Skráningarfærsla handrits

AM 408 e 4to

Biskupasögur ; Ísland, 1600-1700

Athugasemd
Hungurvaka og Biskupaannálar Jóns Egilssonar
Tungumál textans
íslenska

Innihald

1 (1r-16v)
Hungurvaka
Titill í handriti

Eirn lÿtill bæklingu af: fäumm  Bÿskumm Biskupum sem vered | hafa ä Islande og huørninn Skälhollt var bigt | first og þar settur Bÿskupzstöll og af huorium | þad var tilsett

Upphaf

Bækling þennann kalla eg Hüngur vøku ...

Niðurlag

... og þolinnmæde vid öhlydna menn og Rängglätata

2 (16vr-16v)
Biskupaannálar Jóns Egilssonar
Höfundur

séra Jón Egilsson

Titill í handriti

Vmm hinn helga Þorläk Biskup

Upphaf

Siøtte Biskup i Skälhollte var hinn heilage Þorläkur ...

Niðurlag

... hann vard Biskup effter Þorläk modur broder sin

Athugasemd

Brot, einungis upphafið á frásögninni um Þorlák helga.

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír með vatnsmerkjum.

  • Vatnsmerki 1: Aðalmerki: Stórt skjaldarmerki Amsterdam (bl. 2, 3, 6, 5, 7, 10, 11 ).

    Mótmerki: Einn stakur stafur (bl. 1, 4, 5, 8, 9, 12 ).

  • Vatnsmerki 2: Aðalmerki: Dárahöfuð með kraga og sjö bjöllum (bl. 13, 16 ).

Á aftari saurblaði er lilju vatnsmerki.
Blaðfjöldi
i + 16 + i blað (187-190 mm x 148-154 mm).
Tölusetning blaða

Blaðmerking 1-16 (1r-16r) með rauðu bleki, með hendi Kålunds. Hann merkir einnig seðilinn sem er fremst með a og þann sem er aftast með b.

Kveraskipan

Fjögur kver:

  • Kver I: bl. 1-4 (1+4, 2+3), 2 tvinn.
  • Kver II: bl. 5-8 (5+8, 6+7), 2 tvinn.
  • Kver III: bl. 8-12 (9+12, 10+11), 2 tvinn.
  • Kver IV: bl. 13-16 (13+16, 14+15), 2 tvinn.

Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er 160-170 mm x 130-140 mm.
  • Línufjöldi er 23-27.
  • Griporð, pennaflúruð.
  • Lok kaflans endar í totu bl. 16v.

Ástand

Aftast í handritinu eru gamlar viðgerðir (sjá einkum 13r og 16v, 14v og 15r), en einnig ummerki um enn eldri viðgerðir sem hafa verið fjarlægðar. Þær hafa náð inn á leturflöt og skilið eftir sig límklessur og óhreinindi. Af þeim sökum er texti sumstaðar torlæsilegur (13v og 14r, 15v og 16r).

Skrifarar og skrift

Ein hönd, óþekktur skrifari, fljótaskrift.

Skreytingar

Á stöku stað eru blekdregnir upphafsstafir (1-4 línur) dregnir ögn stærra og örlítið skreyttir.

Fyrirsagnir og upphaf kafla eru skrifuð með kansellískrift.

Lítill bókarhnútur á bl. 1v.

Skreyting við eða umhverfis griporð.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

  • Víða eru leiðréttingar inni í texta og á stöku stað út á spássíum.
  • Á efri hluta 16v er gömul viðgerð, sem er pappírsræma upp við kjöl, og hefur hún verið límd yfir síðustu orð í nokkrum línum. Á pappírsræmuna hefur e-r skrifað það sem límt var yfir.
  • Athugasemd við texta á 16v, e.t.v. með hendi skrifara.

Band

Band frá 1772-1780 (194 mm x 155 mm x 6 mm). Pappaspjöld og kjölur klædd handunnum pappír. Tvö saurblöð úr bandi. Handritið liggur í öskju með AM 408 a-i 4to.

Fylgigögn

  • Fastur seðill (153 mm x 127 mm) fremst með hendi Árna Magnússonar með upplýsingum um feril og uppruna: Frá Páli lögmanni. Var aftast í því volumine er fremst var á Knýtlinga saga.
  • Fastur seðill (185 mm x 123 mm) aftast með hendi Árna Magnússonar með upplýsingum um handritið: Hér aftan við var continuatio síra Jóns Egilssonar, sem ég ekki sendi Magnúsi, svo vítt ég man. Hönd Þórðar Jónssonar, postea post á Staðarstað, stóð á spássíunni, þar nú er pappír á límdur aftast. Það hefur hann skrifað þá studiosus var hér í Kaupenhafn, circa 1690. Continuatio tók til á Þorláki biskupi helga.

Uppruni og ferill

Uppruni

Skrifað á Íslandi. Kålund tímasetur handritið til 17. aldar ( Katalog (I) 1889:611).

Var áður aftast í handriti þar sem Knýtlinga saga var fremst (líklega AM 1006 4to). Aftan við Hungurvöku er upphafið á Biskupaannálum Jóns Egilssonar (hefjast hér á Þorláki helga), en afgangurinn var fjarlægður úr handritunu og blað límt yfir upphafið. Það blað hefur nú verið fjarlægt. Athugasemd með hendi séra Þórðar Jónssonar á Staðastað er á spássíu á 16v, skrifuð á stúdentsárum hans í Kaupmannahöfn c1690 (sbr. seðla).

Ferill

Árni Magnússon fékk handritið frá Páli Vídalín lögmanni (sbr. seðil).

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 9. febrúar 1974.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

  • MJG uppfærði með gögnum frá BS, 15. febrúar 2024.
  • GI skráði 27. nóvember 2002.
  • Kålund gekk frá handritinu til skráningar 20. apríl 1887 ( Katalog (I) 1889:611 (nr. 1168)).

Viðgerðarsaga

Matthias Larsen Bloch batt á árunum 1772-1780.

Myndir af handritinu

  • Stafrænar myndir á www.sagnanet.is.
  • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

Titill: , Byskupa sögur
Ritstjóri / Útgefandi: Jón Helgason
Umfang: 13:1
Titill: Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling
Ritstjóri / Útgefandi: Kålund, Kristian
Lýsigögn
×

Lýsigögn