Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM 552 e 4to

Þorsteins þáttur stangarhöggs ; Ísland, 1675-1699

Tungumál textans
íslenska

Innihald

1 (1v-4v)
Þorsteins þáttur stangarhöggs
Titill í handriti

Þáttur af Þorsteini stangarhögg og Bjarna á Hofi

Upphaf

Maður hét Þórarinn og bjó í Suðnudal [!] …

Niðurlag

… Og lúkum vér hér þessum þætti.

2 (4v-9r)
Gunnars þáttur Þiðrandabana
Titill í handriti

Þáttur af Gunnari Þiðrandabana

Upphaf

Þorgrímur hét maður og var kallaður þrumur …

Niðurlag

… var hann í Noregi til elliævi sinnar.

Baktitill

Og lúkum vér hér þessum þætti af Gunnari Þiðrandabana.

3 (9r-17r)
Gunnars saga Keldugnúpsfífls
Titill í handriti

Hér byrjast saga af Gunnari Keldugnúpsfífli

Upphaf

Þorgrímur hét maður, hann bjó á þeim bæ …

Niðurlag

… og þóttu allir miklir fyrir sér.

Baktitill

og lýkur hér sögu af Gunnari Keldugnúpsfífli.

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír.
Blaðfjöldi
i + 18 + i blöð (205-207 mm x 162-164 mm). Blað 1r upprunalega autt. Neðri hluti blaðs 17r auður, 17v og 18 eru auð.
Tölusetning blaða

Handritið hefur verið blaðmerkt síðar með blýanti, 1-17. Aftasta blaðið er ómerkt.

Kveraskipan

Tvö kver.

  • Kver I: bl. 1-10, 5 tvinn.
  • Kver II: bl. 11-16, 3 tvinn.

Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er ca 170 mm x 135 mm.
  • Línufjöldi er ca 27-34.
  • Kaflanúmer á spássíum á blöðum 9-16.

Ástand

  • Vantar aftan af handritinu en textanum bætt við á innskotsblaði.
  • Krassað hefur verið yfir lausavísu á bl. 1r.
  • Á bl. 1r virðist hafa verið límt yfir efri hluta síðunnar.

Skrifarar og skrift

Með hendi Ólafs Gíslasonar á Hofi í Vopnafirði, fljótaskrift.

Skreytingar

Pennaflúraðir upphafsstafir á bl. 1v og 9r.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

  • Blöð 17-18 eru innskotsblöð (tvinn).
  • Síðustu hálfu síðunni (bl. 17r) bætt við fyrir Árna Magnússon.
  • Lausavísa um Þórð hreðu á bl. 1r, útkrössuð.
  • Spássíugreinar sums staðar. Einnig eru málshættir merktir á spássíu með proverb (bl. 5v, 6v, 11r).

Band

Band frá mars 1976 (217 mm x 187 mm x 11 mm). Pappaspjöld klædd fínofnum líndúk. Grófari dúkur á kili og hornum. Saumað á móttök. Saurblöð tilheyra bandi.

Handritið liggur í öskju ásamt eldra bandi.

Eldra pappaband frá árunum 1772-1780. Safnmark og titlar skrifaðir framan á kápu. Blár safnmarksmiði á kili.

Fylgigögn

  • Fastur seðill (205 mm x 159 mm) fremst með hendi Árna Magnússonar með titlum og upplýsingum um uppruna á rektóhlið: Þorfins saga Stangarhggs. Gunnars saga Þidranda bana. Gunnars saga Kelldugnupsfifls. ur bokum er eg feck af Sr Olafi Gislasyne ä Hofe i Vopnafirde.
  • Laus seðill frá Kaupmannahöfn með upplýsingum um forvörslu.

Uppruni og ferill

Uppruni

Ferill

Árni Magnússon fékk handritið hjá séra Ólafi Gíslasyni á Hofi í Vopnafirði (sjá seðil).

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 1. apríl 1977.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

  • ÞS skráði samkvæmt reglum TEI P524. mars 2009 og síðar.
  • ÞS færði inn grunnupplýsingar 4. desember 2001.
  • Kålund gekk frá handritinu til skráningar 13. september 1887(sjá Katalog I 1889:694 (nr. 1336) .

    GV sló inn texta af seðlum Árna Magnússonar undir umsjón ÞS og með hliðsjón af gögnum frá MJ.

Viðgerðarsaga

Viðgert og bundið af Birgitte Dall í mars 1976.

Bundið af Matthias Larsen Bloch á árunum 1772-1780.

Myndir af handritinu

  • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.
  • Negatíf örfilma á Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi frá október 1993 (í öskju 394).
  • Stafrænar myndir á Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.

Notaskrá

Höfundur: Loth, Agnete
Titill: , Sønderdelte arnamagnæanske papirhåndskrifter
Umfang: s. 113-142
Titill: Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling
Ritstjóri / Útgefandi: Kålund, Kristian
Lýsigögn
×

Lýsigögn