Handrit.is
 

Skráningarfærsla handrits

AM 539 4to

Handrit hefur ekki verið myndað stafrænt

Rémundar saga keisarasonar; Ísland, 1600-1700

Nafn
Árni Magnússon 
Fæddur
13. nóvember 1663 
Dáinn
7. janúar 1730 
Starf
Prófessor 
Hlutverk
Fræðimaður; Höfundur; Skrifari; Ljóðskáld 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Jórunn Jónsdóttir 
Fædd
1666 
Starf
 
Hlutverk
Eigandi 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Jón Steindórsson 
Fæddur
1662 
Starf
Bóndi 
Hlutverk
Eigandi 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Kålund, Kristian Peter Erasmus 
Fæddur
19. ágúst 1844 
Dáinn
4. júlí 1919 
Starf
Bókavörður 
Hlutverk
Fræðimaður 
Ítarlegri upplýsingar
Tungumál textans
Íslenska

Innihald

(1r-28v)
Rémundar saga keisarasonar
Titill í handriti

„Sagan fra Riemundi keisara | syne“

Upphaf

Þad er vpphaf a þessare frasogu ad eirnn agiætr keisari

Niðurlag

„hafe sa þøck er las og sa er skrifade og aller þeir tilhlÿda, Geÿme vor nu allra Gud j himerÿke. Amen.“

Aths.

Upprunalega handritið (bl. 1-16) endar í 43. kafla en þá er fyllt upp með innskotsblöðum (bl. 17-28).

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír (vatnsmerki)
Blaðfjöldi
ii + 28 + ii blöð (194 mm x 159 mm).
Tölusetning blaða

Seinni tíma blaðmerking með blýanti 1-28.

Kveraskipan

Þrjú kver:

 • Kver I: 8 blöð, 4 tvinn.
 • Kver II: 4 blöð, 2 tvinn.
 • Kver III: 4 blöð, 2 tvinn.
 • Innskotsblöðin eru eitt kver: 12 blöð, 6 tvinn.

Ástand

Handritið er blettótt og sums staðar eru blettir yfir orðum.

Umbrot

 • Leturflötur bl. 1-16 er 145 mm x 124-140 mm.
 • Leturflötur bl. 17-28 er 160-167 mm x 125-136 mm.
 • Línufjöldi bl. 1-16 er frá 31 til 42.
 • Línufjöldi bl. 17-28 er frá 30 til 34.
 • Griporð.

Skrifarar og skrift
Skreytingar

Upphafsstafir dregnir stærra og oft með örlitlu pennaflúri.

Ígildi bókahnútar (28v).

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

 • Bl. 17-28 innskotsblöð.
 • Tvö saurblöð frá Árna Magnússyni.
 • Á fremra saurbl. 2 eru upplýsingar um feril með hendi Árna Magnússonar.
 • Athugasemdir og leiðréttingar á 5v, 6v, 8v-9r, 11v-12r, 14v, 15v, 16r-v, 19v. Sumt með hendi skrifara.
 • Pennakrot á 1r, 26r, 28r.

Band

Band frá mars 1990 (220 mm x 183 mm x 12 mm). Spjöld og kjölur klædd fínofnum líndúki. Saumað á móttök. Tvö saurblöð úr bandi.

Eldra band frá c1772-1780. Pappaspjöld og kjölur klædd handunnum pappír. Efnisyfirlit framan á kápu. Á spjaldblöðum sést spegilmynd af prentuðu máli.

Fylgigögn

 • Fastur seðill (188 mm x 144 mm) með hendi skrifara Árna Magnússonar: „Rémundar saga. Úr bók í 4to sem ég keypti 1710 af Jórunni í Ytri- Hjarðardal í Önundarfirði konu Jóns Steindórssonar yngra. Er með hendi Steindórs Ormssonar. A.M. “
 • Laus seðill frá Kaupmannahöfn um forvörslu.

Uppruni og ferill

Uppruni

Bl. 1-16 með hendi Steindórs Ormssonar. Kålund tímasetti allt handritið til 17. aldar (Katalog (I) 1889:682).

Þegar Árni Magnússon fékk handritið voru AM 630 4to og AM 779 c II 4to í sömu bók.

Ferill

Árni Magnússon keypti af Jórunni Jónsdóttur í Ytri-Hjarðardal í Önundarfirði, konu Jóns Steindórssonar yngri 1710.

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar tók við handritinu 16. mars 1990.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

Viðgerðarsaga

Viðgert og bundið í Kaupmannahöfn í mars 1990. Eldra band fylgir.

Matthías Larsen Bloch batt á árunum 1772-1780.

Myndir af handritinu

Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

HöfundurTitillRitstjóri / ÚtgefandiUmfang
Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamlinged. Kristian Kålund
Merete Geert Andersen„Colligere fragmenta, ne pereant“, s. 1-35
Már Jónsson„Raunir handritasafnarans : Vestfjarðaleiðangur Árna Magnússonar sumarið 1710“, Handritasyrpa : rit til heiðurs Sigurgeiri Steingrímssyni sjötugum 2. október 2013, 2014; 88: s. 23-39
Hákonar saga Hárekssonar, ed. Mariane Overgaard2009; 32
Mattheus saga postula, ed. Ólafur Halldórsson1994; 41: s. cxlvii, 86 p.
Ólafur Halldórsson„Athugasemdir við bók Más Jónssonar um Árna Magnússon“, Gripla2000; 11: s. 326-328
Peter Springborg„Himmelrivende“, Equus Troianus sive Trójuhestur tygjaður Jonnu Louis-Jensen1986; s. 66-69
« »