Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM 552 o 4to

Hávarðar saga Ísfirðings ; Ísland, 1675-1699

Tungumál textans
íslenska

Innihald

(1r-10v)
Hávarðar saga Ísfirðings
Titill í handriti

Saga af Hávarði halta og Ísfirðingum

Upphaf

Þorbjörn hét maður, hann var Þjóðreksson …

Niðurlag

… og lúkum vér svo þessari sögu. Þakki þeir sem hlýddu bæði þeim sem skrifaði og las, nema bæði sé.

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír.
Blaðfjöldi
i + 10 + i blöð (200 mm x 164-165 mm).
Tölusetning blaða

Handritið hefur verið blaðmerkt síðar með blýanti, 1-10.

Kveraskipan

Eitt kver, 5 tvinn.

Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er ca 160-166 mm x 140-145 mm.
  • Línufjöldi er 28-29.
  • Niðurlag sögunnar endar í totu á bl. 10v.

Ástand

Handritið er nokkuð notkunarnúið og skítugt. Vatnsblettir einkum á ytri spássíu að ofan.

Skrifarar og skrift

Talið skrifað af séra Ólafi Gíslasyni á Hofi í Vopnafirði, fljótaskrift.

Band

Band frá júlí 1976 (210 mm x 189 mm x 9 mm). Pappaspjöld klædd fínofnum líndúk, grófari dúkur á kili og hornum. Saumað á móttök. Saurblöð tilheyra bandi.

Handritið liggur í öskju ásamt gömlu bandi.

Eldra pappaband frá árunum 1772-1780. Titlar og safnmark skrifað framan á kápu. Blár safnmarksmiði á kili.

Fylgigögn

  • Fastur seðill (tvinn utan um handritið) Árna Magnússonar með titli sögunnar og upplýsingum um uppruna handritsins: Havardz saga hallta. ur bokum sem eg feck af Sr Olafi Gislasyne ä Hofi i Vopnafirde. á rektósíðu fremra blaðsins.
  • Laus seðill frá Kaupmannahöfn með upplýsingum um forvörslu.

Uppruni og ferill

Uppruni

Ferill

Árni Magnússon fékk handritið hjá séra Ólafi Gíslasyni á Hofi (sjá seðil).

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 14. apríl 1977.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

  • ÞS skráði samkvæmt reglum TEI P531. mars 2009 og síðar.
  • ÞS færði inn grunnupplýsingar 30. október 2001.
  • Kålund gekk frá handritinu til skráningar 16. september 1887(sjá Katalog I 1889:697 (nr. 1346) .

    GV sló inn texta af seðlum Árna Magnússonar undir umsjón ÞS og með hliðsjón af gögnum frá MJ.

Viðgerðarsaga

Birgitte Dall gerði við og batt í mars 1976. Askjan var gerð í október sama ár.

Matthías Larsen Bloch batt á árunum 1772-1780. Bandið liggur í öskju með handritinu.

Myndir af handritinu

  • Stafrænar ljósmyndir á www.sagnanet.is.
  • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

Höfundur: Loth, Agnete
Titill: Sønderdelte arnamagnæanske papirhåndskrifter,
Umfang: s. 113-142
Titill: Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling
Ritstjóri / Útgefandi: Kålund, Kristian
Lýsigögn
×

Lýsigögn