Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM 560 c 4to

Íslendingasögur og þættir ; Ísland, 1707

Tungumál textans
íslenska

Innihald

1 (1r-29r)
Hrafns saga Sveinbjarnarsonar
Titill í handriti

Hér byrjast sagan af Hrafni Sveinbjarnarsyni, Vestfirðingi sem Sturla hinn fróði lætur fylgja í Íslendingasögunum miklu.

Upphaf

Sveinbjörn hét maður …

Niðurlag

… meðan hann lifði og lýkur þar sögunni. Finis.

Athugasemd

Tólf kaflar; enginn ber kaflatal númer 9.

2 (29v-35v)
Draumaþættir
Titill í handriti

Nokkrar fáeinar vitranir

2.1
Bergbúa þáttur
Upphaf

Fjörður sá gengur út af Kollafirði er Djúpifjörður heitir …

Niðurlag

… En þó mega þetta heita fáheyrðir og undarlegir hlutir. Finis.

2.2
Kumlbúa þáttur
Titill í handriti

Önnur vitran

Upphaf

Þorsteinn Þorvarðsson, mágur Þorfinns á Bakka er átti Helgu …

Niðurlag

… frá Breiðafirði á Hamralandi inn frá Stað.

2.3
Draumur Þorsteins Síðu-Hallssonar
Titill í handriti

Þriðja vitran

Upphaf

Draum þennan dreymdi Þorstein son Halls á Síðu …

Niðurlag

… Kjarvalssonar kóngs af Írlandi hins gamla er þar ríkti um langa tíma. Finis.

3 (36r-57v)
Kjalnesinga saga
Titill í handriti

Hér byrjar Kjalnesinga sögu

Upphaf

Helgi bjóla son Ketils Flatnefs …

Niðurlag

… frá Búa Andríðarsyni er komin mikil ætt.

Baktitill

Og ljúkum vér hér Kjalnesinga sögu. Finis.

Athugasemd

Sagan er hér óheil. Á neðri spássíu blaðs 37v stendur:vantar 1 blað.

Texti á blaði 38r hefur orðið fyrir nokkrum skemmdum en er að mestu læsilegur.

4 (58r-66r)
Jökuls þáttur Búasonar
Titill í handriti

Þáttur af Jökli Búasyni

Upphaf

Nú er þar til að taka að Jökli þótti svo illt verk sitt …

Niðurlag

… og ríktu eftir hann og lýkur hér frá honum að segja. Finis.

5 (66v-85v)
Áns saga bogsveigis
Titill í handriti

Hér kemur sagan af Án bogsveigir.

Upphaf

Í þann tíma er fylkiskóngar voru í Noregi …

Niðurlag

… í Noregi

Baktitill

og lýkur hér við sögu Áns bogsveigis. Finis.

Athugasemd

Sagan er hér óheil. Á neðri spássíu blaðs 77v stendur:vantar í 1 blað..

6 (86r-95r)
Rauðúlfs þáttur
Upphaf

… fær til nokkuð …

Niðurlag

… með kóngi síðan vel haldnir.

Skrifaraklausa

Skrifað á Geirrauðareyri, anno 1707.

Baktitill

Og endar svo þátt af Rauðúlfi bónda og sonum hans.

Athugasemd

Vantar framan af.

Síðutitlar ná í handritinu yfir heila opnu: Sagan af Rauðúlfi og sonum hans.Á blaði 86r, sem er fyrsta blað sögunnar í handriti er einungis síðari hluti síðutitils:og sonum hans.

Skrifaraklausan er á blaði 95r.

7 (95v-127v)
Hávarðar saga Ísfirðings
Titill í handriti

Sagan af Hávarði hinum halta Ísfirðingi og syni hans Ólafi bjarnyl.

Upphaf

Það er upphaf þessarar sögu að Þorbjörn hét maður …

Niðurlag

… verið hafa hið mesta mikilmenni og ljúkum vér þar þessari sögu að sinni með þessu efni. Endir.

Athugasemd

Sagan er óheil í handritinu og eyða er á milli blaða 119v og 120r frá spurði hvor það væri til að sænginni. Á blaði 119v stendur vantar mikið í.

