Skráningarfærsla handrits

AM 408 c 4to

Biskupasögur ; Ísland, 1690-1710

Athugasemd
Hungurvaka og Guðmundar saga biskups
Tungumál textans
íslenska

Innihald

1 (1r-13r)
Hungurvaka
Titill í handriti

Ïsleiffur fÿrstur | Biskup Ï Skälahollti

Vensl

Afrit af AM 204 fol. ( Jón Helgason 1938:41).

Upphaf

Ketelbiørn gamle biő ä Mosfelle ...

Niðurlag

... þann er Klængur hit, og var Þorsteins | son, og Halldőru Eigelsdottur.

Athugasemd

Óheil.

Hluti af ritinu, frásögnin nær til Magnúsar Einarssonar biskups, að honum meðtöldum.

2 (13r-14v)
Guðmundar saga biskups
Titill í handriti

Vm Selkollu

Upphaf

Nű skal seigia þann adburd ...

Niðurlag

... og var micid hallære j landinu

Athugasemd

Vantar aftan af.

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír með vatnsmerkjum.

  • Vatnsmerki: Aðalmerki: Hús með slöngu ofan á (bl. 3, 4, 5, 6, 10, 11, 12, 13 ).

    Mótmerki: Líkist tveimur "L"-um, þar sem annað er snúið 90° (bl. 1, 2, 7, 8, 9, 14 ).

Blaðfjöldi
14 blöð (188-189 mm x 149-150 mm).
Tölusetning blaða

Blaðmerking 1-14 (1r-14r) með rauðu bleki, með hendi Kålunds.

Kveraskipan

Tvö kver:

  • Kver I: bl. 1-8 (1+8, 2+7, 3+6, 4+5), 4 tvinn.
  • Kver II: bl. 9-14 (9+14, 10+13, 11+12), 3 tvinn.
Það vantar ytra tvinn í kveri II.

Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er 147-153 mm x 115-124 mm.
  • Línufjöldi er 18-21.
  • Síðustu orð á síðu hanga á stöku stað undir leturfleti í stöðu griporðs.
  • Griporð, pennaflúruð.

Ástand

  • Blöð smávegis óhrein og blettótt.
  • Þar sem það vantar ytra tvinn í kver II, er eyða, ein á milli bl. 8v and 9r og hin aftast í handriti.
  • Vantar eitt blað milli blaða 12 og 13.
  • Gat á bl. 9 og 10, texti þó ekki skertur.

Skrifarar og skrift

Ein hönd, óþekktur skrifari, fljótaskrift.

Skreytingar

Í upphafi kafla og í fyrirsögnum eru upphafsstafir á örfáum stöðum dregnir ögn stærra, kansellískrift.

Lítill bókahnútur (bl. 13r.

Skreyting við eða umhverfis griporð.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

  • Athugasemd um feril á spássíu: 1r.
  • Tölustafir á spássíu: 13r.
  • Aftan við textann, á 14v, setur Árni Magnússon þessa athugasemd: reliqva deſunt.

Band

Sennilega band frá 1880-1887 (187 mm x 150 mm x 3 mm). Þunn pappakápa og er pappír límdur innan á kápuna. Handritið getur ekki verið bundið seinna en 1887, sbr. athugasemd Kålunds á fremra spjaldblaði. Handritið liggur í öskju með AM 408 a-i 4to.

Uppruni og ferill

Uppruni

Skrifað á Íslandi. Kålund tímasetur handritið til um 1700 ( Katalog (I) 1889:611).

Var áður hluti af nr. 15 í safni Árna Magnússonar (sbr. 1r og AM 435 a-b 4to).

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 9. febrúar 1974.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

  • MJG uppfærði vatnsmerki með gögnum frá BS, 15. febrúar 2024.
  • GI skráði 25. nóvember 2002.
  • Kålund gekk frá handritinu til skráningar 19. apríl 1887 ( Katalog (I) 1889:611 (nr. 1166)).

Viðgerðarsaga

Otto Ehlert batt á árunum 1880-1887.

Myndir af handritinu

  • Stafrænar myndir á www.sagnanet.is.
  • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

Titill: , Byskupa sögur
Ritstjóri / Útgefandi: Jón Helgason
Umfang: 13:1
Titill: Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling
Ritstjóri / Útgefandi: Kålund, Kristian
Lýsigögn
×

Lýsigögn