Handrit.is
 

Skráningarfærsla handrits

AM 417 4to

Handrit hefur ekki verið myndað stafrænt

Oddaverjaannálar; Ísland, 1550-1600

Nafn
Árni Magnússon 
Fæddur
13. nóvember 1663 
Dáinn
7. janúar 1730 
Starf
Prófessor 
Hlutverk
Fræðimaður; Höfundur; Skrifari; Ljóðskáld 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Ormur Vigfússon 
Fæddur
1576 
Dáinn
28. janúar 1675 
Starf
Sýslumaður 
Hlutverk
Eigandi 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Þórður Jónsson 
Fæddur
1672 
Dáinn
21. ágúst 1720 
Starf
Prestur 
Hlutverk
Ljóðskáld; Eigandi 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Kålund, Kristian Peter Erasmus 
Fæddur
19. ágúst 1844 
Dáinn
4. júlí 1919 
Starf
Bókavörður 
Hlutverk
Fræðimaður 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Guðrún Ingólfsdóttir 
Fædd
1. maí 1959 
Starf
 
Hlutverk
Skrásetjari 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Þuríður Ósk Sigurbjörnsdóttir 
Fædd
4. apríl 1997 
Starf
 
Hlutverk
Skrásetjari 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Dall, Birgitte 
Fædd
1912 
Dáin
1989 
Starf
Forvörður 
Hlutverk
Bókbindari 
Ítarlegri upplýsingar
Tungumál textans
Íslenska

Innihald

(1r-66v)
Oddaverjaannálar
Aths.

Ná frá Sesari til 1427 e.Kr..

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír með vatnsmerkjum.

Vatnsmerki 1. Aðalmerki: MARCHAIX IS5000-04-0417_1v // Ekkert mótmerki ( 1 ).

Vatnsmerki 2. Aðalmerki: Lítið skjaldarmerki, skjöldur skiptur niður og kóróna efst IS5000-04-0417_11v // Ekkert mótmerki ( 2+5 , 7 , 9+14 , 11+12 , 16+23 , 18+21 , 24 , 26+29 , 31 , 34+35 ).

Vatnsmerki 3. Aðalmerki: Skjaldarmerki, skjöldur skiptur niður, blóm? IS5000-04-0417_37v // Ekkert mótmerki ( 37+44 ).

Vatnsmerki 4. Aðalmerki: Skjaldarmerki með ljóni og kórónu IS5000-04-0417_38v // Ekkert mótmerki ( 38+43 ).

Vatnsmerki 5. Aðalmerki: Skjaldarmerki með fangamarki R IS5000-04-0417_64r // Ekkert mótmerki ( 45-46 , 51-52 , 53+60 , 54+59 , 62 , 64+65 ).

Blaðfjöldi
66 blöð, þar með talið blað merkt 1bis ().
Ástand

  • Fremst og aftast eru blöðin illa farin og slitin, en kantarnir hafa verið viðgerðir með álímdum strimlum.
  • Bl. 1bis lenti með AM 429 b 4to en komst aftur á sinn stað. Meðan það var fjarri lét Árni Magnússon skrifa bl. 1 í staðinn.

Skrifarar og skrift
Spássíugreinar og aðrar viðbætur

  • Bl. 1 innskotsblað.
  • Margar spássíugreinar með nokkuð gamalli hendi.

Band

Band frá desember 1977.  

Fylgigögn

Fastur seðill (199 mm x 153 mm) með hendi Árna Magnússonar: „Oddaverjaannálar frá síra Þórði Jónssyni. síðar var bætt við: Þá hefur til forna átt Ormur Fúsason í Eyjum“. Það er reyndar tvinn, aftara blað er autt.

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið er tímasett til seinni hluta 16. aldar í Katalog I, bls. 622.

Ferill

Ormur Fúsason í Eyjum átti eitt sinn handritið, en til Árna Magnússonar er það komið frá séra Þórði Jónssyni í Hítardal (sbr. seðil).

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 30. mars 1978.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

Tekið eftir Katalog I, bls. 622 (nr. 1183). Kålund gekk frá handritinu til skráningar í nóvember 1886. GI skráði 22. nóvember 2001. ÞÓS skráði 13. júlí 2020.

Viðgerðarsaga

Viðgert og bundið af Birgitte Dall í desember 1977. Eldra band fylgdi.

Myndir af handritinu

  • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.
  • Svart-hvítar ljósmyndir á Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi, sem keypti þær af Arne Mann Nielsen 5. nóvember 1971.

Notaskrá

HöfundurTitillRitstjóri / ÚtgefandiUmfang
Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamlinged. Kristian Kålund
Íslenzkt fornbréfasafn I. 834-1264
Robert Cook„The Chronica Carionis in Iceland“, s. 226-263
Eiríkur Þormóðsson, Guðrún Ása GrímsdóttirOddaannálar og Oddverjaannáll, 2003; 59
Guðrún Ása Grímsdóttir„Brot úr fornum annál“, Gripla1998; 10: s. 35-48
Haraldur Bernharðsson„Þykkja og þykja. Hljóðbeygingarvíxl einfölduð“, Gripla2004; 15: s. 121-151
Kristian KålundOm håndskrifterne af Sturlunga Saga og dennes enkelte bestanddele, 1901; 1901: s. 259-300
Mariane OvergaardHistoria sanctae crucis: The history of the cross-tree down to Christ's passion. Icelandic legend versions, 1968; 26: s. ccviii, 160 p.
Ólafur Halldórsson„Um Danakonunga sögur“, Gripla1990; 7: s. 73-102
Gustav StormIslandske annaler indtil 1578
« »