Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM 440 4to

Sturlunga saga ; Ísland

Tungumál textans
íslenska

Innihald

1 (1r-27v)
Sturlunga saga
Titill í handriti

Íslendinga saga

Skrifaraklausa

Anno 1656 24 Aprilis (sjá saurblað).

Athugasemd

Einungis hluti Íslendinga sögu; sagan endar óheil.

1.1 (1r-27v)
Geirmundar þáttur heljarskinns
Upphaf

Geirmundur heljarskinn var son Hjörs kóngs Hálfssonar …

Niðurlag

… þeirra börn Brandur, Páll, Valgerður.

Athugasemd

Kaflanúmer í þessum hluta eru með eftirfarandi hætti: i (ónúm.)-xx, xxiii-xxiv, 25-37.

1.2 (27v-62r)
Ættartölur
Titill í handriti

Cap. iiii. Ættartölurnar

Upphaf

Sigmundur Þorgilsson átti dóttur Skeggja Bjarnasonar …

Niðurlag

… láti Guð honum […..] lofi betra.

Athugasemd

Kaflanúmer í þessum hluta eru með eftirfarandi hætti: iiii-xii, xiv-xxii, xxiv-xxv, 26-40.

1.3 (62r-77v)
Þáttur af Guðmundi biskupi hinum góða
Titill í handriti

Þáttur af Guðmundi biskupi hinum góða

Upphaf

Þorgeir Hallason bjó undir Hvassafelli

Niðurlag

Nú er Guðmundur vetri miður en þrítugur.

Athugasemd

Engin kaflaskipting.

1.4 (77v-119v)
Hér byrjast saga Guðmundar hins dýra.
Titill í handriti

Hér byrjast saga Guðmundar hins dýra.

Upphaf

Nú tekur þar til frásagnar

Niðurlag

Þá kom Þorvarður prestur til og heimalið og skildu þá

Athugasemd

Vantar aftan af sögunni.

Engin kaflaskipting.

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír
Blaðfjöldi
ii + 119 + i blöð (194 mm x 148 mm). Síðara fremra saurblað tilheyrir kveri I.
Tölusetning blaða

  • Upprunaleg blaðsíðumerking 1-238.

Kveraskipan

Fimmtán kver.

  • Kver I: saurblað + blöð 1-7, 4 tvinn.
  • Kver II: blöð 8-15, 4 tvinn.
  • Kver III: blöð 16-23, 4 tvinn.
  • Kver IV: blöð 24-31, 4 tvinn.
  • Kver V: blöð 32-39, 4 tvinn.
  • Kver VI: blöð 40-47, 4 tvinn.
  • Kver VII: blöð 48-55, 4 tvinn.
  • Kver VIII: blöð 56-63, 4 tvinn.
  • Kver IX: blöð 64-71
  • Kver X: blöð 72-79, 4 tvinn.
  • Kver XI: blöð 80-87, 4 tvinn.
  • Kver XII: blöð 88-95, 4 tvinn.
  • Kver XIII: blöð 96-103, 4 tvinn.
  • Kver XIV: blöð 104-111, 4 tvinn.
  • Kver XV: blöð 112-119, 4 tvinn.

Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er ca 145-150 mm x 105-110 mm.
  • Línufjöldi er ca 26-28.
  • Griporð.

Ástand

  • Endar óheilt á blaði 119v.

Skrifarar og skrift

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

  • Aftan við textann skrifar Árni Magnússon: reliqva desunt.
  • Á aftara (eldra) fremra saurblaði rektó skrifar Árni Magnússon: Þessa bók hefur skrifað Brynjólfur Jónsson á Efstalandi í Öxnadal.
  • Samkvæmt seðli stóð nafnið Þórarinn Vigfússon á saurblaði.
  • Á spássíu á blaði 1r er þessi athugasemd: Codex F mikið defect.

Band

Band (200 null x 180 null x 29 null) frá mars 1970.

Spjöld eru klædd fínofnum striga, grófari strigi á hornum og kili. Saumað á móttök.

Fylgigögn

  • Tveir seðlar með hendi Árna Magnússonar.
  • Seðill 1 (40 mm x 143 mm…eras alt um kring, dog icke uden det aller mi… /…d, og forhen maa klüsters lang strimm…/…det sidste blad i bogen. [seðillinn er ekki í heilu lagi og vantar til hægri og vinstri]
  • Seðill 2 (161 mm x 106 mm): A saurbladinu utanum þetta Sturlungasgu defect, städ: Thorarinn Vigfusson med eigin hendi.
  • Ljósrit af blöðum úr prentuðum bókum fylgja með í öskju.
  • Laus seðill með upplýsingum um forvörslu bandsins, sömuleiðis upplýsingar um fyrri meðfylgjandi seðil Árna sem er óheill. Þar segir einnig að bandinu fylgi nogle blade (af trykte böger) udtaget fra bindet ved restaurering. AM-sedlen er indsat i handskriftet; xeroxkopier af de övrige blade er vedlagt.

Uppruni og ferill

Uppruni

  • Handritið er skrifað á Íslandi á heimili skrifarans að Efstalandi í Öxnadal, 24. apríl 1656(sbr. eldra fremra saurblað).

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 4. apríl 1975.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

VH skráði handritið 27. mars 2009; lagfærði í nóvember 2010  GI skráði 27. nóvember 2001. Kålund gekk frá handritinu til skráningar 13. maí 1887. Katalog I; , bls. 638 (nr. 1209).

Viðgerðarsaga

Viðgert og bundið af Birgitte Dall í mars 1970. Handritinu fylgdu ljósrit af prentuðu heiðursskjali á latínu og fjórum tvinnum úr prentaðri bók þýskri, en þetta var tekið úr eldra bandi og skilið eftir í Höfn. Eldra band fylgdi ekki með.

Myndir af handritinu

  • Stafrænar myndir á www.sagnanet.is.
  • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.
  • Negatíf filma frá 1993 á Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi (askja 393), ljósmyndari Jóhanna Ólafsdóttir. Pappírsefni úr eldra bandi er í kassa ásamt fleiri myndum frá Kaupmannahöfn af gömlu bandi.

Notaskrá

Höfundur: Slay, Desmond
Titill: , The manuscripts of Hrólfs saga kraka
Umfang: XXIV
Höfundur: Guðrún Ása Grímsdóttir
Titill: Heimkynni uppskrifta Sturlunga sögu, Skjöldur
Umfang: 11
Höfundur: Hreinn Benediktsson
Titill: Linguistic studies, historical and comparative
Höfundur: Hare, I. R., J. Simpson
Titill: , Some observations on the relationship of the II-class paper MMS of Sturlunga saga
Umfang: s. 190-200
Titill: Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling
Ritstjóri / Útgefandi: Kålund, Kristian
Höfundur: Kålund, Kristian
Titill: Om håndskrifterne af Sturlunga Saga og dennes enkelte bestanddele,
Umfang: 1901
Titill: , Árna saga biskups
Ritstjóri / Útgefandi: Þorleifur Hauksson
Umfang: II
Höfundur: Sverrir Tómasson
Titill: Amburhöfði kom norðan, Gripla
Umfang: 5
Lýsigögn
×

Lýsigögn