Skráningarfærsla handrits

AM 536 4to

Mágus saga ; Ísland, 1650-1700

Tungumál textans
íslenska

Innihald

(1r-41r)
Mágus saga
Titill í handriti

Sagan af Maguse Jarle og þeim Amunda sonum

Athugasemd

Með tilheyrandi þáttum.

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír með vatnsmerkjum.
  • Vatnsmerki 1: Aðalmerki: Meðalstórt dárahöfuð með sjö bjöllum á kraga (bl. 1, 3, 6, 8 ).

  • Vatnsmerki 2: Aðalmerki: Lilja og hjarta (bl. 35, 36, 37, 40 ).

Blaðfjöldi
ii + 41 + ii blöð (195 mm x 155 mm). Blað 41v er autt.
Tölusetning blaða

Blaðsíðumerking með brúnu bleki á efri spássíu 1-81, síðari tíma viðbót.

Kveraskipan

6 kver:

  • Kver I: bl. 1-8 (1+8, 2+7, 3+6, 4+5), 4 tvinn.
  • Kver II: bl. 9-16 (9+16, 10+15, 11+14, 12+13), 4 tvinn.
  • Kver III: bl. 17-24 (17+24, 18+23, 19+22, 20+21), 4 tvinn.
  • Kver IV: bl. 25-32 (25+32, 26+31, 27+30, 28+29), 4 tvinn.
  • Kver V: bl. 33-41 (33, 34+41, 35+40, 36+37, 38+39), 1 stakt blað, 3 tvinn, innskots tvinn.

Umbrot
  • Eindálka.
  • Leturflötur er 155-175 mm x 125 mm.
  • Síðutitlar í fyrri hluta áður en ættfræðiefnið hefst.
  • Griporð, pennaflúruð.
Ástand
  • Blöð óhrein vegna bletta.
  • Jaðar er dekkri en blöðin sjálf.
  • Horn blaða eru snjáð.
Skrifarar og skrift

Ein hönd, Jón Þórðarson, fljótaskrift og kanellískrift. Skrifaði hluta af AM 345 4to.

Skreytingar

Upphafsstafir skreyttir með blómamynstri og laufblöðum, ca 10 línur.

Aðrir upphafstafir eru minni (2-3 línur), en skreyttir, fyrir utan blóm og laufblöð, þá eru andlit með skegg í "Þ" og "N".

Á neðri spássíu á bl. 25r er blekteikning, maður með hatt og yfirvaraskegg.

Skreyting við eða umhverfis griporð.

Nótur

Nótnaskrift á bókfelli í bandi.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur
  • Leiðréttingar á spássíum.
  • Á neðri spássíu á bl. 1r er skrifað: Ion Halldorsson med eigin hendi. Sama hönd hefur skrifað á bl. 23r: Hier kiemur konur[!].
  • Önnur hönd, sem hefur verið auðkennd sem Jón Jónsson, sonur skrifarans Jóns Þórðarsonar, (sjá AM 345 4to, bl. 29v), hefur bætt við skrifaraklausu: Anno 1700 Jon Þorðarson Med eigin hendi á bl. 41r. Hann hefur einnig bætt skrifaraklausu í nafni föður síns í AM 585 c 4to á bl. 19r.
  • Fyrir neðan skrifaraklausuna, hefur önnur hönd skrifað: Halldor Joonsson.
  • Bl. 36+37 (tvinn) hefur verið stungið inn á milli tveggja tvinn-a í kveri V.
Band

Spjöld og kjölur klædd bókfelli úr latnesku helgisiðahandriti með nótnaskrift.

Fylgigögn

Fastur seðill (158 mm x 132 mm) fremst með hendi Árna Magnússonar: Mágus saga. Úr bók er ég fékk af Markúsi Bergssyni og tók í sundur. Er fín.

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið er skrifað á Íslandi og tímasett til síðari hluta 17. aldar í  Katalog I, bls. 681. Það var áður hluti af stærra handriti.

Ferill

Jón Jónsson erfði safn handrita, sem þetta handrit var hluti af, eftir föður sinn Jón Þórðarson. Árið 1710, gaf Markús Bergsson stærra handrit til Árna Magnússonar, sem endurraðaði því. Það er ekki vitað hvernig handritið kom til Markúsar Bergssonar, en í athugasemdum sínum, nefnir ÁrniSigmundur Sæmundsson er sagður hafa verið fyrri eigandi. (Sjá AM 435 a 4to, bl. 82r).

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 22. nóvember 1982.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill
  • MJG uppfærði með gögnum frá BS, 21. febrúar 2024.
  • ÞS skráði 10. ágúst 2001.
  • Tekið eftir Katalog I, bls. 681 (nr. 1313). Kålund gekk frá handritinu til skráningar í október 188?.
Myndir af handritinu

Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

Titill: Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling
Ritstjóri / Útgefandi: Kålund, Kristian
Lýsigögn
×
Efni skjals
×
  1. Mágus saga

Lýsigögn