Handrit.is
 

Skráningarfærsla handrits

AM 481 4to

Skoða myndir

Gísla saga Súrssonar; Ísland, 1620-1670

Nafn
Ketill Jörundsson 
Fæddur
1603 
Dáinn
1. júlí 1670 
Starf
Prestur 
Hlutverk
Skrifari; Höfundur 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Árni Magnússon 
Fæddur
13. nóvember 1663 
Dáinn
7. janúar 1730 
Starf
Prófessor 
Hlutverk
Fræðimaður; Höfundur; Skrifari; Ljóðskáld 
Ítarlegri upplýsingar
LATIN SMALL LETTER O WITH CURLLATIN SMALL LETTER O WITH CURL

[Special character shown similar to its original form.]

Nafn
Þórður Jónsson 
Fæddur
1672 
Dáinn
21. ágúst 1720 
Starf
Prestur 
Hlutverk
Ljóðskáld; Eigandi 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Jón Erlendsson 
Dáinn
1. ágúst 1672 
Starf
Prestur 
Hlutverk
Skrifari 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Valgerður Hilmarsdóttir 
Fædd
15. maí 1956 
Starf
 
Hlutverk
Skrásetjari 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Guðrún Ingólfsdóttir 
Fædd
1. maí 1959 
Starf
 
Hlutverk
Skrásetjari 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Kålund, Kristian Peter Erasmus 
Fæddur
19. ágúst 1844 
Dáinn
4. júlí 1919 
Starf
Bókavörður 
Hlutverk
Fræðimaður 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Ehlert, Otto 
Starf
Binder 
Hlutverk
Bókbindari 
Ítarlegri upplýsingar
Tungumál textans
Íslenska

Innihald

(1r-25r)
Gísla saga Súrssonar
Titill í handriti

„Saga af Gísla Súrssyni“

Upphaf

Það er upphaf á sögu þessari að Hákon konungur Aðalsteinsfóstri réði fyrir Noregi …

Niðurlag

„… Víða hefur hann búið á Mýrum og eru menn komnir frá honum. “

Baktitill

„Lúkum vér hér Gísla sögu Súrssonar.“

Aths.

Styttri gerð sögunnar.

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír.
Blaðfjöldi
ii + 25 + i blöð (211 mm x 169 mm). Blað 24r er autt að hálfu og blað 25v er autt.
Tölusetning blaða

Blaðsíðumerkt 1-49.

Kveraskipan

Fjögur kver.

 • Kver I: blöð 1-3, 1 tvinn + 1 stakt blað.
 • Kver II: blöð 4-11, 4 tvinn.
 • Kver III: blöð 12-19, 4 tvinn.
 • Kver IV: blöð 20-25, 3 tvinn.

Umbrot

 • Eindálka.
 • Leturflötur er ca 180-185 mm x 135-140 mm.
 • Línufjöldi er ca 27-29.
 • Kaflatal er á spássíu (sbr. t.d. blöð 2v-3r).
 • Síðasta lína á blaði hefst yfirleitt innar og er styttri en aðrar (sjá t.d. blöð 3v-4r og 9v-10r). Á þessu eru fáeinar undantekningar (sbr. t.d. á blöðum 16r og 24r).
 • „v“ á spássíu er vísbending um vísu í texta (sjá t.d. blað 21v).

Skrifarar og skrift

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

 • Lesbrigði eru á spássíum og á milli lína (sjá t.d. blöð 7v-8r).

Band

Band frá árunum 1880-1920 (210 mm x 178 mm x 6 mm). Spjöld eru klædd dökkbláum brúnyrjóttum pappír, strigi er á kili og hornum.

Í eldra bandi voru spjöld og kjölur klædd bókfelli úr Jónsbókarhandriti frá því um 1600, en á því er brot úr Mannhelgi.

Fylgigögn

Þrír seðlar á fremra saurblaði (2) með hendi ritara Árna Magnússonar og með hendi Árna Magnússonar. Á þeim eru upplýsingar um uppruna og feril.

 • Seðill 1 (207 mm x 148 mm): „Þeßa Gisla saga Surßonar med hende Sr Kietils Jorundßonar ä ordriett ad Confererast vid bök Sr Þordar Jonssonar ij folio, Visurnar og formgerdenn stafriett. Differentiæ ij minu exemplare Skulu nidurskrifast og þad sem Corrigerast setiast in margine edur upp eptir so sem best hendtar. Mier synest á literatura Sr Jons og Þordar Gisla syne, ad sogu, ad sogubok su Þorleifs Magnußonar sem þesse bok er epter skrifud mune membrana vered hafa. Ef ei þä hefur hun ij besta lage bokstofud vered af pappirs bökum, so frammt sama Sr Jons hefur sins antigraphi literaturam Exprimerad, hvar uppa, þó ecke er so mióg ad byggia þvi Sr Jon kynne literaturam fingerad hafa ad Similitudinem membranaz quas verserat.“
 • Seðill 2 (188 mm x 146 mm): „aptanvid Gisla Surssonar sogu i bok Sr Þordar Jonssonar (olim þorbiargar Vigfusdottur) in folio er skrifad med hendi Sr Jons Erlendssonar, sem og soguna sialfa ritad hefur: þesse saga er skrifud epter sogubok Þorleifs magnussonar a Hlidarenda Anno 1651. endud 17. martii i Villingahollte“
 • Seðill 3 (57 mm x 63 mm): „seinast aptanvid þessa Gisla Srssonar sogum hefur Sr Jon skrifad þetta i exemplar Sr Þordar: Gudgeefe alla goda daga Vtann enda A-M-E-N“

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið er skrifað á Íslandi og tímasett til 17. aldar í Katalog I, bls. 658, en virkt skriftartímabil skrifara var ca 1620-1670.

Árni Magnússon lét bera söguna saman við handrit séra Þórðar Jónssonar í Hítardal (AM 148 fol.), en það er uppskrift Jóns Erlendssonar eftir sögubók Þorleifs Magnússonar á Hlíðarenda frá 1651 (AM 556 a 4to) (sbr. seðla).

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 15. september 1975.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

VH skráði handritið 20. apríl 2009; lagfærði í desember 2010. GI skráði 11. janúar 2002. Kålund gekk frá handritinu til skráningar 14. júní 1887. Katalog I; bls. 658-659 (nr. 1253).

Viðgerðarsaga

Bundið af Otto Ehlert á árunum 1880-1920.

Myndir af handritinu

 • Stafrænar myndir á www.sagnanet.is.
 • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

HöfundurTitillRitstjóri / ÚtgefandiUmfang
Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamlinged. Kristian Kålund
Jón Helgason„Småstykker 1-5“, s. 350-363
Membrana Regia Deperdita, ed. Agnete Loth1960; 5: s. xcv, 248 s.
Már JónssonÁrni Magnússon : ævisaga
« »