Handrit.is
 

Skráningarfærsla handrits

AM 464 4to

Skoða myndir

Njáls saga; Ísland, 1697

Nafn
Jón Halldórsson 
Fæddur
6. nóvember 1665 
Dáinn
27. október 1736 
Starf
Prestur 
Hlutverk
Höfundur; Skrifari; Safnari 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Árni Magnússon 
Fæddur
13. nóvember 1663 
Dáinn
7. janúar 1730 
Starf
Prófessor 
Hlutverk
Fræðimaður; Höfundur; Skrifari; Ljóðskáld 
Ítarlegri upplýsingar
LATIN SMALL LETTER O WITH CURLLATIN SMALL LETTER O WITH CURL

[Special character shown similar to its original form.]

Nafn
Valgerður Hilmarsdóttir 
Fædd
15. maí 1956 
Starf
 
Hlutverk
Skrásetjari 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Guðrún Ingólfsdóttir 
Fædd
1. maí 1959 
Starf
 
Hlutverk
Skrásetjari 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Kålund, Kristian Peter Erasmus 
Fæddur
19. ágúst 1844 
Dáinn
4. júlí 1919 
Starf
Bókavörður 
Hlutverk
Fræðimaður 
Ítarlegri upplýsingar
Tungumál textans
Íslenska

Innihald

Titill í handriti

„Njála“

Upphaf

Mörður hét maður er kallaður var Gígja …

Niðurlag

„… Son Brennu-Flosa var Kolbeinn, er ágætastur maður hefur verið einhvör í þeirri ætt.“

Baktitill

„Og ljúkum vér þar Brennu-Njáls sögu.“

Skrifaraklausa

„Skrifað að Hítardal d. 27 febr. anno | 1697. I. p. h. s. “

Aths.

Skrifaraklausan er á blaði 154v.

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír.
Blaðfjöldi
iii + 162 + i blöð (200 mm x 165-167 mm). Blöð 154-162 eru auð og ómerkt.
Tölusetning blaða

 • Upprunaleg blaðsíðumerking 1-243, 344-408.
 • Blaðsíða 244 er þannig ranglega númeruð og hefur það áhrif á framhaldið. Leitast hefur verið við að leiðrétta blaðsíðutalið síðar, og á rektóhlið þessara ranglega tölusettu blaða hefur verið skrifað ofan í hundraðshluta blaðsíðutalsins (sbr. á blað 123r hefur blaðsíðutali verið breytt úr 345 í 245) en eldri merkingu er haldið á versóhliðinni. Blaðsíður handritsins eru 324 og bls. 309-324 eru auðar og ómerktar.
.

Kveraskipan

Tuttugu kver.

 • Kver I: blöð 1-8, 4 tvinn.
 • Kver II: blöð 9-16, 4 tvinn.
 • Kver III: blöð 17-24, 4 tvinn.
 • Kver IV: blöð 25-32, 4 tvinn.
 • Kver V: blöð 33-40, 4 tvinn.
 • Kver VI: blöð 41-48, 4 tvinn.
 • Kver VII: blöð 49-56, 4 tvinn.
 • Kver VIII: blöð 57-64, 4 tvinn.
 • Kver IX: blöð 65-72, 4 tvinn.
 • Kver X: blöð 73-80, 4 tvinn.
 • Kver XI: blöð 81-88, 4 tvinn.
 • Kver XII: blöð 89-96, 4 tvinn.
 • Kver XIII: blöð 97-104, 4 tvinn.
 • Kver XIV: blöð 105-112, 4 tvinn.
 • Kver XV: blöð 113-120, 4 tvinn.
 • Kver XVI: blöð 121-128, 4 tvinn.
 • Kver XVII: blöð 129-136, 4 tvinn.
 • Kver XVIII: blöð 137-144, 4 tvinn.
 • Kver XIX: blöð 145-154, 5 tvinn.
 • Kver XX: blöð 154-162, 4 tvinn.

Ástand

 • Hugsanlegur munur á bleki (eða pappír) gæti valdið því að leturflötur er sums staðar dekkri en annars staðar (sjá t.d. blöð 7v-8r, 145v-146r).

Umbrot

 • Eindálka.
 • Leturflötur er ca (145-150 mm x 120-125 mm).
 • Línufjöldi er ca á bilinu 22-27.
 • Síðutitill, „Njála“ (sbr. t.d. blöð 1v-2r).
 • Griporð (sbr. t.d. blöð 1v-2r).
 • Kaflaskipting: 1-180.
 • Kaflafyrirsagnir; undantekning hvað varðar 7. kafla (sjá blað 7r).
 • Strikað er fyrir innri og ytri spássíum (sjá t.d. blöð 15v-16r).

Skrifarar og skrift

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

 • Lesbrigði og athugasemdir á spássíum (sjá t.d. 7v-8r).
 • Yfirlit yfir tákn í textanum eru við niðurlag sögunnar á blaði 154v: t.d. merkir: „…..“, „defektum“ og „MB merkir Membranam…“; Alls eru þetta átta tákn.

Band

Band (210 mm x 175 mm x 40 mm) er frá 1700-1730.

Spjöld og kjölur eru klædd bókfelli. Blár safnmarksmiði á kili. 

