Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM 500 4to

Gunnlaugs saga ormstungu ; Ísland, 1650-1699

Tungumál textans
íslenska

Innihald

(1r-23v)
Gunnlaugs saga ormstungu
Titill í handriti

Saga af Hrafni og Gunnlaugi Ormstungu eftir fyrirsögn Ara prests hins fróða Þorgilssonar

Upphaf

Þorsteinn hét maður, hann var Egilsson Skallagrímssonar …

Niðurlag

… og þótti öllum mikið fráfall Helgu sem von var að.

Baktitill

og lýkur hér nú sögunni af Gunnlaugi og Hrafni.

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír.
Blaðfjöldi
i + 24 + i blöð (195-197 mm x 160-163 mm). Blað 24 upprunalega autt.
Tölusetning blaða

Blaðsíðumerking með hendi Árna Magnússonar 1-46. Blaðsíðutalið 47 er með hendi Kålunds en blað 24v er ótölusett.

Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er ca 140-145 mm x 110 mm.
  • Línufjöldi er 22-25.
  • Vísur í textanum eru merktar á spássíu með v.

Skrifarar og skrift

Óþekktur skrifari, blendingsskrift.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

  • Lesbrigði eru allvíða með hendi Árna Magnússonar, sem hefur einnig bætt við ártölum hér og þar.
  • Aftan við söguna, á bl. 23v-24v, hefur Árni bætt við nokkrum vísum sem sleppt hefur verið úr sögunni í þessu handriti.
  • Hann hefur einnig strikað yfir orð sums staðar og bætt öðrum við ofanlínu eða á spássíu.

Band

Band frá 1880-1920 (198 mm x 173 mm x 7 mm). Pappaspjöld klædd pappír með dökkbláu og brúnleitu marmaramynstri. Dökkur líndúkur á kili og hornum. Blár safnmarksmiði á kili.

Saurblöð tilheyra bandi.

Í eldra bandi voru spjöld og kjölur klædd bókfelli úr Jónsbókarhandriti frá því um 1600, en á því er brot úr Erfðatali (Kvennagiftingar).  

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið var skrifað á Íslandi. Það er tímasett til síðari hluta 17. aldar í  Katalog I , bls. 666.

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 10. júlí 1975.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

Viðgerðarsaga

Bundið af Otto Ehlert á árunum 1880-1920.

Myndir af handritinu

  • Stafrænar myndir á www.sagnanet.is.
  • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

Titill: Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling
Ritstjóri / Útgefandi: Kålund, Kristian
Lýsigögn
×

Lýsigögn