Skráningarfærsla handrits

AM 408 d 4to

Biskupaannálar Jóns Egilssonar ; Ísland, 1662-1663

Tungumál textans
íslenska

Innihald

(1r-33v)
Biskupaannálar Jóns Egilssonar
Titill í handriti

Gamler Annalar Af Øllum Skalholltz Byskupum

Upphaf

Nockrar frasagnir þejrra hluta ...

Niðurlag

... þo helldur hinne firre filgde efftir pen

Athugasemd

Vantar aftan af.

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír með vatnsmerkjum.

  • Vatnsmerki 1: Aðalmerki: Póstlúður í ramma. (bl. 6, 7, 10, 11, 14, 15, 17, 20, 21, 24, 25, 28, 29 ).

Blaðfjöldi
i + 33 + i blað (186-195 mm x 149-153 mm).
Tölusetning blaða

Seinni tíma blýantsblaðmerking 1-33 (1r-33r).

Kveraskipan

Sjö kver:

  • Kver I: bl. 1-4 (1+4, 2+3), 2 tvinn.
  • Kver II: bl. 5-8 (5+8, 6+7), 2 tvinn.
  • Kver III: bl. 9-12 (9+12, 10+11), 2 tvinn.
  • Kver IV: bl. 13-16 (13+16, 14+15), 2 tvinn.
  • Kver V: bl. 17-20 (17+20, 18+19), 2 tvinn.
  • Kver VI: bl. 21-28 (21+28, 22+27, 23+26, 24+25), 4 tvinn.
  • Kver VII: bl. 29-33 (29+32, 30+31), 2 tvinn og stakt blað.

Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er 156-180 mm x 130-140 mm.
  • Línufjöldi er 31-38.
  • Síðustu orð á síðu hanga á stöku stað undir leturfleti í stöðu griporðs.
  • Víða griporð, pennaflúruð.

Ástand

  • Blöð mjög dökk.
  • Vantar aftan af handritinu.
  • Gert hefur verið við handritið en áður voru jaðrar margra blaða mjög illa farnir af sliti. Fyrir vikið er texti víða skertur.

Skrifarar og skrift
Tvær hendur.

Óþekktur skrifari, fljótaskrift, kansellískrift að hluta.

Óþekktur skrifari, fljótaskrift, 14 línur á bl. 4v.

Skreytingar

Höfuðstafur smá skreyttur og stærri (2 línur). Aðrir höfuðstafir dregnir stærri en texti meginmáls.

Fyrirsagnir og upphaf kafla eru skrifuð með kansellískrift.

Bl. 2v: Ígildi bókahnúts.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

  • Leiðréttingar með hendi skrifara: 7v, 21r og 33r.
  • Athugasemdir við textann, e.t.v. með hendi skrifara: 5r, 6v (að hluta með annarri hendi), 14v, 18r, 19r-v, 30v? og 33v?
  • Tölustafir á spássíu, e.t.v. með hendi skrifara: 1v.
  • Áherslumerki, e.t.v. með hendi skrifara: 12r.
  • Almenn athugasemd með annarri hendi: 3r.
  • Víða pennakrot, t.d. á 1r, 2r og 3v.

Band

Band frá september 1970 (211 mm x 179 mm x 16 mm). Pappaspjöld og kjölur klædd fínofnum líndúki. Tvö saurblöð úr bandi. Handritið liggur í öskju með AM 408 a-i 4to.

Eldra band er þunn pappakápa með kápureimum.

Fylgigögn

  • Fremst eru tveir fastir seðlar (206 mm x 156 mm) (í reynd tvinn) og er annar þeirra með hendi Árna Magnússonar en hinn auður. Hér eru m.a. upplýsingar um ritunartíma og feril handritsins: Continuatio Hungurvauku. Biskupa Annall Sera Jons Eigilssonar.

    Reliqva libelli, unde haec desumta est, exarata fuere 1662. 63. ä þufu i Kiös og er þetta med sỏmu hendi.

    Efg feck qvered i Kaupenhafn af Jonas Dadasyne.
  • Í öskjunni liggur laus seðill frá Kaupmannahöfn um forvörslu.

Uppruni og ferill

Uppruni

Var áður hluti af stærra handriti með sömu hendi, en það var skrifað á árunum 1662-1663 á Þúfu í Kjós, Íslandi (sbr. seðil). Kålund tímasetur handritið til 17. aldar ( Katalog (I) 1889:611).

Ferill

Árni Magnússon fékk handritið í Kaupmannahöfn frá Jónasi Daðasyni (sbr. seðil).

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 9. febrúar 1974.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

  • MJG uppfærði með gögnum frá BS, 15. febrúar 2024.
  • GI skráði 26. nóvember 2002.
  • Kålund gekk frá handritinu til skráningar 20. apríl 1887 ( Katalog (I) 1889:611 (nr. 1167)).

Viðgerðarsaga

Viðgert og bundið af Birgitte Dall í september 1970. Eldra band fylgdi með.

Myndir af handritinu

Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

Lýsigögn
×

Lýsigögn