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír.
Blaðfjöldi
127 blöð (215 mm x 167 mm). Blað 95r er autt að hálfu og hluti blaða 29r, 66r og 127v sömuleiðis.
Tölusetning blaða

Blaðmerkt er ýmist með bleki eða blýanti, 1-127.

Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er ca 152-156 null x 114-120 null.
  • Leturflötur er vel afmarkaður með pennadregnum línum (sbr. t.d. blöð 1r-2r).
  • Línufjöldi er ca 20.
  • Síðutitlar; ná yfir heila opnu (sbr. t. d. blöð 11v-12r).
  • Griporð eru víðast hvar (sbr. t.d. blöð 11v-12r).
  • Flestar sögurnar enda í totu (sjá t.d. niðurlag sögunnar af Jökli Búasyni á blaði 66r).
  • Á spássíum er vísun í vísur með w (sjá blað 10r og víðar) eða með númerum erinda, sbr. vísun í 12 vísur Bergbúaþáttar (sjá 30v-31r).

Ástand

Það vantar blöð í handritið á milli blaða 37v og 38r og á milli 77v og 78r, eitt blað á hvorum stað. Sömuleiðis vantar töluvert efni á milli blaða 119v-120r.

Skrifarar og skrift

Með einni hendi, þeirri sömu og er á AM 560 a-b og d 4to. Skrifarinn er óþekktur; kansellískrift.

Skreytingar

  • Skreyttir upphafsstafir (sjá t.d. blað 66v).

  • Rammi utan um textaflöt.

  • Laufskreyti er víða á neðri spássíum (sjá t.d. blöð 15r-27r og 38v-41r).

  • Fyrirsagnir og fyrsta lína í megintexta eru með stærra og settara letri en er á meginmálinu (sjá t.d. blað 36r).

Band

Band (222 null x 170 null x 30 null) er frá 1772-1780.

Spjöld og kjölur eru klædd handunnum pappír. Safnmark er skráð á fremra kápuspjald ásamt titlum sagnanna. Blár safnmarksmiði er á kili.

Fylgigögn

  • Laus seðill frá Kaupmannahöfn með upplýsingum um forvörslu bands.

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið var skrifað á Íslandi, nánar tiltekið á Geirröðareyri árið 1707 (sbr. blað 95r), en þar bjó þá Guðmundur ríki Þorleifsson. Kålund tímasetti handritið til upphafs 18. aldar ( Katalog (I) 1889:711 ).

AM 560 a-b og d tilheyrðu líklega sömu bók og þetta handrit.

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 23. júlí 1975.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

VH skráði handritið 6. mars 2009; lagfærði í janúar 2011, DKÞ grunnskráði  19. desember 2003, Kålund gekk frá handritinu til skráningar 2. nóvember 1886 Katalog I; bls. 711-712 (nr. 1390).

Viðgerðarsaga

Viðgert af Birgitte Dall í nóvember 1975.

Bundið af Matthiasi Larsen Bloch á árunum 1772-1780.

Myndir af handritinu

  • Stafrænar myndir á www.sagnanet.is.
  • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.
  • Svart-hvítar ljósmyndir á Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi, teknar af Jóhönnu Ólafsdóttur 1996.
  • Negatíf örfilma af bl. 29-35 (Draumum) á Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi (askja 435).

Notaskrá

Titill: , Membrana Regia Deperdita
Ritstjóri / Útgefandi: Loth, Agnete
Umfang: 5
Titill: , Hrafns saga Sveinbjarnarsonar. B-redaktionen
Ritstjóri / Útgefandi: Hasle, Annette
Umfang: 25
Titill: , Egils saga Skallagrímssonar. Bind I. A-redaktionen
Ritstjóri / Útgefandi: Bjarni Einarsson
Umfang: 19
Titill: , Harðar saga. Bárðar saga. Þorskfirðinga saga. Flóamanna saga. [...et al.]
Ritstjóri / Útgefandi: Bjarni Vilhjálmsson, Þórhallur Vilmundarson
Umfang: 13
Titill: , Havarðar saga Ísfirðings
Ritstjóri / Útgefandi: Björn K. Þórólfsson
Umfang: 47
Höfundur: Jón Helgason
Titill: Nordæla, Athuganir um nokkur handrit Egils sögu
Umfang: s. 110-148
Titill: Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling
Ritstjóri / Útgefandi: Kålund, Kristian
Lýsigögn
×

Lýsigögn