Handrit.is
 

Skráningarfærsla handrits

AM 496 4to

Skoða myndir

Sögubók; Ísland, 1639-1640

Nafn
Þorlákur Skúlason 
Fæddur
24. ágúst 1597 
Dáinn
4. janúar 1656 
Starf
Biskup 
Hlutverk
Eigandi; Höfundur; Nafn í handriti  
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Valgerður Hilmarsdóttir 
Fædd
15. maí 1956 
Starf
 
Hlutverk
Skrásetjari 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Kålund, Kristian Peter Erasmus 
Fæddur
19. ágúst 1844 
Dáinn
4. júlí 1919 
Starf
Bókavörður 
Hlutverk
Fræðimaður 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Ehlert, Otto 
Starf
Binder 
Hlutverk
Bókbindari 
Ítarlegri upplýsingar
Tungumál textans
Íslenska

Innihald

(1r-13r (bls. 1-25))
Gunnars saga Keldugnúpsfífls
Titill í handriti

„Saga af Gunnari Keldugnúpsfífli“

Upphaf

Þorgrímur hét maður. Hann bjó þar sem nú heitir á Hörgslandi …

Niðurlag

„… Þóttu það allt vera miklir menn fyrir sér og lýkur þar þessari sögu.“

(13r-14r (bls. 25, 26, 57))
Hrafnkels saga Freysgoða
Titill í handriti

„Sagan af Hrafnkeli goða skrifuð á Hólum í Hjaltadal þann 16. decembris, anno 1639.“

Upphaf

Það var á dögum Haralds kóngs hins hárfagra …

Niðurlag

„… og lýkur hér frá Hrafnkeli að segja.“

Aths.

Sagan er óheil.

(14r-15v (bls. 57-60))
Þorsteins þáttur forvitna
Titill í handriti

„Ævintýr. Af Þorsteini forvitna. Ævintýr.“

Upphaf

Þorsteinn hét maður …

Niðurlag

„… og skildust þeir kóngur með hinni mestu vináttu.“

Baktitill

„Og lýkur þar frá Þorsteini hinum forvitna.“

(15v-16r (bls. 60-61))
Þorsteins þáttur sögufróða
Titill í handriti

„Eitt ævintýr af Þorsteini nokkrum austfirskum.“

Upphaf

Í Austfjörðum óx upp sá maður er Þorsteinn hét …

Niðurlag

„… Lýkur þar þetta ævintýr.“

(16r-23r (bls. 62-75))
Þorsteins saga hvíta
Titill í handriti

„Sagan af Þorsteini hvíta“

Upphaf

Maður hét Ölvir hinn hvíti …

Niðurlag

„… og varð úr fullur fjandskapur sem segir í Vopnfirðinga sögu.“

Baktitill

„Og lýkur hér sögu Þorsteins hins hvíta.“

(23r-24v (bls. 75-78))
Þorsteins þáttur Austfirðings
Titill í handriti

„Ævintýr af Þorsteini nokkrum austfirskum“

Upphaf

Þorsteinn hét maður austfirskur að ætt …

Niðurlag

„… og lýkur þar með frá honum að segja.“

(24v-32v (bls. 78-94))
Gunnars þáttur Þiðrandabana
Titill í handriti

„Sagan af Gunnari Þiðrandabana“

Upphaf

Ketill hét maður og var kallaður þrymur …

Niðurlag

„… og var hann í Noregi til elli ævi sinnar.“

Baktitill

„Og lýkur hér sögu Gunnars Þiðrandabana.“

(32v-37r (bls. 94-103))
Þorsteins þáttur stangarhöggs
Titill í handriti

„Þáttur úr Vopnfirðingasögu“

Upphaf

Maður hét Þórarinn er bjó í Sunnudal …

Niðurlag

„… og lýkur hér frá þeim að segja.“

(37r-77v; 78r-85v (bls. 103-184;185-200))
Saga af Víga-SkútuReykdæla saga
Titill í handriti

„Saga af Víga-Skútu“

Upphaf

Þorsteinn höfði hét maður …

Niðurlag

„… Þóroddur réð þeim Illuga og Birni að fara til Ölvis hins…“

Skrifaraklausa

„Þessi saga kallast öðru nafni Reykdælinga saga“

Aths.

Þessi klausa skrifarans er til hliðar við titil sögunnar á blaði 37r.

Það vantar aftan af sögunni en uppskriftinni lýkur á blaði 77v; blöð 78r-85v (bls. 185-200) eru auð.

Fyrir neðan þar sem textann þrýtur á blaði 77v hefur nokkrum línum úr rímu verið bætt við með annarri hendi: Mínir næra mælskan rýrð …

(86r-99v (bls. 201-228))
Valla-Ljóts saga
Titill í handriti

„Söguþátttur um Vallna-Ljót“

Upphaf

Sigurður hét maður …

Niðurlag

„… en Guðmundur hélt virðingu sinni allt til dauðadags og lýkur þar þessari sögu.“

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír.
Blaðfjöldi
i + 99 + i blöð (189 mm x 132-135 mm). Blöð 78r-85v (bls. 185-200) eru auð; blað 99v (bls. 228) er autt að hálfu.
Tölusetning blaða

 • Eldri blaðsíðumerking 1-27 (27 er leiðrétt síðar í 57), 58-228.
 • Blaðmerking með blýanti 1-99.

Kveraskipan

Þrettán kver.

