Skráningarfærsla handrits
AM 489 I-II 4to
Handrit hefur ekki verið myndað stafrænt
Sögubók
![[Glyph image provided by the ENRICH Project via manuscriptorium.com] LATIN SMALL LETTER O WITH CURL](/images/glyphs/e7d3.png)
[Special character shown similar to its original form.]
Lýsing á handriti
Síðari tíma blaðmerking 1- 31, 31bis-40, 40bis-56.
Sjö kver og tvö stök blöð hvort á sínu móttaki.
- Kver I: blöð 1-8, 4 tvinn.
- 2 stök blöð: 9-10; stöku blöðin tvö eru saumuð hvort á sitt móttak.
- Kver II: blöð 11-18, 4 tvinn.
- Kver III: blöð 19-26, 4 tvinn. Fjórða tvinnið í kveri III er laskað og ekki eftir af því nema ræma inn við kjöl af blaði 26.
- Kver IV: blöð 27-31, 31bis-33; 4 tvinn.
- Kver V: blöð 34-40, 40 bis; 4 tvinn.
- Kver VI: blöð 41-48, 4 tvinn.
- Kver VII: blöð 49-56, 4 tvinn.
Handritið er bæði skítugt og lúið og varðveitir í sumum tilvikum aðeins brot sagna:
- Göt eru víða í hornum ytri spássíu (sjá blað 1-2, 4-6 og víðar); uppruni þeirra er óljós.
- Upphaflegt gat á skinninu sem skrifað hefur verið kringum er t.d. á blaði 3.
- Víða hefur verið bætt í göt og rifur og er texti þar skertur (sjá t.d. blöð 49-54).
- Blöð eru víða blettótt (sbr. t.d. blöð 46v-48v) og illa farin (sbr. t.d. 37v-38r).
- Blöð eru snjáð og texti oft illlæsilegur (sjá t.d. blöð 9v-10r) eða jafnvel ólæsilegur (sjá t.d. blað 25v).
- Sum blöð eru einungis brot af blaði eins og blað 26 en af öðrum hefur aðeins rifnað bútur (sjá t.d. blað 49).
- Rifur eru víða við saumgöt (sjá t.d. 41-48).
- Nótur eru á fjórum brotum úr latneskri messusöngsbók sem notuð hafa verið sem saurblöð.
- Á blað 1 er skrifað með dökku bleki af yngri hendi „(Bárðar saga og Gets)…“. Eitthvað eldra skrifelsi stendur þar fyrir neðan - máð og illlæsilegt.
- Á blaði 7v stendur: „Bjarni bja“
- Titill Kirjalax sögu er á blaði 11r og einhver nú illlæsileg tákn hafa verið rituð á blað 24v, 27r, 32r, 40v, 55v-56r og víðar.
Band (206 mm x 180 mm x 45 mm) er frá 1965. Spjöld eru klædd fínofnum striga, leður er á hornum og kili. Saumað á móttök. Saurblöð tilheyra þessu bandi.
Í bandinu voru fjögur saurblaðabrot sem nú hafa verið flutt í Acc 48 a (sbr. seðil meðfylgjandi í öskju (sjá fylgigögn)).
Bandið liggur í dúkklæddri öskju með skinnklæddum kili.
- Meðfylgjandi eru tveir seðlar (165 mm x 105 mm) með hendi Árna Magnússonar. Þeir mynda tvinn og á þeim eru upplýsingar um aðföng, innihald og ástand: „Þesse bök er mïn, feingen af magnuse Magnussyne ä Eyri. þar eru ä Bardar saga Snæfellz áss, defect. Kirialax saga, vantar framan og aptanvid. Aptan af Hrings og Tryggva sogu, 1. pagina. Flores saga og Blankinf. af Tristram og Isodd. vantar vid undan. [annað með unglegri hendi frá 19. öld.]“ Neðarlega og á verso hlið fyrri seðils hefur Konráð Gíslason gert athugasemd í ágúst 1841 og GBn. í febrúar '54.
- Meðfylgjandi í öskju er seðill með upplýsingum um forvörslu bands og seðill frá 25. apríl 2003. Seðilinn hefur ritað Guðvarður Már Gunnlaugsson. Á seðlinum koma fram upplýsingar um gömul saurblöð sem voru í handritinu en hafa nú verið flutt í Acc 48 a.
Uppruni og ferill
Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 26. nóvember 1993.
Aðrar upplýsingar
VH skráði handritið 30. apríl - 4. maí 2009; lagfært í desember 2010. Haraldur Bernharðsson skráði 10. apríl 2001. Kålund gekk frá handritinu til skráningar 18. júní 1887. Katalog I>, bls. 662-663 (nr. 1261).
Viðgert og bundið 1965.
Birgitte Dall gerði við handritið í mars 1963.
Innihald
Hluti I ~ AM 489 I 4to
Bárðar saga Snæfellsáss
„… þó var það um síðir …“
„… Þórður og Þorvaldur til…“
Óheil.
