Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM 502 4to

Hávarðar saga Ísfirðings ; Ísland, 1620-1670

Tungumál textans
íslenska

Innihald

(1r-28v)
Hávarðar saga Ísfirðings
Titill í handriti

Saga af Hávarði Ísfirðingi

Upphaf

Það er upphaf þessarar sögu, að Þorbjörn hét maður …

Niðurlag

… og lúkum vér þar nú þessari sögu.

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír.
Blaðfjöldi
i + 32 + i blöð (208-210 mm x 166 mm). Blöð 29-32 eru auð.
Tölusetning blaða

Upprunaleg blaðsíðumerking 1-56. Auðu blöðin aftast eru ótölusett.

Kveraskipan

Fjögur kver.

  • Kver I: bl. 1-8, 4 tvinn.
  • Kver II: bl. 9-16, 4 tvinn.
  • Kver III: bl. 17-24, 4 tvinn.
  • Kver IV: bl. 25-32, 4 tvinn.

Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er ca 170-180 mm x 135-140 mm.
  • Línufjöldi er 22-24.
  • Síðustu orð á síðu hanga víða undir leturfleti.

Skrifarar og skrift

Með hendi séra Ketils Jörundssonar, síðléttiskrift.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

  • Árni Magnússon bætti við með ungri hendi: al. af Ólafi Bjarnyl.
  • Lesbrigðum bætt við milli lína með annarri hendi. Árni Magnússon skrifaði lesbrigði við 15. kafla og neðst á bl. 18v-19r með ungri hendi: Variæ lectiones sem með minni hendi eru settar í þessu kap. 15 eru teknar úr exemplari Brynjólfs Þórðarsonar með hendi sr. Jóns Ólafssonar á Rauðasandi. Hefur sr. Jón við upphafið á þessum capitula skrifað in margine: Eftir Hauksbók og Landnámu. Það er að skilja, að hann hefur umbreytt nöfnunum í þessum capitula eftir Landnámu, hvar þau eru öðruvís, en þau munu hér með réttu vera eiga.

Band

Band frá árunum 1880-1920 (215 mm x 170 mm x 10 mm). Pappaspjöld klædd pappír með dökkbláu og brúnleitu marmaramynstri. Dökkur líndúkur á kili og hornum.

Saurblöð tilheyra bandi.

Spjöld og kjölur í eldra bandi klædd bókfelli úr Jónsbókarhandriti frá því um 1600. Á því eru brot úr Þingfararbálki og Kristindómsbálki.

Fylgigögn

Tveir seðlar með hendi Árna Magnússonar. Hvorirtveggju með upplýsingum um lesbrigði.

  • Seðill 1 (168 mm x 107 mm): Exemplar chartaceum þad sem þetta mitt er vid confererad, hafde soddann inscription: sagann af Havarde hinum hallta, Jsfirding, og syne hans Olafs Biarnyl. Nidurlag var þetta. Upp ï þennann Þorallzdal, og endar hier ad skrifa af Havardi hallta og Olaf Biarnyl.
  • Seðill 2 (143 mm x 108 mm): Til meire underrettingar um þessar Variantes lectiones Capitis 15. Med minni hendi þes þad eg hafi annoterad um exemplar Havardz sgu med hendi Sr Jons Olafssonar, i stærri bok ä nytt kalfskinn.

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið var skrifað á Íslandi. Það er tímasett til 17. aldar í  Katalog I , bls. 667, en virkt skriftartímabil Ketils Jörundssonar var á árunum 1620-1670.

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 27. september 1975.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

  • ÞS skráði samkvæmt reglum TEI P5 6.-9. febrúar 2009 og síðar.
  • ÞS færði inn grunnupplýsingar 7. ágúst 2001.
  • Kålund gekk frá handritinu til skráningar 24. júní 1887(sjá Katalog I 1889:667 (nr. 1274) .

    GV sló inn texta af seðlum Árna Magnússonar undir umsjón ÞS og með hliðsjón af gögnum frá MJ.

Myndir af handritinu

  • Stafrænar myndir á www.sagnanet.is.
  • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

Titill: , Havarðar saga Ísfirðings
Ritstjóri / Útgefandi: Björn K. Þórólfsson
Umfang: 47
Titill: Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling
Ritstjóri / Útgefandi: Kålund, Kristian
Höfundur: Már Jónsson
Titill: Árni Magnússon : ævisaga
Lýsigögn
×

Lýsigögn