Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM 555 c 4to

Njáls saga ; Ísland, 1640-1660

Tungumál textans
íslenska

Innihald

1 (1r-75r)
Njáls saga
Titill í handriti

Njáls sögubók. Sem er einn partur af Íslendinga sögum

Upphaf

[M]örður hét maður er kallaður var gígja …

Niðurlag

… er ágætastur maður hefur verið í allri þeirri ætt.

Baktitill

Og endast hér nú Brennu-Njáls saga.

2 (75r-75v)
Guðmundar saga biskups
Titill í handriti

Lítið inntak úr Sögu Guðmundar biskups.

Upphaf

Guðmundur biskup var fæddur á Grjótá í Hörgárdal …

Niðurlag

… Var hann þá 76 ára gamall.

Athugasemd

Útdráttur.

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír.
Blaðfjöldi
i + 75 + i blöð (194-198 mm x 160 mm). Blað 75v er autt að mestu leyti (aðeins þrjár línur).
Tölusetning blaða

  • Handritið hefur verið blaðmerkt síðar með blýanti 1-75. Áður hefur blað 75 verið merkt 74.
  • Leifar af rauðri blaðmerkingu er að finna víða.

Kveraskipan

Ellefu kver.

  • Kver I: bl. 1-6, 3 tvinn.
  • Kver II: bl. 7-16, 5 tvinn.
  • Kver III: bl. 17-22, 3 tvinn.
  • Kver IV: bl. 23-24, 1 tvinn.
  • Kver V: bl. 25-30, 3 tvinn.
  • Kver VI: bl. 31-40, 5 tvinn.
  • Kver VII: bl. 41-46, 3 tvinn.
  • Kver VIII: bl. 47-56, 5 tvinn.
  • Kver IX: bl. 57-62, 3 tvinn.
  • Kver X: bl. 63-71, stakt blað og 4 tvinn.
  • Kver XI: bl. 72-75, 2 tvinn.

Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er ca 162-170 mm x 125-130 mm.
  • Línufjöldi er ca 30-34.
  • Kaflatal á spássíum.
  • Griporð.
  • Eyður fyrir upphafsstafi.
  • Bendistafir (v) á spássíum til að merkja vísur í texta.

Ástand

  • Blöðin voru morknuð á jöðrum en gert hefur verið við þau.
  • Texti hefur sums staðar skerst dálítið við innri spássíu, til dæmis á blöðum 47, 63v.
  • Handritið er nokkuð notkunarnúið og blettir víða, til dæmis á blöðum 24v, 25r, 46v, 63.
  • Blek hefur smitast gegnum blað 1 frá fyrirsögn og hefur áhrif á texta á blaði 1v.

Skrifarar og skrift

Með hendi Halldórs Guðmundssonar á Sílastöðum, norðlensks manns, blendingsskrift með smágerðu letri.

Skreytingar

Fyrirsögn er með stærra letri, feitletruð og örlítið flúruð. Línur hafa verið dregnar yfir og undir fyrirsögn og fyrstu þrjár línur textans með rauðu bleki.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

  • Spássíugreinar, leiðréttingar og athugasemdir á spássíum (t.d.: bl. 3r, 14v, 16r-v, 31r-v, 42r, 46v, 49r og víðar).
  • Á spássíum er vísað í málshætti og orðtök í sögunni.
  • Víða er strikað undir orð og setningar og sums staðar dregin lína lóðrétt á spássíu við textann (t.d.: bl. 2r, 28r, 32r, 49r, 54r, 65v, 68r).

Band

  • Band frá nóvember 1975 (211 mm x 182 mm x 23 mm). Pappaspjöld klædd fínofnum líndúk. Grófari dúkur á kili og hornum. Saumað á móttök. Saurblöð tilheyra bandi.
  • Handritið liggur í öskju ásamt eldra bandi.

  • Eldra pappaband frá árunum 1772-1780. Pappaspjöld og kjölur klædd handunnum pappír. Spjaldblöð úr prentaðri bók. Safnmark og titill skrifað framan á kápu. Blár safnmarksmiði á kili.

Fylgigögn

  • Fastur seðill (200 mm x 150 mm) fremst með hendi Árna Magnússonar með upplýsingum um uppruna handritsins á rektóhlið: Njáls saga úr bók síra Jóns Torfasonar á Breiðabólsstað, og heyrir [yfirstrikad: utferd000 síra Jóns] mér nú (1721) til. Item inntak úr sögu Guðmundar biskups þar af sést að codex resenianus, hvar þessi epitome stendur inni, hefur í þær tíðir á Íslandi verið. Kålund bætir því við að nú finnist ekkert slíkt í Codex Resenianus, þ.e. AM 399 4to.
  • Seðill frá Kaupmannahöfn með upplýsingum um forvörslu.

Uppruni og ferill

Uppruni

  • Handritið var skrifað á Íslandi. Það er tímasett til ca 1640-1660, en í  Katalog I, bls. 704, til 17. aldar.
  • Samkvæmt AM 477 fol. hafa auk þess verið í handritinu AM 555 4to: Úlfs saga Uggasonar, Stjörnu-Odda draumur, Þorsteins draumur Síðu-Hallssonar, Þorsteins þáttur Þorvarðarsonar, Hænsa-Þóris saga, Vatnsdæla saga - allar með hendi Ásgeirs Jónssonar (nema sú fyrsta) en þær vantar nú (sjá Kålund).
  • Handritið var áður bundið með AM 614 a-f 4to ogAM 779 c IV 4to.

Ferill

Árni Magnússon tók úr bók sem hann fékk hjá séra Jóni Torfasyni á Breiðabólstað og var komin í eigu hans 1721 (sjá seðil). Nefnd Breiðabólstaðarbók í Nials saga, Havniæ 1809, bls. 741-742.

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 19. febrúar 1976.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

  • ÞS skráði samkvæmt reglum TEI P521. apríl 2009 og síðar.
  • ÞS færði inn grunnupplýsingar 1. nóvember 2001.
  • Kålund gekk frá handritinu til skráningar 23. september 1887(sjá Katalog I 1889:704 (nr. 1372).

    GV sló inn texta af seðlum Árna Magnússonar undir umsjón ÞS og með hliðsjón af gögnum frá MJ.

Viðgerðarsaga

Birgitte Dall gerði við og batt í nóvember 1975.

Matthías Larsen Bloch batt í pappa á árunum 1772-1780. Bandið fylgir með handritinu í öskju.

Myndir af handritinu

  • Stafrænar myndir á www.sagnanet.is.
  • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

Lýsigögn
×

Lýsigögn