Skráningarfærsla handrits

AM 539 4to

Rémundar saga keisarasonar ; Ísland, 1600-1700

Athugasemd
Handritið er samsett úr tveimur hlutum.
Tungumál textans
íslenska

Innihald

1
Notaskrá
Notaskrá

Kom út á prenti. Sjá Broberg, S.G., Rémundar saga keisarasonar 1909-1912.

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír (vatnsmerki)
Blaðfjöldi
ii + 28 + ii blöð.
Tölusetning blaða

Seinni tíma blaðmerking með blýanti 1-28.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

  • Bl. 17-28 innskotsblöð.
  • Tvö saurblöð frá Árna Magnússyni.
  • Á fremra saurbl. 2 eru upplýsingar um feril með hendi Árna Magnússonar.
  • Athugasemdir og leiðréttingar á 5v, 6v, 8v-9r, 11v-12r, 14v, 15v, 16r-v, 19v. Sumt með hendi skrifara.
  • Pennakrot á 1r, 26r, 28r.

Band

Band frá mars 1990 (220 mm x 183 mm x 12 mm). Spjöld og kjölur klædd fínofnum líndúki. Saumað á móttök. Tvö saurblöð úr bandi.

Eldra band frá c1772-1780. Pappaspjöld og kjölur klædd handunnum pappír. Efnisyfirlit framan á kápu. Á spjaldblöðum sést spegilmynd af prentuðu máli.

Fylgigögn

  • Fastur seðill (188 mm x 144 mm) með hendi skrifara Árna Magnússonar: Rémundar saga. Úr bók í 4to sem ég keypti 1710 af Jórunni í Ytri- Hjarðardal í Önundarfirði konu Jóns Steindórssonar yngra. Er með hendi Steindórs Ormssonar. A.M.
  • Laus seðill frá Kaupmannahöfn um forvörslu.

Uppruni og ferill

Uppruni

Skrifað á Íslandi.

Bl. 1-16 með hendi Steindórs Ormssonar. Kålund tímasetti allt handritið til 17. aldar ( Katalog (I) 1889: 682).

Þegar Árni Magnússon fékk handritið voru AM 630 4to og AM 779 c II 4to í sömu bók.

Ferill

Árni Magnússon keypti af Jórunni Jónsdóttur í Ytri-Hjarðardal í Önundarfirði, konu Jóns Steindórssonar yngri 1710.

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar tók við handritinu 16. mars 1990.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

  • MJG uppfærði með gögnum frá BS, 23. febrúar 2024.
  • ÞS tölvuskráði 17. október 2002.
  • Kålund gekk frá handritinu til skráningar 31. ágúst 1887 ( Katalog (I) 1889:682 (nr. 1316) ).

Viðgerðarsaga

Viðgert og bundið í Kaupmannahöfn í mars 1990. Eldra band fylgir.

Matthías Larsen Bloch batt á árunum 1772-1780.

Myndir af handritinu

Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Hluti I ~ AM 539 4to

1 (1r-16v)
Rémundar saga keisarasonar
Titill í handriti

Sagan fra Riemundi keisara | syne

Upphaf

Þad er vpphaf a þessare frasogu ad eirnn agiætr keisari ...

Niðurlag

... langa stund, að hvárr minniz við annan við hjartaligri ást ...

Athugasemd

Upprunalega handritið (bl. 1-16) endar í 43. kafla en þá er fyllt upp með innskotsblöðum (bl. 17-28) (sjá hér fyrir neðan).

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír með vatnsmerkjum.
  • Vatnsmerki 1: Aðalmerki: Sporjöskulaga form með blómum fyrir innan og dýrum(?) í miðju. Ofan á og að neðan á útlínum formsins er skreyting (bl. 3, 4, 5, 6, 10, 11, 14, 15 ).
Blaðfjöldi
16 blöð (194 mm x 159 mm).
Tölusetning blaða

Seinni tíma blaðmerking með blýanti 1-16.

