Handrit.is
 

Skráningarfærsla handrits

AM 558 a 4to

Skoða myndir

Valla-Ljóts saga; Ísland, 1690-1710

Nafn
Árni Magnússon 
Fæddur
13. nóvember 1663 
Dáinn
7. janúar 1730 
Starf
Prófessor 
Hlutverk
Fræðimaður; Höfundur; Skrifari; Ljóðskáld 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Þórunn Sigurðardóttir 
Fædd
14. janúar 1954 
Starf
 
Hlutverk
Skrásetjari 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Kålund, Kristian Peter Erasmus 
Fæddur
19. ágúst 1844 
Dáinn
4. júlí 1919 
Starf
Bókavörður 
Hlutverk
Fræðimaður 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Dall, Birgitte 
Fædd
1912 
Dáin
1989 
Starf
Forvörður 
Hlutverk
Bókbindari 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Larsen Bloch, Matthias 
Starf
Conservator 
Hlutverk
Bókbindari 
Ítarlegri upplýsingar
Tungumál textans
Íslenska

Innihald

(1r-17v)
Valla-Ljóts saga
Titill í handriti

„Saga af Vallna-Ljót“

Upphaf

Sigurður hét maður, hann var sonur Karls hins rauða …

Niðurlag

„… hélt virðingu sinni allt til dauðadags.“

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír.
Blaðfjöldi
17 blöð (212-215 mm x 163-167 mm). Auð blöð: Neðri hluti 17v.
Tölusetning blaða

 • Handritið hefur verið blaðmerkt síðar með rauðu bleki 1-17.
 • Nýleg blaðmerking með svörtu bleki 2-18 (seðill merktur 1).

Kveraskipan

Tvö kver.

 • Kver I: bl. 1-8, 4 tvinn.
 • Kver II: bl. 9-17, 4 tvinn og stakt blað.

Umbrot

 • Eindálka.
 • Leturflötur er ca 165-173 mm x 122-125 mm.
 • Línufjöldi er 23-27.
 • Griporð á bl. 1-4, 6v-7r, 8r.

Skrifarar og skrift

Tvær hendur.

I. bl. 1r-5r: óþekktur skrifari, fljótaskrift.

II. bl. 5r-17v: óþekktur skrifari, fljótaskrift.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Árni Magnússon bætti fyrirsögninni við og seinna: „aliis af Gudmundi Rika oc Svarfdælum“ efst á bl. 1r.

Band

Band frá árunum 1772-1780 (220 mm x 171 mm x 6 mm). Pappaspjöld klædd handunnum pappír. Safnmark og titill skrifað framan á kápu. Blár safnmarksmiði á kili. Spjaldblöð úr prentaðri bók.

Fylgigögn

 • Fastur seðill (200 mm x 164 mm) fremst með hendi Árna Magnússonar: „ Valla-ljóts saga eða af Guðmundi ríka og Svarfdælum. Exemplar.“
 • Laus seðill frá Kaupmannahöfn með upplýsingum um forvörslu.

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið er skrifað á Íslandi. Það er tímasett ca 1700 í Katalog I, bls. 709.

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 25. júlí 1975.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

 • ÞS skráði samkvæmt TEI P5 4. júní 2009.
 • ÞS færði inn grunnupplýsingar 2. nóvember 2001.
 • Kålund gekk frá handritinu til skráningar 30. september 1887 (sjá Katalog I 1888:709).

Viðgerðarsaga

Birgitte Dall gerði við í nóvember 1964.

Matthías Larsen Bloch batt á árunum 1772-1780.

Myndir af handritinu

 • Stafrænar myndir á www.sagnanet.is.
 • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

HöfundurTitillRitstjóri / ÚtgefandiUmfang
Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamlinged. Kristian Kålund
Valla-Ljóts saga, ed. Jónas Kristjánsson
Már Jónsson„Skrifarinn Ásgeir Jónsson frá Gullberaströnd í Lundarreykjadal“, Heimtur: Ritgerðir til heiðurs Gunnari Karlssyni sjötugumed. Guðmundur Jónsson, ed. Helgi Skúli Kjartansson, ed. Vésteinn Ólason2009; s. 282-297
Giovanni Verri„Um rithendur Ásgeirs Jónssonar. Nokkrar skriftarfræðilegar athuganir“, Gripla2011; 22: s. 229-258
« »