Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM 558 b 4to

Valla-Ljóts saga ; Ísland, 1675-1699

Tungumál textans
íslenska

Innihald

(1r-15v)
Valla-Ljóts saga
Titill í handriti

Saga af viðskiptum Guðmundar hins ríka og þeirra Svarfdæla

Upphaf

Sigmundur hét maður son Ketils hins rauða …

Niðurlag

… hélt Guðmundur virðing sinni allt til dauðadags. Og endar svo þessa sögu.

Athugasemd

Niðurlag annarrar sögu (2 línur) útkrassað efst á blaðsíðu 1r.

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír.
Blaðfjöldi
15 blöð (198-200 mm x 156-157 mm).
Tölusetning blaða

Síðari tíma blaðmerking 1-15.

Kveraskipan

Tvö kver.

  • Kver I: bl. 1-7, 6 tvinn og stakt blað.
  • Kver II: bl. 8-15, 4 tvinn.

Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er ca 145-150 mm x 114-116 mm.
  • Línufjöldi er 23-24.
  • Griporð.

Ástand

  • Efst á bl. 1r, á undan sögunni, eru tvær línur útkrassaðar.
  • Texti hefur smitast í gegn á bl. 1v, 2v og 3r.
  • Handritið hefur dökknað á leturfleti.

Skrifarar og skrift

Óþekktur skrifari, fljótaskrift.

Skreytingar

Upphafsstafir kafla feitletraðir og örlítið flúraðir, sjá einkum bl. 1r, 2r, 11v, 13r.

Örlítið flúr dregið niður úr griporðum.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

  • Árni Magnússon hefur bætt við fyrirsögnina: al. Vallnaliotz Saga.
  • Spássíuleiðréttingar og viðbætur víða, sumar með hendi Árna Magnússonar.

Band

Band frá árunum 1772-1780 (204 mm x 163 mm x 6 mm). Pappaspjöld klædd handunnum pappír. Safnmark og titill skrifað framan á kápu. Blár safnmarksmiði á kili. Spjaldblöð úr prentaðri bók.

Fylgigögn

Laus seðill frá Kaupmannahöfn með upplýsingum um forvörslu.

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið er skrifað á íslandi. Það er tímasett til loka 17. aldar í  Katalog I , bls. 709.

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 25. júlí 1975.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

Viðgerðarsaga

Matthías Larsen Bloch batt á árunum 1772-1780.

Birgitte Dall gerði við í nóvember 1964.

Myndir af handritinu

  • Stafrænar myndir á www.Sagnanet.is.
  • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

Titill: Valla-Ljóts saga,
Ritstjóri / Útgefandi: Jónas Kristjánsson
Titill: Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling
Ritstjóri / Útgefandi: Kålund, Kristian
Lýsigögn
×

Lýsigögn