Skráningarfærsla handrits
AM 455 4to
Handrit hefur ekki verið myndað stafrænt
Sögubók; Ísland, 1660
Innihald
Egils saga Skallagrímssonar
„Egils saga Skallagrímssonar“
„Úlfur hét maður son Bjálfa og Hallberu … “
„… átti í víking sjö orustur.“
„Og endast hér Egils saga Skallagrímssonar.“
Skrifari sýnir eyðu í forriti sínu með því að hafa blað 7v að mestu autt.
Kjalnesinga saga
„Sagan frá Búa Andríðarsyni og Kjalnesingum“
„Helgi Bjóla son Ketils flatnefs …“
„… og er mikil ætt frá honum komin.“
„Og endar þar með Kjalnesinga sögu.“
Jökuls þáttur Búasonar
„Sagan af Jökli syni Búa Andríðarsonar“
„Jökli þótti nú svo illt verk sitt …“
„… frá Jökli Búasyni og endar hér Jökuls sögu.“
Blað 42v er autt.
Víga-Glúms saga
„Glúms saga; er nefndur er Víga-Glúmur“
„Helgi hét maður og var kallaður Helgi hinn magri …“
„… og lýkur þar sögu Glúms Eyjólfssonar.“
Finnboga saga ramma
„Sagan frá Finnboga hinum ramma.“
„Ásbjörn hét maður og var kallaður dettiás …“
„… og þóttu allir mikilhæfir menn hvar sem þeir komu.“
„Og endast hér nú sagan frá Finnboga hinum ramma.“
Hallfreðar saga vandræðaskálds
„Hallfreðar saga vandræðaskálds“
„Þorvaldur hét maður og var kallaður skiljandi …“
„… og er margt manna frá honum komið.“
„Og lýkur hér sögu Hallfreðar vandræðaskálds.“
Bandamanna saga
„Bandamanna saga og frá Oddi Ófeigssyni“
„Ófeigur hét maður er bjó vestur í Miðfirði … “
„… og lýkur svo sögu þessi.“
Ölkofra þáttur
„Ölkofra þáttur“
„Þórhallur hét maður. Hann bjó í Bláskógum …“
„… Og lýkur þar sögu Ölkofra.“
„3. iduum Apr. MDCLX.“
Blöð 72v og 73v eru auð að mestu; blað 73r er autt.
Lýsing á handriti
- Blaðmerkt er með penna 1-73.
Tíu kver.
- Kver I: blöð 1-8, 4 tvinn.
- Kver II: blöð 9-16, 4 tvinn.
- Kver III: blöð 17-24, 4 tvinn.
- Kver IV: blöð 25-32, 4 tvinn.
- Kver V: blöð 33-40, 4 tvinn.
- Kver VI: blöð 41-42, 1 tvinn.
- Kver VII: blöð 43-50, 4 tvinn.
- Kver VIII: blöð 51-58, 4 tvinn.
- Kver IX: blöð 59-66, 4 tvinn.
- Kver X: blöð 67-73, 3 tvinn + 1 stakt blað.
- Eindálka.
- Leturflötur er ca 150-160 mm x 110 mm.
- Línufjöldi er ca á bilinu 43-51.
- Griporð eru á stöku stað (sjá t.d. griporð á blöðum 47r og 51r).
- Kaflanúmer eru á spássíum (sjá t.d. blöð 35v-36r).
Með hendi Helga Grímssonar á Húsafelli (sbr. blað 72r og saurblað), blendingsskrift.
- Efnisyfirlit og upplýsingar um skrifara með hendi Árna Magnússonar á saurblaði fremst.
- Athugasemdir á spássíum á einstaka stöðum (sjá t.d. á blöðum 7r, 9r, 10v og víðar).
Band (192 mm x 175 mm x 20 mm) frá 1975. Spjöld eru klædd fínofnum striga, grófari strigi er á kili og hornum. Saumað á móttök. Saurblöð tilheyra þessu bandi.
- Einn fastur seðill (166 mm x 113 mm) er fremst í handriti ritaður með hendi Árna Magnússonar. Á honum eru upplýsingar um eigendur og feril: „Þessa bók hefir fyrrum átt Guðríður Stefánsdóttir á Snjáfuglstöðum. Ég fékk hana þaðan til eignar.“
- Laus seðill með upplýsingum um forvörslu bands.
Uppruni og ferill
Handritið er skrifað á Íslandi árið 1660 (sbr. blað 72r og saurblað).
Guðríður Stefánsdóttur á Snjáfuglsstöðum, ekkja Helga Grímssonar, átti handritið og þaðan fékk Árni Magnússon það til eignar (sbr. seðil).
Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 11. nóvember 1975.
Aðrar upplýsingar
VH skráði handritið 1. apríl 2009; lagfærði í desember 2010, DKÞ skráði 19. ágúst 2003. Kålund gekk frá handritinu til skráningar nóvember 1886.Katalog I; bls. 646-647 (nr. 1227).
Viðgert og bundið af Birgitte Dall í september 1975. Eldra band fylgdi.
- Stafrænar myndir á www.sagnanet.is.
- Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.