Fylgigögn

 • Fremst á milli fremra kápuspjalds og fyrsta saurblaðs er fjórblöðungur í oktovóbroti (165 mm x 104 mm) Blöðin hafa verið merkt með rauðu bleki a-d. Aftasta blaðið verso er autt en rekto-hliðin er með hönd Árna Magnússonar. Á seðlunum er getið um lagfæringar og viðbætur skrifara á spássíum og uppruna handrits: „Niäls sogu á Sr Jon Halldorsson ij Hitardal, m 4to, skrifada af honum sjalfum og endada 27. februari Anno 1697. J þeßari Niäls sogu uppskrift hefur hann fylgt Kalfalækia Membranæ so mikid sem hun ijnneheldur og hefed vard Enn þar sem ij Membranam vantade, edur og hun vard mike lesinn, þä hefur Sr Jon þar lacunens fyllt ur Niäls sogu med hende Sr Jons j Villingahollte, er hann til läns hefde fra Vigfuse Hannessyni Jtem hefur hann ur sómu Vigfusar bök, per totum librum, annoterad þar merkilegustu differentias, og sest þar in marginibus sins codicis. Þridia Exemplar chartaceum hefur og Sr Jon obiter confererad vi þennann sinn codicem, og þar ur excriberad nockrar differentias sem præcipue ähræra visur α) nockrar. þeßa Sr Jons halldorssonar Niäls saga er best allra þeirra, er menn nu hafa ä pappir, þvi kalfalækiar membrana hefur verid inter optimas, Enn Sr Jon hefur hana uppskrifad svo vel og gaumgiæfelega sem vard. Eg kynne ad somu än ad vera þeßa Codicis /: þvi sogd membrana er nu ij minne eigu og bök Vigfussar somuleidis hia mier # (á spássíu: # min eign.) /: ef Membrana ecke spillst hefde ur þvi sem var þä Sr Jon epter henne skrifade. Nu er sem sidann til Skiemdar trosund ij mórgum stodum /: ad bladtalinu helldur hun sier mins og hun var þä /: og margt þad olesande orded, sem þä hefur verid vel læst. Þar fyrer þyrste og ad kaupa þann enn (á spássíu: β) codicem af Sr Jone, eda, af honum þad meinlegt voru (sem vel kynne vera) þä ad kaupa af honum ad skrifa upp ä ny þennenn codicem eins accuratem og þeße hans, skrifadur er. gillde hann þä eins hvert Exemplarid hann ä, þä vil eg helldur eiga þetta, enn hitt er ur þvi skrifad verdur. Enn vilie hann sidur mißa þetta sitt, þa skylldi eg bidia hann ad lata sitt vera nockud stærra og gisnara skrifad. Endeliga mætti mier nægia, ef þad uppskrifad feinged ur þeßum codice, sem epter membrana ritad er, þvi hitt sem ur Chartis er fyllt inn ä mille, og ä marginibus annoterad, hefe eg sialfur as mestum parte. enn þad munar mikeminne þott þetta fylge med hinu, og er þvi best adal uppskrifist. þad eina med odru. yfer allt framm þarf eg utskrift af þvi sidara af capite 170. (sem talar um bardaga Kära vid Skapta) og so framveigis framm ij mitt caput 177. sem er næst fyrer Brians orustu þvi þetta sticke ur membrana hefur nockurn 00iginn læsi verid þä sr Jön skrifade þeßa Niäls sogu enn nu er þad svo trosnad og skiemt, ad nockurrar torlesid nema ad minstum hluta. α] Hactenus ex relatione ipsius diaconi Johannis Halthorii. β. Sr Jon hefur lofad mier ad lata þessa bok upp skrifa i vetur 81708-1709) sinna vegna, og unna mier so þessa codicis. hann gaf mier bokina 17ii. [og er hun nu hia mier] enn sialfur ä hann utskrift af hinne. “
 • Seðill á milli fyrsta og annars saurblaðs er með dróttkvæðaskýringum.

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið er skrifað á Íslandi 1697 (sjá blað 154v). Nákvæm og vönduð uppskrift af Kálfalækjarbók (AM 133 fol.) þegar hún var fyllri, en eyður eru fylltar eftir AM 137 fol. Lesbrigði eru tekin úr 137 og öðru pappírshandriti, e.t.v. AM 470 4to. Árni Magnússon taldi handritið mjög eigulegt og skrifaði ýmsar athugasemdir um það á fjögurra blaða kver í oktavó, fremst (sjá seðil).

Ferill

Jón Halldórsson í Hítardal gaf Árna Magnússyni handritið árið 1711 þegar hann hafði látið gera nýja uppskrift.

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 4. apríl 1975.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

VH skráði handritið 3. apríl 2009: lagfærði í desember 2010,  GI skráði 12. desember 2001, Kålund gekk frá handritinu til skráningar 26. maí 1887.Katalog I; bls. 651 (nr. 1236).

Viðgerðarsaga

Bundið í Kaupmannahöfn á árunum 1700-1730.

Myndir af handritinu

 • Stafrænar myndir á www.sagnanet.is.
 • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

HöfundurTitillRitstjóri / ÚtgefandiUmfang
Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamlinged. Kristian Kålund
Brennu-Njáls saga, ed. Einar Ól. Sveinsson1954; 12
Einar Ól. Sveinsson„Um handrit Njálssögu“, Skírnir1952; 126: s. 114-152
Einar Ól. SveinssonStudies in the manuscript tradition of Njálssaga, 1953; 13
Hreinn BenediktssonLinguistic studies, historical and comparative
Ludger Zeevaert„Eine deutsche zusammefassung von Njáls saga im manuskript Rostock Mss. philol. 78/2“, Scripta Islandica2018; 69: s. 99-139
« »