Skráningarfærsla handrits

AM 408 b 4to

Biskupaannálar Jóns Egilssonar ; Ísland, 1692

Tungumál textans
íslenska

Innihald

(1r-23v)
Biskupaannálar Jóns Egilssonar
Titill í handriti

Skalholts Biskupa Annall

Upphaf

Teitur het madur er Skalholt bigde first ...

Niðurlag

... andadist | 1568 j fóstu jnngang

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír með vatnsmerkjum:

  • Vatnsmerki 1: Aðalmerki: Skreytt skjaldarmerki (bl. 1, 4, 7 ).

  • Vatnsmerki 2: Aðalmerki: Skjaldarmerki með kórónu efst (bl. 5, 6, 10, 11, 16, 17 ).

    Mótmerki ( 19 ).

Blaðfjöldi
i + 23 + i blað (196-198 mm x 150-155 mm).
Tölusetning blaða

Blaðmerking 3-46 (2r-23v) þar sem önnur hver blaðsíða er merkt. Merkingin á bl. 1r virðist hafa horfið, blaðið er skaddað á jöðrunum, en síðan hefur einhver merkt það nr. 1 með blýanti.

Kveraskipan

Þrjú kver og tvö stök blöð:

  • Kver I: bl. 1-9 (1, 2+9, 3+8, 4+7, 5+6), 1 stakt blað + 4 tvinn.
  • Kver II: bl. 10-17 (10+17, 11+16, 12+15, 13+14), 4 tvinn.
  • Bl. 18-19 (18, 19), 2 stök blöð.
  • Kver III: bl. 20-23 (20+23, 21+22), 2 tvinn.

Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er 154-165 mm x 125-130 mm.
  • Línufjöldi er 26-32.
  • Griporð.
  • Síðustu orð á síðu hanga stundum undir leturfleti á undan griporðum.

Ástand
  • Blöð dökk og blettótt.
  • Strikað er yfir texta efst á 1v.
  • Bl. 1 er bundið rangt inn, núverandi rektó-hlið á að vera versó-hlið.
  • Gert hefur verið við mörg blöð.
Skrifarar og skrift

Ein hönd, óþekktur skrifari, fljótaskrift.

Skreytingar

Í upphafi kafla og í fyrirsögnum eru upphafsstafir á örfáum stöðum dregnir ögn stærra, kansellískrift.

Bókahnútur á 23v.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

  • Viðbót á spássíu með hendi skrifara: 2r og 22r.
  • Leiðrétting á spássíu með hendi skrifara: 20r.
  • Athugasemd við texta með hendi skrifara: 2v, 3v, 4v, 7v, 9v og 15r.
  • Athugasemd á spássíu um skriftarár handrits, e.t.v. með hendi skrifara: 2r.
  • Tilvísun á spássíu með hendi skrifara: 2r.
  • Pennakrot á spássíu: 1r-v, 7r og 18r.

Band

Band frá nóvember 1973 (211 mm x 181 mm x 16 mm). Pappaspjöld og kjölur klædd fínofnum líndúki. Tvö saurblöð úr bandi. Handritið liggur í öskju með AM 408 a-i 4to.

Eldra band er pappaband frá 1772-1780. Pappaspjöld og kjölur klædd handunnum pappír. Safnmark skrifað á bókarkápu, tveir límmiðar á kili með safnmarki og númer.

Fylgigögn

  • Fastur seðill (147 mm x 109 mm) fremst með hendi Árna Magnússonar, með upplýsingum um feril: Þetta fékk ég 1710 af Benedikt Hannessyni frá Snæfjöllum, en hann af Grími Einarssyni Eyjólfssonar.
  • Fastur seðill fremst (örmjó blaðrönd) með hendi Kålunds, með safnmarkinu.
  • Í öskjunni liggur laus seðill frá Kaupmannahöfn um forvörslu.

Uppruni og ferill

Uppruni

Skrifað á Íslandi árið 1692 (2r). Kålund tímasetur handritið til loka 17. aldar ( Katalog (I) 1889:610).

Ferill

Árni Magnússon fékk handritið árið 1710 hjá Benedikt Hannessyni frá Snæfjöllum, en hann frá Grími Einarssyni, Eyjólfssonar (sbr. seðil).

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 9. febrúar 1974.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

  • MJG uppfærði með gögnum frá BS, 16. febrúar 2024
  • GI skráði 25. nóvember 2002.
  • Kålund gekk frá handritinu til skráningar 19. apríl 1887 ( Katalog (I) 1889:610 (nr. 1165).

Viðgerðarsaga

Viðgert og bundið af Birgitte Dall í nóvember 1973.

Matthias Larsen Bloch batt á árunum 1772-1780.

Myndir af handritinu

Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

Lýsigögn
×

Lýsigögn