Handrit.is
 

Skráningarfærsla handrits

AM 554 b 4to

Skoða myndir

Króka-Refs saga; Ísland, 1675-1699

Nafn
Þórunn Sigurðardóttir 
Fædd
14. janúar 1954 
Starf
 
Hlutverk
Skrásetjari 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Kålund, Kristian Peter Erasmus 
Fæddur
19. ágúst 1844 
Dáinn
4. júlí 1919 
Starf
Bókavörður 
Hlutverk
Fræðimaður 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Larsen Bloch, Matthias 
Starf
Conservator 
Hlutverk
Bókbindari 
Ítarlegri upplýsingar
Tungumál textans
Íslenska

Innihald

(1r-17v)
Króka-Refs saga
Titill í handriti

„Hér skrifast saga af Króka-Ref“

Upphaf

Á dögum Hákonar kóngs Aðalsteinsfóstra …

Niðurlag

„… og er margt göfugra manna frá honum komið …“

Baktitill

„Og lúkum vér hér sögu af Króka-Ref og öllum hans frægðarverkum.“

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír.
Blaðfjöldi
17 blöð (205 mm x 163 mm).
Tölusetning blaða

Handritið hefur verið blaðmerkt síðar með rauðu bleki 1-17.

Kveraskipan

Tvö kver.

 • Kver I: bl. 1-8, 4 tvinn.
 • Kver II: bl. 9-17, 4 tvinn og stakt blað.

Ástand

Dökkur blettur og gat ofarlega á blaði 6.

Umbrot

 • Eindálka.
 • Leturflötur er ca 165-170 mm x 130 mm.
 • Línufjöldi er 27-30.
 • Kaflatal sums staðar á spássíum.
 • Griporð.

Skrifarar og skrift

Óþekktur skrifari, fljótaskrift.

Skreytingar

Titill sögunnar er feitletraður og upphafsstafur hans lítillega pennaflúraður (bl. 1r).

Upphafsstafir flestra kafla eru feitletraðir og pennaflúraðir. Stærstir eru á bl. 1r, 14r, 15r, 16v.

Bókahnútar við sögulok (bl. 17v).

Örlítið pennaflúr undir griporðum.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Mislöng strik langsum niður ytri spássíu margra blaða og einnig strikað undir orð og setningar víða, ef til vill með hendi skrifara.

Band

Band frá árunum 1772-1780 (209 mm x 167 mm x 7 mm). Pappaspjöld klædd handunnum pappír. Safnmark og titill skrifað framan á kápu. Blár safnmarksmiði á kili. Spjaldblöð úr prentaðri bók.

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið var skrifað á Íslandi. Það er tímasett til loka 17. aldar í Katalog I, bls. 700.

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 21. október 1975.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

 • ÞS skráði samkvæmt reglum TEI P58. apríl 2009 og síðar.
 • ÞS færði inn grunnupplýsingar 31. október 2001.
 • Kålund gekk frá handritinu til skráningar 19. september 1887(sjá Katalog I 1889:700 (nr. 1361).

Viðgerðarsaga

Matthías Larsen Bloch batt á árunum 1772-1780.

Myndir af handritinu

 • Stafrænar myndir á www.sagnanet.is.
 • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

HöfundurTitillRitstjóri / ÚtgefandiUmfang
Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamlinged. Kristian Kålund
Már JónssonÁrni Magnússon : ævisaga
Ólafur Halldórsson„Athugasemdir við bók Más Jónssonar um Árna Magnússon“, Gripla2000; 11: s. 326-328
« »