Handrit.is
 

Skráningarfærsla handrits

AM 555 e 4to

Skoða myndir

Orms þáttur Stórólfssonar; Ísland, 1675-1699

Nafn
Ásgeir Jónsson 
Dáinn
27. ágúst 1707 
Starf
Skrifari 
Hlutverk
Skrifari 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Þórunn Sigurðardóttir 
Fædd
14. janúar 1954 
Starf
 
Hlutverk
Skrásetjari 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Kålund, Kristian Peter Erasmus 
Fæddur
19. ágúst 1844 
Dáinn
4. júlí 1919 
Starf
Bókavörður 
Hlutverk
Fræðimaður 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Larsen Bloch, Matthias 
Starf
Conservator 
Hlutverk
Bókbindari 
Ítarlegri upplýsingar
Tungumál textans
Íslenska

Innihald

(1r-7r)
Orms þáttur Stórólfssonar
Titill í handriti

„Hér byrjar söguþátt af Ormi Stórólfssyni“

Upphaf

Hængur hét maður, son Ketils Naumdæla …

Niðurlag

„… og hélt vel trú sína“

Baktitill

„og lýkur þar þætti Orms Stórólfssonar sterka.“

Skrifaraklausa

„Hafi sá þökk sem skrifað hefur en þeir launi góðu er lesa og lagfæri ef rangt er.“

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír.
Blaðfjöldi
9 blöð (200-202 mm x 160 mm). Blöð 7v-9v og neðri hluti blaðs 7r eru auð.
Tölusetning blaða

Handritið hefur verið blaðmerkt síðar með rauðu bleki 1-7. Blöð 8-9 eru ómerkt.

Kveraskipan

 • Kver I: bl. 1- 4, 4 stök blöð.
 • Kver II: bl. 5-9, 2 tvinn og stakt blað (bl. 5).

Umbrot

 • Eindálka.
 • Leturflötur er ca 160-162 mm x 120-122 mm.
 • Línufjöldi er 32-34.
 • Bendistafir („v“) á spássíum til að merkja vísur í texta.
 • Lok sögu enda í totu (bl. 7r).

Skrifarar og skrift

Ein hönd. Skrifari óþekktur, kansellíbrotaskrift.

Skreytingar

Titill er með stærra letri og fyrsta lína textans einnig.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

 • Stórt J er skrifað á neðri spássíu blaðs 5r.
 • Leiðrétting á spássíu blaðs 3v.

Band

 • Band frá árunum 1772-1780 (206 mm x 165 mm x 5 mm). Pappaspjöld klædd handunnum pappír. Spjaldblöð úr prentaðri bók. Safnmark og titill skrifað framan á kápu. Blár safnmarksmiði á kili.

Uppruni og ferill

Uppruni

 • Handritið var skrifað á Íslandi. Það er tímasett til loka 17. aldar í Katalog I, bls. 705.
 • Samkvæmt AM 477 fol. hafa auk þess verið í handritinu AM 555 4to: Úlfs saga Uggasonar, — Stjörnu-Odda draumur, — Þorsteins draumur Síðu-Hallssonar, — Þorsteins þáttur Þorvarðarsonar, — Hænsa-Þóris saga, — Vatnsdæla saga - allar með hendi Ásgeirs Jónssonar (nema sú fyrsta) en þær vantar nú (sjá Kålund).

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 24. nóvember 1978.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

 • ÞS skráði samkvæmt reglum TEI P521. apríl 2009 og síðar.
 • ÞS færði inn grunnupplýsingar 1. nóvember 2001.
 • Kålund gekk frá handritinu til skráningar 23. september 1887(sjá Katalog I 1889:705 (nr. 1374).

Viðgerðarsaga

Matthías Larsen Bloch batt á árunum 1772-1780.

Myndir af handritinu

 • Stafrænar myndir á www.sagnanet.is.
 • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

HöfundurTitillRitstjóri / ÚtgefandiUmfang
Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamlinged. Kristian Kålund
« »