Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM 505 4to

Kormáks saga ; Danmörk, 1687-1688

Tungumál textans
íslenska

Innihald

(1r-46v)
Kormáks saga
Titill í handriti

Kormáks saga

Upphaf

Haraldur konungur hinn hárfagri réð fyrir Noregi …

Niðurlag

… og var lengi í víkingu. Og lýkur þar sögu þessi.

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír.
Blaðfjöldi
i + 48 + i blöð (210-214 mm x 160-165 mm). Blöð 47-48 eru auð.
Tölusetning blaða

Blöðin hafa verið blaðmerkt síðar með rauðu bleki 1-46. Blöð 47-48 eru ótölusett.

Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er ca 165 mm x 105-110 mm.
  • Línufjöldi er 21-23.
  • Kaflanúmer á spássíum.
  • Vísuorð eru sér um línu.
  • Eyður fyrir upphafsstafi víða.

Ástand
Blekklessa á bl. 16v.
Skrifarar og skrift

Blöð 1-11 með hendi Árna Magnússonar, árfljótaskrift.

Blöð 12-46 með hendi Ásgeirs Jónssonar, kansellíbrotaskrift undir áhrifum frá fljótaskrift.

Skreytingar

Pennaflúraðir upphafsstafir (E og S) á bl. 37v og 42r.

Stórir feitletraðir upphafsstafir á bl. 28v, 30v, 31v, 32v, 38v.

Band

Pappaspjöld klædd pappír með dökkbláu og brúnleitu marmaramynstri. Dökkur líndúkur á kili og hornum. Blár safnmarksmiði á kili.

Saurblöð tilheyra bandi.

Áður klætt bókfelli úr Jónsbókarhandriti frá því um 1600. Á bókfellinu er brot úr Landsleigubálki.

Uppruni og ferill

Uppruni
Skrifað í Kaupmannahöfn fyrir Árna Magnússon á árunum 1687-1688 (sbr. Már Jónsson 1998:66). Uppskrift eftir Möðruvallabók, AM 132 fol.
Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 27. september 1975.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

  • ÞS skráði skv. reglum TEI P5 10. febrúar 2009 og síðar.
  • ÞS færði inn grunnupplýsingar 1. október 2001.
  • Kålund gekk frá handritinu til skráningar 24. júní 1887(sjá Katalog I 1889:668 (nr. 1277) .

Myndir af handritinu

Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn. Stafrænar myndir á www.sagnanet.is

Notaskrá

Höfundur: Loth, Agnete
Titill: , Om nogle af Ásgeir Jónssons håndskrifter
Umfang: s. 207-212
Höfundur: McKinnell, John
Titill: The reconstruction of Pseudo-Vatnshyrna,
Umfang: s. 304-338
Titill: Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling
Ritstjóri / Útgefandi: Kålund, Kristian
Höfundur: Már Jónsson
Titill: Árni Magnússon : ævisaga
Höfundur: Már Jónsson
Titill: Heimtur: Ritgerðir til heiðurs Gunnari Karlssyni sjötugum, Skrifarinn Ásgeir Jónsson frá Gullberaströnd í Lundarreykjadal
Ritstjóri / Útgefandi: Guðmundur Jónsson, Helgi Skúli Kjartansson, Vésteinn Ólason
Umfang: s. 282-297
Höfundur: Stefán Karlsson
Titill: Um Vatnshyrnu,
Umfang: s. 279-303
Lýsigögn
×
Efni skjals
×
  1. Kormáks saga

Lýsigögn