Handrit.is
 

Skráningarfærsla handrits

AM 487 4to

Skoða myndir

Lesbrigði úr AM 155 fol., Hrafns saga Sveinbjarnarsonar; Noregur, 1690-1697

Nafn
Ásgeir Jónsson 
Dáinn
27. ágúst 1707 
Starf
Skrifari 
Hlutverk
Skrifari 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Árni Magnússon 
Fæddur
13. nóvember 1663 
Dáinn
7. janúar 1730 
Starf
Prófessor 
Hlutverk
Fræðimaður; Höfundur; Skrifari; Ljóðskáld 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Þormóður Torfason 
Fæddur
27. maí 1636 
Dáinn
31. janúar 1719 
Starf
Sagnaritari 
Hlutverk
Eigandi; Fræðimaður; Nafn í handriti  
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Kålund, Kristian Peter Erasmus 
Fæddur
19. ágúst 1844 
Dáinn
4. júlí 1919 
Starf
Bókavörður 
Hlutverk
Fræðimaður 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Guðrún Ingólfsdóttir 
Fædd
1. maí 1959 
Starf
 
Hlutverk
Skrásetjari 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Valgerður Hilmarsdóttir 
Fædd
15. maí 1956 
Starf
 
Hlutverk
Skrásetjari 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Ehlert, Otto 
Starf
Binder 
Hlutverk
Bókbindari 
Ítarlegri upplýsingar
Tungumál textans
Íslenska

Innihald

1(1r-7r)
Lesbrigði
Aths.

Lesbrigði úr AM 155 fol. (sjá seðil).

Efnisorð
2(10r-64r)
Hrafns saga Sveinbjarnarsonar
Titill í handriti

„Saga Hrafns Sveinbjarnarsonar“

2.1(10r-10v)
Formáli
Upphaf

Atburðir margir þeir er verða falla mönnum oft úr minni …

Niðurlag

„… að hver má gera það sem vill gott eða illt.“

Efnisorð

2.2(10v-64v)
Enginn titill
Upphaf

Sveinbjörn hét maður, son Bárðar svarta …

Niðurlag

„… og Jóns og Herdísar móður Einars Bergssonar.“

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír.
Blaðfjöldi
i + 64 + i blöð (214 mm x 165 mm). Blöð 7v-9v eru auð. Blað 64v er autt og blað 64r er autt að hálfu.
Tölusetning blaða

 • Síðari tíma blaðmerking 1-64.
 • Blöð 10r-64v voru upprunalega blaðsíðumerkt 1-109.

Kveraskipan

Níu kver.

 • Kver I: blöð 1-8, 4 tvinn.
 • Kver II: blöð 9-11, 1 tvinn + 1 stakt blað.
 • Kver III: blöð 12-17, 3 tvinn.
 • Kver IV: blöð 18-26, 4 tvinn + 1stakt blað.
 • Kver V: blöð 27-34, 4 tvinn.
 • Kver VI: blöð 35-42, 4 tvinn.
 • Kver VII: blöð 43-50, 4 tvinn.
 • Kver VIII: blöð 51-58, 4 tvinn.
 • Kver IX: blöð 59-64, 3 tvinn.

Ástand

 • Texti sést sums staðar í gegn (sbr. blöð 60r-63v).
 • Sums staðar er strikað yfir orð (sbr. blöð 12r-13r).

Umbrot
Tvenns konar umbrot blaða:

1) Blöð 1r-7r:

 • Eindálka.
 • Leturflötur er ca 180-185 mm x 110-140 mm.
 • Línufjöldi er ca 38-40.

2) Blöð 10-64:

 • Eindálka.
 • Leturflötur er ca 150-165 mm x 110-120 mm.
 • Línufjöldi er ca 19-23.
 • Hugsanlega hefur verið brotið upp á blöð til að afmarka leturflöt við ytri og innri spássíu.
 • Vísuorð eru sér um línu (sbr. blað 59r og víðar).

Skrifarar og skrift

 • Skrifari blaða 1r-7r er óþekktur, blendingsskrift.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Blöð 1-9 eru innskotsblöð, upprunalega óblaðmerkt.

Band

Band (215 mm x 173 mm x 17 mm) er frá 1880-1920.

Spjöld eru klædd bláum brúnyrjóttum pappír. Strigi er á kili og hornum, blár safnmarksmiði á kili.

 • Í eldra bandi voru spjöld og kjölur klædd bókfelli úr Jónsbókarhandriti frá um 1600. Á því er brot úr Landsleigubálki.  

Fylgigögn

Þrír seðlar.

