Skráningarfærsla handrits
AM 556 a 4to
Skoða myndirSigurgarðs saga frækna Saga af Sigurgarði hinum frækna; Ísland, 1475-1499
Innihald
„… þú mig að spyrja …“
„… og voru ástir þeira góðar.“
„Og lúku vér þar sögu Sigurgarðs.“
Vantar framan af.
„Saga Grettis“
„Maður er nefndur Önundur …“
„… er þetta upphaf á.“
Titli bætt við á spássíu.
„Hér hefur sögu Gísla Súrssonar“
„Það er upphaf sögu þessi …“
„… Guð gefi alla góða daga utan enda. Amen.“
Á bl. 53r er einungis fyrirsögnin.
Styttri gerð sögunnar.
„Hér hefur Hólmverja sögu“
„Á dögum Haralds hins hárfagra …“
„… Guð gefi oss alla góða daga utan enda. Amen.“
Óheil.
Lýsing á handriti
- Gamalt blaðsíðutal 1-176.
- Handritið hefur verið blaðmerkt síðar með rauðu bleki 1-88.
Tólf kver.
- Kver I: bl. 1-8, 4 tvinn.
- Kver II: bl. 9-15, 3 tvinn og stakt blað (bl. 13).
- Kver III: bl. 16-21, 3 tvinn.
- Kver IV: bl. 22-29, 4 tvinn.
- Kver V: bl. 30-34, stakt blað og 2 tvinn.
- Kver VI: bl. 35-42, 4 tvinn.
- Kver VII: bl. 43-46, 2 tvinn.
- Kver VIII: bl. 47-54, 4 tvinn.
- Kver IX: bl. 55-62, 4 tvinn.
- Kver X: bl. 63-72, 6 tvinn.
- Kver XI: bl. 73-80, 4 tvinn.
- Kver XII: bl. 81-88, 4 tvinn.
- Vantar framan af handritinu.
- Skriftin er víða máð. Sjá t.d. 17v, 21v, 27v, 29r-v, 42v, 43r, 47r.
- Milli bl. 44 og 45 vantar 4 blöð.
- Neðri spássía blaðs 83 skorin af.
- Af bl. 52 (að undanteknum 10 fyrstu línunum) og 53r (að neðstu línu) hefur textinn verið skafinn burt.
- Gert hefur verið við göt sem sum skerða texta á bl. 3, 15, 28, 72, 74, 85.
- Gat á blöðum 19, 26, 53, 54, 62, 63, 64, 72.
- Eindálka.
- Leturflötur er ca 160-180 mm x 132-150 mm. Leturflötur er að jafnaði stærri í öftustu örkunum.
- Línufjöldi er 36-37
- Mörg blöð götuð yst á ytri spássíu.
- Bendistafir á spássíum til að merkja vísur í texta.
- Upphafsstafir málsgreina fremst í línu víða dregnir út úr leturfleti (sjá til dæmis bl. 11r, 14r, 48v og víðar ).
Óþekktur skrifari, árléttiskrift.
Stórir skrautstafir á blöðum 53v og 70r. Minni upphafsstafir en litaðir og sumir einnig flúraðir á bl. 32v, 34v, 37r, 44r, 48r, 50v, 55v, 61v, 66v, 87r og víðar.
Upphafsstafir í ýmsum litum. Sums staðar einungis leifar.
Fyrirsagnir rauðar. Sums staðar einungis leifar.
Pennadregið laufskreyti víða neðst á spássíum, í hægra horni leturflatar, til dæmis á bl. 2r, 20r, 74r, 76r, 77r, 79r, 85r.
- Á bl. 88v er minnisgrein með annarri hendi sem eignuð er Jóni Arngrímssyni á s.hl. 15. aldar (sbr. Guðvarður Már Gunnlaugsson 2007).
- Fyrirsagnir og efnistilvísanir með 17. aldar hendi á spássíum bl. 5r, 19r, 48r.
- Spássíugreinar og ýmislegt pennakrot á bl. 2r, 5r, 13r-v, 17v, 18r, 52r-53r, 54r-v, 56r, 57r-v, 60r, 66v, 68v, 70r, 74v, 75v, 82v, 83r, 84v, 88r-v.
- Leiðbeiningastafir víða.
- Band frá desember 1965 (263 mm x 242 mm x 85 mm). Pappaspjöld klædd fínofnum líndúk. Leður á kili og hornum. Saumað á móttök. Saurblöð tilheyra bandi. Handritið liggur í öskju.
- Fastur seðill (170 mm x 214 mm) aftast þar sem neðri hluti blaðs 74r hefur verið skrifaður upp með sömu stafagerð og skreytingum á rektóhlið.
- Laus seðill frá Kaupmannahöfn með upplýsingum um forvörslu.
Uppruni og ferill
- Handritið var skrifað á Íslandi. Það er tímasett til loka 15. aldar (sjá ONPRegistre, bls. 454), en til 15. aldar í Katalog I, bls. 706.
- Það var upprunalega hluti af stærri bók ásamt AM 556 b 4to.
- Árni Magnússon fjallar um báða hlutana í skrá sinni í AM 453 a 4to, bl 66v-71r.
- Árni Magnússon fékk þennan hluta skinnbókarinnar frá ónefndum manni, sem hafði fengið hann frá Þórði Steindórssyni, en hann hafði átt báða hlutana og fengið þá af eignum Gísla Magnússonar á Hlíðarenda (sjá afskrift af bréfi til séra Páls Þórðarsonar á Eyri í Skutulsfirði frá 1707 og svar hans). Eggert Hannesson (16. öld) hefur átt handritið (bl. 50v); Þorleifur Magnússon síðar (bl. 53r). Á bl. 88v eru fjórar línur skrifaðar um 1500 um skil handritsins til eiganda þess, bónda nokkurs og eiginkonu hans, Oddnýjar.
Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 30. nóvember 1978.
Aðrar upplýsingar
- ÞS skráði samkvæmt reglum TEI P529. maí til 2. júní 2009.
- ÞS færði inn grunnupplýsingar 31. október 2001.
- Kålund gekk frá handritinu til skráningar 21. apríl 1909(sjá Katalog I 1889:706-707 (nr. 1380).
Viðgert og bundið af Birgitte Dall í desember 1965.
- Stafrænar myndir á www.sagnanet.is.
- Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn
- Svart-hvítar ljósmyndir Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi, sem keypti þær af Arne Mann Nielsen 1992.