Skráningarfærsla handrits

AM 408 i 4to

Ættartölur ; Ísland, 1690-1710

Athugasemd
Afrit af AM 162 M fol.
Tungumál textans
íslenska

Innihald

(1r-7r)
Ættartölur
Vensl

Afrit af AM 162 M fol.

Upphaf

…s. en sida ondr. Sigridr .h. | d. Eyolfs ...

Niðurlag

... var Arnfridr .d. Þor|geirs Steins .s.

Athugasemd

Ættartölur biskupa á miðöldum.

Á 7r er einungis hálf lína skrifuð.

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír með vatnsmerki.
  • Vatnsmerki: Stórt kringlótt vatnsmerki með apa og stöng á stoð í miðjunni. Lítil kóróna ofan á (bl. 2, 7 ).

    Mótmerki: Fangamark HONIG (bl. 1, 3, 4, 5, 6, 8 ).

Blaðfjöldi
8 blöð (198-200 mm x 157-159 mm). Blöð 7v og 8 eru auð.
Tölusetning blaða

Blaðmerking 1-7 (1r-7r) með rauðu bleki, með hendi Kålunds. Upphaflega hefur Kålund merkt blað, sem nú er sér í kápu, sem blað númer 1 og þannig sett blað 1 sem blað 2 og blað 2 sem blað 3. Þegar hér var komið sögu hefur hann hætt við og leiðrétt sig og blaðmerkt handritið frá 1-7.

Kveraskipan

Eitt kver bl. 1-8 (1+8, 2+7, 3+6, 4+5), 4 tvinn.

Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er 160 mm x 120 mm.
  • Línufjöldi er 18-20.
  • Griporð.

Ástand
  • Greinileg merki um raka sjást af því að blek hefur smitast á mótliggjandi síður.
  • Óhreint, bl. 1r.
Skrifarar og skrift

Með hendi Árna Magnússonar, kansellískrift.

Skreytingar

Stór bókarhnútur á bl. 7r. Nærri eins bókarhnút má finna á bl. 23v í AM 408 b 4to b.

Band

Sennilega band frá 1880-1887 (200 mm x 158 mm x 2 mm). Þunn pappakápa og er pappír límdur innan á kápuna. Á límhlið pappírsins, sem er löggiltur skjalapappír, er ártalið 1822. Handritið getur hins vegar ekki verið bundið seinna en 1887, sbr. athugasemd Kålunds á fremra spjaldblaði. Handritið liggur í öskju með AM 408 a-i 4to.

Fylgigögn

  • Fastur seðill (157 mm x 104 mm) fremst með hendi Árna Magnússonar með upplýsingum um forritið: Ofan af blaðinu eru skornar svo sem 8 eður 9 línur. Mundu þær með minni skrift gjört hafa hér um eina pagina 3: 18, 19 eða 20 línur. Ég ætla og að blað eður blöð muni vanta hér framan við. Fyrir utan það sem ofan af blaðinu er skorið. því þessar genealogiæ, sýnast byrjað hafa á Jóni Ögmundarsyni, og náð svo niður til Jörundar biskups. Kannski og hér framan við hafi verið eldra handa genealogiæ fyrir utan biskupa genealogias.
  • Sér í pappakápu er blað (201 mm x 159 mm) þar sem Árni Magnússon hefur teiknað upp ættartölu Klængs biskups. Þetta blað merkti Kålund sem blað 1. Það hefur upphaflega legið milli seðilsins og fyrsta blaðs handrits og á því sjást sömu merki um rakaskemmdir og í handritinu.

Uppruni og ferill

Uppruni

Skrifað á Íslandi, með hendi Árna Magnússonar og tímasett til um 1700 ( Katalog (I) 1889:614).

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 9. febrúar 1974.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

  • MJG uppfærði með gögnum frá BS, 19. febrúar 2024.
  • GI skráði 28. nóvember 2002.
  • Kålund gekk frá handritinu til skráningar 21. apríl 1887 ( Katalog (I) 1889:614 (nr. 1172)).

Viðgerðarsaga

Otto Ehlert batt á árunum 1880-1887.

Myndir af handritinu

Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

Titill: Biskupa sögur III,
Ritstjóri / Útgefandi: Guðrún Ása Grímsdóttir
Umfang: 17
Titill: , Byskupa sögur
Ritstjóri / Útgefandi: Jón Helgason
Umfang: 13:1
Titill: Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling
Ritstjóri / Útgefandi: Kålund, Kristian
Lýsigögn
×
Efni skjals
×
  1. Ættartölur

Lýsigögn