Niðurlag sögunnar hefur verið á blaði sem nú er í AM 471 4to.
Kirjalax saga
„… yðrum mönnum sem þér viljið …“
„… ef þér viljið þiggja nú …“
Óheil.
Blað 25v er afar máð. Á eftir því kemur blað 26 en ekki er eftir nema mjó ræma af því.
Lýsing á handriti
Blaðtöl eru efst í hægra horni á hverri rektósíðu: 1-26 (hluti af heild 1-56).
Þrjú kver (hluti af heild 1-7).
- Kver I: blöð 1-8, 4 tvinn; 2 stök blöð saumuð hvort á sitt móttak.
- Kver II: blöð 11-18, 4 tvinn.
- Kver III: blöð 19-26, 4 tvinn. Fjórða tvinnið í kveri III er laskað og ekki nema ræma eftir af blaði 26 inn við kjöl.
- Handritið er óheilt og í það vantar víða.
- Blöð eru snjáð og texti oft illlæsilegur (sjá t.d. blöð 9v-10r) eða jafnvel ólæsilegur (sjá t.d. blað 25v).
- Göt eru víða á jöðrum blaða (sjá blað 1-2, 4-6 og víðar); uppruni gata er óljós.
- Á blaði 3 hefur verið skrifað í kringum gat sem verið hefur á skinninu upphaflega.
- Eindálka.
- Leturflötur er ca 150 mm x 110-112 mm.
- Línufjöldi er ca 26-28.
- Sums staðar má sjá hvernig markað hefur verið fyrir línum á jöðrum ytri spássíu blaða, sbr. á blaði 10 og víðar.
- Skreyttir upphafsstafir eru dregnir út úr leturfleti, sbr. til dæmis á blöðum 2v og 7v.
Skrifari er óþekktur, léttiskrift.
Upphafsstafir eru sums staðar skreyttir, til dæmis á blöðum 2v og 7v en skreytingar eru víða ærið máðar.
Litaðir upphafsstafir eru til dæmis á blöðum 2v og 7v en litir eru máðir (sbr. einnig blað 9v).
Rauðritaðar fyrirsagnir (sjá t.d. blað 12v).
- Á blað 1 er skrifað með dökku bleki með yngri hendi „(Bárðar saga og Gets)…“. Eitthvað eldra stendur þar fyrir neðan - máð og illlæsilegt.
- Á blaði 7v stendur: „Bjarni bja“
- Titill Kirjalax sögu er á blaði 11r og einhver nú illlæsileg tákn hafa verið rituð á blað 24v.
Sjá lýsingu á bandi í upphafi skráningar.
Sjá í handritslýsingu í upphafi skráningar um fylgigögn.
Uppruni og ferill
Handritið er skrifað á Íslandi og tímasett til ca 1450 (sjá ONPRegistre, bls. 453), en til 15. aldar í Katalog I, bls. 663.
Árni Magnússon fékk handritið frá Magnúsi Magnússyni á Eyri í Seyðisfirði (sbr. seðil).
Hluti II ~ AM 489 II 4to
Hrings saga og Tryggva
Flóres saga og Blankiflúr
Tristrams saga og Ísoddar
Ívents saga
Lýsing á handriti
Blaðtöl eru efst í hægra horni á hverri rektósíðu, 27-31, 31bis-40, 40bis-56 (hluti af heild 1-56); blöð 31 og 40 eru tvítalin.
Fjögur kver (hluti af heild 1-7).
- Kver IV: blöð 27-31, 31bis-33; 4 tvinn.
- Kver V: blöð 34-40, 40 bis; 4 tvinn.
- Kver VI: blöð 41-48, 4 tvinn.
- Kver VII: blöð 49-56, 4 tvinn.
- Vantar í handritið.
- Fúaskemmdir eru á innri hluta blaða 29-31bis, 37-38, 42, 49-54.
- Blöð eru víða blettótt (sbr. t.d. blöð 42r-48v).
- Rifur eru víða við saumgöt (sjá t.d. blöð 41-48) og göt á stöku stað (sbr. t.d. 29, 40).
- Eindálka.
- Leturflötur er ca 160-165 mm x 110-125 mm.
- Línufjöldi er ca 30-32.
- Skrifari er óþekktur, léttiskrift.
- Upphafsstafir sums staðar skreyttir, til dæmis 27v (óheill) og 36v, en skreytingar eru víða ærið máðar.
- Litaðir upphafsstafir.
- Rauðritaðar fyrirsagnir (sjá t.d. 36v).
Sjá handritslýsingu í upphafi skráningar.
Uppruni og ferill
Handritið er skrifað á Íslandi og tímasett til ca 1450 (sjá ONPRegistre, bls. 453), en til 15. aldar í Katalog I, bls. 663.
Árni Magnússon fékk handritið frá Magnúsi Magnússyni á Eyri í Seyðisfirði (sbr. seðil).