 • Á fyrsta seðli (186 mm x 150 mm) sem festur er við saurblað 1v er vísað til samanburðar við AM 155 fol.: „þesse Hrafns saga ä Hrafns Eyre ä ad lesast samann vid bök Sr Þordar Jönssonar j folio med hende Sr Jöns ij Villingahollte. þad sem ä mille ber ä ecke ad skrifast ä mitt Exemplar, þvi þad er betra, helldur eiga þær differentiæ ad Annoterast ä papir ij 4to lausann frä bökinne og setiast til ij hverium stad qva pag: linea, þessar variæ lectiones eiga heima j minu Exemplari. sierdelis eiga Visurnar og fornyrdem sollicitè ad confererast og supplementum lacunarum accuratè upp ad teiknast ed þad være hiedann ad fä, þvi þetta Sr Jons Exemplar synest ad vera af besta slage og satis accuratè af honum skrifad. Ex membrana qvæ nunc asservatur in Bibliotheca Regia og er þad su sama membrana epter hverre mitt Exemplar er skrifad, sem mig hugger ad ecke mune allstadar riett vera, og þvi eiga variantes lectiones so sollicite ad annoterast ur þessu Sr Jons Exemplare. Enn um literaturam i prosa hans hirde og ecke um, alleinasta ad generaliter skrifar þ. pro d. in medio vocum. Opt skrifar hann þ.pro d. in medio vocum, en ecke nærre þvi allstadar“
 • Seðillinn hefur verið límdur þannig að verso-síða kemur fyrst og síðan rekto-síða.
 • Á litlum seðli (31 mm x 64 mm) sem límdur er við upphaf lesbrigðaskrárinnar á blaði 1r stendur „Nota, allt það sem hér stendur fyrir aftan pro. er það sem differerar i exemplari séra Þórðrar Jónssonar.“
 • Á þriðja seðilinn (12 mm x 87 mm) sem staðsettur er fyrir ofan titil Hrafns sögu Sveinbjarnarsonar á blaði 10r hefur Árni Magnússon skrifað: „Ex membrana Regia.“
 • Fyrri seðlarnir tveir eru annars vegar með hendi sama skrifara og ritar seðil í AM 481 4to og hins vegar ritara Árna Magnússonar.

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið var skrifað í Noregi (Stangarlandi) og er tímasett frá ársbyrjun 1690 til vors 1697 í umfjöllun Más Jónssonar um skrifarann Ásgeir Jónsson (sbr. Már Jónsson 2009: 282-297). Það er tímasett til um 1700 í Katalog I, bls. 661.

Það var áður hluti af stærra handriti sem í voru einnig: AM 482 4to, AM 566 a 4to og JS 435 III 4to.

Ferill

Þormóður Torfason gaf Árna Magnússyni söguna árið 1697, ásamt fleiri sögum sem Ásgeir Jónsson skrifaði eftir nú glataðri skinnbók í safni konungs (Már Jónsson 1998).

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 15. september 1975.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

Kålund gekk frá handritinu til skráningar 17. júní 1887, Katalog I,, bls. 661 (nr. 1259), GI skráði 17. janúar 2002, VH skráði handritið 24. apríl 2009; lagfærði í nóvember 2010.

Viðgerðarsaga

Bundið af Otto Ehlert á árunum 1880-1920.

Myndir af handritinu

 • Stafrænar myndir á www.sagnanet.is.
 • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

HöfundurTitillRitstjóri / ÚtgefandiUmfang
Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamlinged. Kristian Kålund
Biskupa sögur I.
Guðrún P. Helgadóttir„Hrafns saga Sveinbjarnarsonar og Sturlunga saga. On the working method of the compilator of Sturlunga saga when including Hrafns saga in his antology“, Gripla1993; 8: s. 55-80
Hrafns saga Sveinbjarnarsonar. B-redaktionen, ed. Annette Hasle1967; 25
Jón Helgason„Småstykker 1-5“, s. 350-363
Membrana Regia Deperdita, ed. Agnete Loth1960; 5: s. xcv, 248 s.
Már Jónsson„Skrifarinn Ásgeir Jónsson frá Gullberaströnd í Lundarreykjadal“, Heimtur: Ritgerðir til heiðurs Gunnari Karlssyni sjötugumed. Guðmundur Jónsson, ed. Helgi Skúli Kjartansson, ed. Vésteinn Ólason2009; s. 282-297
Ólafur Halldórsson„Athugasemdir við bók Más Jónssonar um Árna Magnússon“, Gripla2000; 11: s. 326-328
« »