 • Kver I: blöð 1-8, 4 tvinn.
 • Kver II: blöð 9-13, 1 tvinn + 3 stök blöð.
 • Kver III: blöð 14-21, 4 tvinn
 • Kver IV: blöð 22-29, 4 tvinn.
 • Kver V: blöð 30-37, 4 tvinn.
 • Kver VI: blöð 38-45, 4 tvinn.
 • Kver VII: blöð 46-53, 4 tvinn.
 • Kver VIII: blöð 54-61, 4 tvinn.
 • Kver IX: blöð 62-69, 4 tvinn.
 • Kver X: blöð 70-77, 4 tvinn.
 • Kver XI: blöð 78-85, 4 tvinn.
 • Kver XII: blöð 86-93, 4 tvinn.
 • Kver XIII: blöð 94-99, 2 tvinn + 2 stök blöð.

Umbrot

 • Eindálka.
 • Leturflötur er ca 170-175 mm x 110-115 mm.
 • Línufjöldi er ca 29-33.
 • Griporð eru á stöku stað (sbr. t.d. á blöðum 45v-46r).

Skrifarar og skrift

-Með hendi Jóns Pálssonar, fljótaskrift.

Skreytingar

 • Í fyrirsögnum er letur stærra og settara en letur í megintexta, sömuleiðis eru upphafsstafir á stundum pennaflúraðir (sjá t.d. blað 14r).

 • Ýmiss konar pennaflúr sem nær út fyrir leturflötinn kemur fyrir í tengslum við upphafsstafi og leggi stafa sem geta orðið æði langir, sérstaklega leggir y. Dæmi um þetta eru á blaði 93v en þar má t.d. sjá tvö B sem leka yfir ytri spássíu, það gerir y sömuleiðis. Inn í texta nær y í fjórðu línu neðanfrá skáhallt frá myndunarstað niður í neðstu línu; e og æ eru einnig skemmtilega dregin.

 • Tákn eða flúr á hægri spássíu er á blaði 1r.

 • Bókahnút eða ígildi hans má finna við lok sumra sagnanna. Þar er um tákn að ræða sem líkist stóru lágsteflings-e. Þau koma ýmist fyrir stök (sbr. á blaði 32v), tvö saman (sbr. á blaði 14r) eða þrjú (sbr. á blaði 99v).

Band

Band (196 mm x 158 mm x 35 mm) er frá 1. maí 1970.

Spjöld eru klædd fínofnum striga. Grófari strigi er á hornum og kili.

Kver eru saumuð á móttök.

Saurblöð tilheyra þessu bandi.

Eldra band (196 mm x 141 mm x 25 mm) er klætt bókfelli.

Eldri saurblöð, þrjú að framan og þrjú að aftan, fylgja eldra bandi.

Á þriðja fremra saurblaði í eldra bandi er innihaldslýsing og þar er einnig getið um ritunartímann og fyrir hvern bókin var skrifuð (sjá „Uppruni“).

Fylgigögn

 • Á álímdum seðli á fremra spjaldblaði eldra bands kemur fram eignarhald bókarinnar 1652 og 1665 (sjá „Feril“).

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið er skrifað á Íslandi veturinn 1639-1640 „að fyrirsögn Þorláks biskups Skúlasonar“. Blað 13r staðfestir þetta að hluta en þar kemur fram að Hrafnkels saga sé skrifuð á Hólum í Hjaltadal. Handritið er tímasett til um 1640 í Katalog I, bls. 665. Það var áður í bók með AM 329 4to.

Ferill

Árið 1652 var handritið í eigu Þorláks Skúlasonar og 1665 hefur

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 6. maí 1975.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

VH skráði handritið 3. júní 2009; lagfærði í janúar 2011, Kålund gekk frá handritinu til skráningar 21. júní 1887.Katalog I;, bls. 665 (nr. 1268).

Viðgerðarsaga

Bundið af Otto Ehlert á árunum 1880-1920.

Myndir af handritinu

 • Stafrænar myndir á www.sagnanet.is.
 • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

HöfundurTitillRitstjóri / ÚtgefandiUmfang
Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamlinged. Kristian Kålund
Morkinskinna, ed. Ármann Jakobsson, ed. Þórður Ingi Guðjónsson2011; XXIII-XXIV
Ljósvetninga saga með þáttum. Reykdæla saga ok Víga-Skútu. Hreiðars þáttr, ed. Björn Sigfússon1940; 10
Jóns saga Hólabyskups ens helga, ed. Peter Foote2003; 14
Gísli SigurðssonTúlkun Íslendingasagna í ljósi munnlegrar hefðar : tilgáta um aðferð, 2002; 56: s. xvii, 384
Guðvarður Már Gunnlaugsson„AM 561 4to og Ljósvetninga saga“, Gripla2000; 18: s. 67-88
Hreinn BenediktssonLinguistic studies, historical and comparative
Austfirðinga sögur, ed. Jakob Jakobsen1902-1903; 29
Hemings þáttr Áslákssonar, ed. Gillian Fellows Jensen1962; 3
Kjalnesinga saga. Jökuls þáttr Búasonar. Víglundar saga. Króka-Refs saga. Þórðar saga hreðu. Finnboga saga. Gunnars saga Keldugnúpsfífls, ed. Jóhannes Halldórsson1959; 14
Austfirðinga sögur, ed. Jón Jóhannesson1950; 9
Valla-Ljóts saga, ed. Jónas Kristjánsson
Eyfirðinga sögur, ed. Jónas Kristjánsson1956; 9
Ólafur HalldórssonGrænland í miðaldaritum
Stefán Karlsson„Skrifarar Þorláks biskups Skúlasonar“, Skæðagrös. Skrif til heiðurs Sigurjóni Björnssyni sjötugum 25. nóvember 19961997; s. 175-200
Stefán Karlsson„Skrifarar Þorláks biskups Skúlasonar“, Stafkrókar : ritgerðir eftir Stefán Karlsson gefnar út í tilefni sjötugsafmælis hans 2. desember 1998, 2000; 79: s. 383-403
« »