Kveraskipan

Þrjú kver:

  • Kver I: bl. 1-8 (1+8, 2+7, 3+6, 4+5), 4 tvinn.
  • Kver II: bl. 9-12 (9+12, 10+11), 2 tvinn.
  • Kver III: bl. 13-16 (13+16, 14+15), 2 tvinn.

Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er 145-155 mm x 124-140 mm.
  • Línufjöldi er frá 31 til 42.
  • Griporð, pennaflúruð.

Ástand
  • Handritið er blettótt og sums staðar eru blettir yfir orðum.
  • Bleksmitun, skerðir texta.
  • Viðgerðir við kjöl á mörgum blöðum.
Skrifarar og skrift

Eiginhandrit Steindór Ormsson, blendingsskrift, undir áhrifum kansellískriftar.

Skreytingar

Upphafsstafir dregnir stærra (3 línur) og oft með örlitlu pennaflúri.

Fyrirsagnir og fyrsta lína eru skrifuð með kansellískrift.

Skreyting við eða umhverfis griporð.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur
Sjá fyrir ofan.
Fylgigögn
Sjá fyrir ofan.

Hluti II ~ AM 539 4to

1 (17r-28v)
Rémundar saga keisarasonar (brot)
Upphaf

... langa stund, að hvárr minniz við annan við hjartaligri ást ...

Niðurlag

... hafe sa þøck er las og sa er skrifade og aller þeir tilhlÿda, Geÿme vor nu allra Gud j himerÿke. Amen.

Athugasemd

Upprunalega handritið (bl. 1-16) endar í 43. kafla en þá er fyllt upp með innskotsblöðum (bl. 17-28) sem inniheldur lok sögunnar.

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír með vatnsmerkjum.
  • Vatnsmerki 1: Aðalmerki: Dárahöfuð (bl. 18, 19, 22, 23, 26, 27 ).

    Mótmerki: Fangamark (bl. 20, 24, 28 ).

Blaðfjöldi
12 blöð (194 mm x 159 mm).
Tölusetning blaða

Seinni tíma blaðmerking með blýanti 17-28.

Kveraskipan

Eitt kver:

  • Innskotsblöðin eru eitt kver: bl. 17-28 (17+28, 18+27, 19+26, 20+25, 21+24, 22+23), 6 tvinn.

Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er 165 mm x 130 mm.
  • Línufjöldi er frá 30 til 34.
  • Griporð, pennaflúruð.

Ástand
  • Handritið er blettótt og sums staðar eru blettir yfir orðum.
  • Bleksmitun, skerðir texta.
Skrifarar og skrift

Ein hönd, óþekktur skrifari, léttiskrift.

Skreytingar

Upphafsstafir dregnir stærra (1-2 línur) og oft með örlitlu pennaflúri.

Fyrirsagnir og fyrsta lína eru skrifuð með kansellískrift.

Ígildi bókahnútar (28v).

Notaskrá

Titill: Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling
Ritstjóri / Útgefandi: Kålund, Kristian
Titill: , Hákonar saga Hárekssonar
Ritstjóri / Útgefandi: Overgaard, Mariane
Umfang: 32
Höfundur: Andersen, Merete Geert
Titill: , Colligere fragmenta, ne pereant
Umfang: s. 1-35
Höfundur: Springborg, Peter
Titill: Himmelrivende, Equus Troianus sive Trójuhestur tygjaður Jonnu Louis-Jensen
Umfang: s. 66-69
Titill: Rémundar saga keisarasonar, STUAGNL
Ritstjóri / Útgefandi: Broberg, Sven Grén
Umfang: XXXVIII
Titill: , Mattheus saga postula
Ritstjóri / Útgefandi: Ólafur Halldórsson
Umfang: 41
Höfundur: Ólafur Halldórsson
Titill: Athugasemdir við bók Más Jónssonar um Árna Magnússon, Gripla
Umfang: 11
Lýsigögn
×

Lýsigögn