Handrit.is
 

Skráningarfærsla handrits

AM 474 4to

Skoða myndir

Þórðar saga hreðu; Ísland, 1690-1710

Nafn
Eyjólfur Björnsson 
Fæddur
6. ágúst 1666 
Dáinn
22. nóvember 1746 
Starf
Prestur 
Hlutverk
Skrifari 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Árni Magnússon 
Fæddur
13. nóvember 1663 
Dáinn
7. janúar 1730 
Starf
Prófessor 
Hlutverk
Fræðimaður; Höfundur; Skrifari; Ljóðskáld 
Ítarlegri upplýsingar
LATIN SMALL LETTER O WITH CURLLATIN SMALL LETTER O WITH CURL

[Special character shown similar to its original form.]

Nafn
Valgerður Hilmarsdóttir 
Fædd
15. maí 1956 
Starf
 
Hlutverk
Skrásetjari 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Guðrún Ingólfsdóttir 
Fædd
1. maí 1959 
Starf
 
Hlutverk
Skrásetjari 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Kålund, Kristian Peter Erasmus 
Fæddur
19. ágúst 1844 
Dáinn
4. júlí 1919 
Starf
Bókavörður 
Hlutverk
Fræðimaður 
Ítarlegri upplýsingar
Tungumál textans
Íslenska

Innihald

(1r-59v (bls. 1-118))
Þórðar saga hreðu
Upphaf

Þórður hét maður, son Hörða-Kára …

Niðurlag

„… Höfum vér ekki fleira heyrt með sannleik af honum sagt. “

Baktitill

„Og lýkur hér nú sögu Þórðar hreðu.“

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír.
Blaðfjöldi
vi + 59 + v blöð (200 mm x 160 mm). Blað 59v er autt að hálfu.
Tölusetning blaða

 • Upprunaleg blaðsíðumerking 1-118.

Kveraskipan

Átta kver.

 • Kver I: blöð 1-3, 1 tvinn + 1 stakt blað.
 • Kver II: blöð 4-11, 4 tvinn.
 • Kver III: blöð 12-19, 4 tvinn.
 • Kver IV: blöð 20-27, 4 tvinn.
 • Kver V: blöð 28-35, 4 tvinn.
 • Kver VI: blöð 36-43, 4 tvinn.
 • Kver VII: blöð 44-51, 4 tvinn.
 • Kver VIII: blöð 52-59, 4 tvinn.

Umbrot

 • Eindálka.
 • Leturflötur er ca 145 mm x 90-95 mm.
 • Línufjöldi er ca 18-19.
 • Textinn er kaflaskiptur: i-xiv.
 • Griporð (sjá t.d. 34v-35r).
 • Hugsanlega hefur verið brotið upp á blöð til að afmarka ytri spássíu sem er mjög breið.
 • Vísuorð sér um línu (sjá t.d. 46v-47r).

Skrifarar og skrift

Skreytingar

 • Fyrsta lína í upphafi sögunnar er með stærra og settara letri en meginmálið (sjá 1r).
 • Það sama á víða við um fyrstu línu kafla (sjá t.d. blað 39v-40r).

Band

Band (208 mm x 170 mm x 18 mm) er frá 1700-1730.

Spjöld og kjölur eru klædd bókfelli.

Fylgigögn

 • Seðill (168 mm x 106 mm) með hendi Árna Magnússonar er límdur á saurblað 4r. Á honum eru upplýsingar um feril handrits: „Þordar hredu saga. med hendi Eyolfs Biornssonar ex membrana mea in grandi folio kominni fra Vigfusi Gudbrandssyni“

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið er skrifað á Íslandi og er afrit af AM 152 fol.

Það er tímasett til um 1700 í Katalog I, bls. 656.

Ferill

Árni Magnússon fékk söguna úr fólióhandriti (AM 152 fol.) frá Vigfúsi Guðbrandssyni (sbr. seðil).

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 21. apríl 1975.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

VH skráði handritið 14. apríl 2009; lagfærði í desember 2010, GI skráði 20. desember 2001, Kålund gekk frá handritinu til skráningar 11. júní 1887 í Katalog I; bls. 656 (nr. 1246).

Myndir af handritinu

 • Stafrænar myndir á www.sagnanet.is.
 • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

HöfundurTitillRitstjóri / ÚtgefandiUmfang
Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamlinged. Kristian Kålund
Alfred Jakobsen„Noen merknader om håndskrifterne AM 51, fol. og AM 302, 4to“, s. 159-168
« »