (189 mm x 155 mm) fremst með hendi Árna Magnússonar, með upplýsingum um uppruna og feril á rektóhlið (þetta innlagt true eg mig geinged hafa hia Þormodi Torfasyne, og var þä (nisi me memoria valde fallit) aptan i einhveriu kvere. eda midt innani. þad hefe lated rita hr Þorlakr þvi þad er eins hans skrifara hnd.). Seðillinn er úr prentaðri bók.

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið var skrifað á Íslandi. Árni Magnússon taldi víst að Þorlákur Skúlason biskup hefði látið skrifa handritið, því það væri skrifað með hönd eins skrifara hans (sbr. seðil). Handritið má því tímasetja til fyrri hluta 17. aldar, en Kålund tímasetti það til 17. aldar ( Katalog I 1889:714 ).

Ferill

Árni taldi sig hafa fengið handritið hjá Þormóði Torfasyni og að það hafði þá verið aftaní eða inní öðru kveri (sbr. seðil).

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 24. nóvember 1977.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

  • ÞS skráði samkvæmt TEI P5 10. júní 2009 og síðar.
  • DKÞ færði inn grunnupplýsingar 30. desember 2003.
  • Kålund gekk frá handritinu til skráningar 5. október 1887 (sjá  Katalog I 1889:714 (nr. 1395). ).

    GV sló inn texta af seðlum Árna Magnússonar undir umsjón ÞS og með hliðsjón af gögnum frá MJ.

Viðgerðarsaga

Matthias Larsen Bloch batt á árunum 1772-1780.

Myndir af handritinu

  • Stafrænar myndir á www.sagnanet.is.
  • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

Titill: Hemings þáttr Áslákssonar,
Ritstjóri / Útgefandi: Fellows-Jensen, Gillian
Umfang: 3
Titill: Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling
Ritstjóri / Útgefandi: Kålund, Kristian
Lýsigögn
×

Lýsigögn