Handrit.is
 

Skráningarfærsla handrits

AM 514 4to

Skoða myndir

Ljósvetninga saga; Ísland, 1650-1699

Nafn
Þórunn Sigurðardóttir 
Fædd
14. janúar 1954 
Starf
 
Hlutverk
Skrásetjari 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Ólöf Benediktsdóttir 
Fædd
4. febrúar 1947 
Starf
 
Hlutverk
Skrásetjari 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Kålund, Kristian Peter Erasmus 
Fæddur
19. ágúst 1844 
Dáinn
4. júlí 1919 
Starf
Bókavörður 
Hlutverk
Fræðimaður 
Ítarlegri upplýsingar
Tungumál textans
Íslenska

Innihald

(1r-24r (s. 1-47))
Ljósvetninga saga
Titill í handriti

„Hér hefur sögu af Þorgeir goða, Guðmundi ríka og Þorkel hák“

Upphaf

Þorgeir goði bjó að Ljósavatni …

Niðurlag

„… og féll á Englandi með Haraldi Sigurðarsyni. Og lýkst hér svá þessi saga.“

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír.
Blaðfjöldi
ii + 24 + vii blöð (197 mm x 153-155 mm). Blað 24v er autt.
Tölusetning blaða

Upprunaleg blaðsíðumerking 1-47.

Kveraskipan

Fjögur kver.

 • Kver I: bl. 1-4, 2 tvinn.
 • Kver II: bl. 5-12, 4 tvinn.
 • Kver III: bl. 13-20, 4 tvinn.
 • Kver IV: bl. 21-24, 2 tvinn.

Umbrot

 • Eindálka.
 • Leturflötur er ca 162-170 mm x 130-135 mm.
 • Línufjöldi er ca 23-27.
 • Griporð.

Skrifarar og skrift

Með óþekktri hendi, kansellíbrotaskrift.

Skreytingar

Titill sögunnar er með stærra letri og upphafsstafur pennaflúraður (bl. 1r).

Pennaflúraðir upphafsstafir, stærstir á bl. 1r (Þ), 6r (I), 17v (Þ).

Nótur

Nótnaskrift á bókfelli í bandi.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Leiðrétting með annarri hendi á bl. 24r.

Band

 • Band frá árunum 1880-1920 (200 mm x 170 mm x 10 mm). Pappaspjöld klædd pappír með dökkbláu og brúnleitu marmaramynstri. Dökkur líndúkur á kili og hornum. Safnmarksmiði á kili.
 • Ysta saurblað fremst og aftast eru úr bandi. Önnur saurblöð úr eldra bandi.
 • Gamalt band var með bókfellsklæðningu úr latnesku messusiðahandriti með skrift og nótum.

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið var skrifað á Íslandi. Það er tímasett til síðari helmings 17. aldar í Katalog I, bls. 671.

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 2. október 1975.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

Myndir af handritinu

 • Stafrænar myndir á www.sagnanet.is.
 • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

HöfundurTitillRitstjóri / ÚtgefandiUmfang
Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamlinged. Kristian Kålund
s. 6
s. 271
Merete Geert Andersen„Colligere fragmenta, ne pereant“, s. 1-35
Ljósvetninga saga með þáttum. Reykdæla saga ok Víga-Skútu. Hreiðars þáttr, ed. Björn Sigfússon1940; 10
Guðvarður Már Gunnlaugsson„AM 561 4to og Ljósvetninga saga“, Gripla2000; 18: s. 67-88
Jón Helgason„Syv sagablade (AM 162 C fol, bl. 1-7)“, s. 1-97
« »