Skráningarfærsla handrits

AM 552 k β 4to

Samtíningur ; Ísland, 1683

Athugasemd
Samsett úr nokkrum handritum.

Innihald

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír.
Blaðfjöldi
i + 21 + i blað.
Tölusetning blaða

Handritið hefur allt verið blaðmerkt nýlega með blýanti, 1-21.

Band

Band frá október 1992 (214 mm x 187 mm x 12 mm). Pappaspjöld klædd fínofnum líndúk. Grófari dúkur á kili og hornum. Saumað á móttök. Saurblöð tilheyra bandi.

Gamalt pappaband frá árunum 1772-1780. Safnmark og titill skrifað framan á kápu. Blár safnmarksmiði á kili.

Fylgigögn

Laus seðill frá Kaupmannahöfn með upplýsingum um forvörslu.

Uppruni og ferill

Ferill

Árni Magnússon fékk hjá séra Ólafi Gíslasyni á Hofi í Vopnafirði.

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 13. nóvember 1992.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

  • ÞS skráði samkvæmt reglum TEI P527.-30. mars 2009 og síðar.
  • ÞS færði inn grunnupplýsingar 29. október 2001.
  • Kålund gekk frá handritinu til skráningar 15. september 1887(sjá Katalog I 1889:696 (nr. 1342) .

Viðgerðarsaga

Viðgert og bundið af Birgitte Dall í október 1992.

Áður bundið af Matthíasi Larsen Bloch á árunum 1772-1780. Það band fylgir.

Myndir af handritinu

  • Stafrænar ljósmyndir á www.sagnanet.is.
  • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.
  • Negatíf örfilma á Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi. Askja 394.

Hluti I ~ AM 552 k β 1 4to

Tungumál textans
íslenska
1 (1r-18r)
Þorsteins saga Víkingssonar
Titill í handriti

Saga frá Þorsteini Víkingssyni

Upphaf

Maður er nefndur Vífill …

Niðurlag

… sem honum voru samtíða.

Baktitill

Lúkum vér hér nú sögu Þorsteins Víkingssonar.

2 (18r-18v)
Kvæði
Höfundur

Þórður Jónsson

Upphaf

Lestu þáttinn Þorsteins …

Niðurlag

… og öllum börnum hennar.

Skrifaraklausa

Endað að Kálfavík seint og illa, bið eg góðan vin að lagfæra og leiðrétta, og halda mér til góða svo bægilegt klór. Befala hann Guði. Anno 1683 d. 5. januarij. Þórður Jónsson E.h.

Athugasemd

Vísurnar eru ortar til lesenda handritsins.

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðfjöldi
18 blöð (200-203 mm x 160-164 mm).
Tölusetning blaða

Handritið hefur verið blaðmerkt nýlega með blýanti, 1-18.

Kveraskipan

Tvö kver.

  • Kver I: bl. 1-8, 4 tvinn.
  • Kver II: bl. 9-18, 5 tvinn.

Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er ca 175-180 mm x 135-140 mm.
  • Línufjöldi er 35-38.
  • Griporð.
  • Upphafsstafir eru sums staðar dregnir út úr leturfleti, sjá einkum bl. 5v, 7v og 8r.
  • Kaflar eru númeraðir á spássíum.

Ástand

Handritið er morkið á jöðrum en gert hefur verið við það með pappír. Texti hefur skerst á bl. 1, 9r, 17 og 18.

Skrifarar og skrift

Með hendi Þórðar Jónssonar í Kálfavík, fljótaskrift.

Skreytingar

Upphafsstafir kafla eru feitletraðir og pennaflúraðir; stærstir eru M á blaði 1r, Þ á 7v og N á 9v.

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið var skrifað á Íslandi árið 1683 af Þórði Jónssyni í Kálfavík (sjá skrifaraklausu á bl. 18v).

Hluti II ~ AM 552 k β 2 4to

Tungumál textans
íslenska
1 (19r-v)
Almanak
Titill í handriti

Januaríus

Athugasemd

Brot úr almanaki á versósíðu en útreikningar á rektósíðu.

Efnisorð
2 (20r-v)
Sendibréf
Athugasemd

Brot úr sendibréfi til Jóns Arasonar skólameistara í Skálholti.

Jón var skólameistari á árunum 1633-1636.

Utanáskrift er á versósíðu.

3 (21r)
Verslunarreikningur
Athugasemd

Reikningurinn er stílaður á Jón Arason í Vatnsfirði og ársettur 1658.

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðfjöldi
3 blöð (195-202 mm x 137-150 mm). Blað 21v upprunalega autt.
Tölusetning blaða
Handritið hefur nýlega verið blaðmerkt með blýanti, 19-21.
Kveraskipan

Tvinn og stakt blað.

Umbrot

Einn dálkur.

Ástand

Blöðin bera þess merki að hafa verið notuð í band. Skorið hefur verið bæði neðan af þeim og við ytri spássíu.

Skrifarar og skrift

Óþekktir skrifarar.

Uppruni og ferill

Uppruni

Blöðin eru skrifuð á Íslandi, trúlega við Ísafjarðardjúp á árunum 1633-1636 og 1658. Þau eru tímasett til 17. aldar í  Katalog I , bls. 696.

Ferill
Á bl. 21v stendur Sum ex libris Vigfusi Gudbrandi. Vigfús Guðbrandsson var sonarsonur Jóns Arasonar í Vatnsfirði.

Notaskrá

Titill: Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling
Ritstjóri / Útgefandi: Kålund, Kristian
Titill: , Jóns saga Hólabyskups ens helga
Ritstjóri / Útgefandi: Foote, Peter
Umfang: 14
Lýsigögn
×

Lýsigögn