Skráningarfærsla handrits

AM 447 4to

Eyrbyggja saga ; Ísland, 1650-1700

Tungumál textans
íslenska

Innihald

(1r-52r)
Eyrbyggja saga
Titill í handriti

Hier Byriaſt Eyrbyggia

Athugasemd

Bl. 52v autt.

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír
Blaðfjöldi
52 blöð ().
Umbrot

Ástand

Bl. 1 er skaddað.

Skrifarar og skrift

Ein hönd.

Nótur

Nótur á bókfelli í gömlu bandi.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Margvíslegar viðbætur og athugasemdir á spássíum og milli lína með hendi séra Þórðar Jónssonar í Hítardal, föður skrifarans (sbr. seðil).

Band

Band frá júlí 1978.  

Í eldra bandi voru spjöld og kjölur klædd bókfelli úr latnesku helgisiðahandriti með nótum.  

Fylgigögn

Fastur seðill (169 mm x 75 mm) fremst með hendi Árna Magnússonar: Þessa Eyrbyggja sögu hefur ritað Þorsteinn sálugur Þórðarson, en variæ lectiones (correctiones) sem á spássíunum og uppi yfir línunum eru, eru með hendi síra Þórðar í Hítardal, föður hans. Hæc certa sunt.

Uppruni og ferill

Uppruni

Með hendi Þorsteins Þórðarsonar (sbr. seðil) og tímasett til síðari hluta 17. aldar í  Katalog I , bls. 643.

Ferill

Þorsteinn Þórðarson á Skarði gaf Árna Magnússyni handritið líklega árið 1686, en Þorsteinn hafði skrifað það i æsku. Utan um það voru þá tvö blöð úr Heimskringlu frá því um 1300 (sbr. AM 39 fol.).

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 22. september 1978.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

Tekið eftir Katalog I , bls. 643 (nr. 1218). Kålund gekk frá handritinu til skráningar í nóvember 1886. GI skráði 29. nóvember 2001.

Viðgerðarsaga

Viðgert og bundið af Birgitte Dall í júlí 1978. Eldra band fylgir. Upphaflega var tveimur blöðum úr Heimskringlu (frá því um 1300) slegið utan um handritið.

Myndir af handritinu

  • Stafrænar myndir á www.sagnanet.is.
  • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

Höfundur: Scott, Forrest S.
Titill: A paper manuscript of Eyrbyggja saga ÍB 180 8vo,
Umfang: s. 161-181
Höfundur: Scott, Forrest S.
Titill: Eyrbyggja saga. The vellum tradition,
Umfang: 18
Höfundur: Guðrún Ása Grímsdóttir, Þórður Jónsson í Hítardal
Titill: Ættartölusafnrit séra Þórðar Jónssonar í Hítardal I-II
Höfundur: Hreinn Benediktsson
Titill: Linguistic studies, historical and comparative
Titill: Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling
Ritstjóri / Útgefandi: Kålund, Kristian
Höfundur: Heslop, Kate
Titill: Gripla, Hearing voices : uncanny moments in the Íslendingasögur
Umfang: 19
Höfundur: Már Jónsson
Titill: Árni Magnússon : ævisaga
Höfundur: Ólafur Halldórsson
Titill: Landnám Þórólfs Mostrarskeggs og Auðar djúpúðgu, Gripla
Umfang: 21
Lýsigögn
×
Efni skjals
×
  1. Eyrbyggja saga

Lýsigögn